Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 32
Naglalakksbleikt Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Y Te ik ni ng /H ar i Yngri dóttir okkar hjóna er hrifin af bleik- um lit – eins og margar stelpur og konur. Æskuherbergið hennar var málað æpandi bleikt og hélst svo þar til hið ágæta upp- eldishús barnanna var selt. Minnisstætt er mér augnatillit ungrar stúlku, verðandi heimsætu í því húsi, þegar foreldrar henn- ar skoðuðu það og keyptu síðan. Greini- legt var að hanni þótti bleika herbergið æðislegt. Hvort foreldrarnir hafa haldið bleika litnum skal ósagt látið. Fleira var bleikt en veggirnir í meyjar- skemmunni. Dúkkukjólar voru gjarna í þeim lit og leikföng af mörgum gerðum. Enn er til í okkar eigu dásamlega bleikur pallbíll með gulum hjólum, keyptur hjá Guðlaugi, kaupmanni á Eyrarbakka, sem varð allra karla elstur og stundaði verslunarrekstur fram á tíræðisaldur. Pallbíllinn gengur nú milli barna af nýrri kynslóð, jafn dáður og var á æskudögum dóttur okkar. Bleiki liturinn fylgdi dóttur okkar þegar hún stofnaði sitt eigið heimili. Spari- stóllinn í stofunni hennar er unaðslega bleikur, sannkallað stofustáss. Einnig þótti henni vel valið þegar hún sá myndir úr stofu frænku sinnar þar sem sást í tvo bleika svani, það er að segja víðkunna stóla sem hinn frægi danski hönnuður, Arne Jacobsen, hannaði á sínum tíma. Íhaldsamara fólk sem kaupir þær gersem- ar heldur sig yfirleitt við hefðbundnari liti. Bleiki liturinn er umdeildari en margir aðrir litir, eins vinsæll og hann er þó hjá konum, raunar táknlitur þeirra. Vegna þeirrar stöðu eru karlar sennilega hrædd- ir við hann. Fágætt er að sjá bleikklæddan karl þótt þeir djörfustu skarti stundum bleikri skyrtu og stöku sveinar splæsi í bleikt bindi. Bleikir bílar eru líka umdeild- ir og tiltölulega fáséðir þótt sjálfur Elvis Prestley hafi ekið í bleikum Kadillakk á sínum tíma. Það var því að vonum að kona á skær- bleikum trukki vekti athygli á íslenskum götum fyrir fjórum árum, eða svo. Hún réðst ekki aðeins inn í karlavígi með sorp- akstri á stærstu gerð dráttarbíls heldur var voldugt hús bílsins naglalakksbleikt. Í viðtölum við blöð á þeim tíma greindi konan frá því að ferðamenn víða um land, sem litu bleika trukkinn augum, stoppuðu ýmist til að taka myndir eða veifa henni. Engum dytti í hug að stoppa til að taka mynd af hvítum, grænum eða bláum sorp- flutningavagni. Jafnvel tímaritið Globetr- otter, sem Volvo Trucks gefur út, stóðst ekki mátið og sagði frá Bleiku frúnni, en svo nefndist þetta tröllvaxna flutninga- tæki. Vegna þess að hve bleikir bílar eru sjaldgæfir á okkar ágæta yngri dóttir bíl í hefðbundnari lit, skærrauðum þó. Bleiki draumurinn lifir samt enn því hún fór á stúfana og kíkti í sýningarsal bílaumboðs sem auglýsti fallegan smábíl, neonbleikan. Þegar betur var að gáð kom í ljós að bleika litinn þurfti að sérpanta á dýrustu útgáfu þessa bíls. Fjárráð ungar konu, sem nýbyrjuð er að búa, leyfðu ekki slíkan munað. Það má samt alltaf láta sig dreyma. Það þekkjum við hjónakornin að dætur okkar hafa sjálfstæðan litasmekk þegar að bílakaupum kemur. Þegar eldri dóttir okkar keypti sinn fyrsta bíl ráðlagði pabbi gamli henni að kaupa annað hvort hvítan eða rauðan, klassíska liti sem auðvelduðu endursölu. Sá boðskapur fór fyrir ofan garð og neðan hjá 17 ára skvísunni sem ók alsæl út á sítrónugulum bíl. Hann var alltaf eins og sólargeisli á stæðinu fyrir framan húsið okkar. Sumir bílar eru sagðir stelpulegri en aðrir. Frá því var til dæmis greint á dögun- um að útliti Volkswagen bjöllu hefði verið breytt svo bíllinn höfðaði einnig til karla. Sölutölur sýna að konur hafa frekar keypt bjölluna en karlar. Kannski er það vegna útlits bílsins, sem er nokkuð sérstakt og sker sig frá ýmsum öðrum sem erfitt er að þekkja í sundur. Mjúkar línur einkenna bílinn, hvort heldur horft er á hann að framan eða aftan. Bandarískir fræðingar hafa reiknað út að hvaða bílum konur laðast helst. Þar fer Volvo S40 fremstur í flokki en meðal annarra, auk fyrrnefndrar bjöllu, er á þeim lista að finna blæju- Volkswagen og jepplingana Honda CR-V, Toyota RAV4 og Hyundai Tucson. Meðal minna þekktra bíla á bandaríska listan- um er Nissan Rogue, sem seldur er sem Nissan Qashqai hérlendis, Nissan Juke og Jeep Compass. Fljótt á litið er svo að sjá að konur velji trausta og örugga bíla en Volvo hefur til dæmist slíkt orð á sér og fjórhjóladrifna jepplinga sem treysta má þótt eitthvað sé að færð eða veðri. Á flestum þessara bíla eru línur bogadregnar fremur en kantaðar – sem kannski má voga sér að segja að séu kvenlegar. Bætist bleikur litur á þessa bíla er verkið fullkomnað en fæstir bílafram- leiðendur virðast þó treysta sér til að setja bleika framleiðslu á oddinn. Skrýtið er það samt, að minnsta kosti frá leikmannssjónarmiði séð, að breyta bíl sérstaklega vegna þess að konur hrífast af lagi hans og kaupa þess vegna. Konur eru jú sagðar stjórna innkaupum heimil- anna frekar en karlar. Eðlilegra væri að ýkja fremur þau útlitseinkenni sem konur sækjast eftir þegar kemur að vali bíla. En kannski er það svo að síðasta vígi karlsins sé tegundarval bíls – og frestandi neitunarvald ef frúin sækir það stíft að hafa hann bleikan! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. FRUMSÝND 13. APRÍL VILTU VINNA MIÐA? SENDU SMS SKEYTIÐ ESL SHIP Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR GOS OG FLEIRA! BOÐSMI ÐIBOÐSMIÐI9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA 32 viðhorf Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.