Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 12
OPIN DAGSKRÁ KL. 14-16 • Ávarp: Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins • Ávarp: Christoffer Taxell, forystumaður í finnsku atvinnulífi og fyrrverandi menntamálaráðherra Finnlands UPPFÆRUM STRAX • Sjöfn Sigurgísladóttir, einn stofnenda Íslenskrar Matorku • Edda Lilja Sveinsdóttir, sviðsstjóri verkfræðisviðs Actavis • Marín Magnúsdóttir, eigandi Practical • Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Landnámsseturs Íslands Netagerð og spjall • Vetur kvaddur og sumri fagnað. Létt uppfærð nútímatónlist. SKRÁNING Á WWW.SA.IS WWW.UPPFAERUMISLAND.IS UPPFÆRUM ÍSLAND AÐALFUNDUR SAMTAKA ATVINNULÍFSINS 2012 MIÐVIKUDAGINN 18. APRÍL Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA. Fundarstjóri er Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. ÞJÓNUSTULANDIÐ FERÐAMANNALANDIÐ MATVÆLALANDIÐ LITLA ÍSLAND LAND SKÖPUNAR OG AFÞREYINGAR LAND IÐNAÐAR OG ORKUNÝTINGAR SJÁVARLANDIÐ HÁTÆKNILANDIÐ L andlæknir er með allt niður um sig í þessu máli. Það er ósköp einfalt,“ segir Páll Sverrisson sem varð fyrir þeirri ömurlegu lífsreynslu að viðkvæmar pers- ónuupplýsingar úr sjúkraskrá hans birtust á opinberum vettvangi – nánar tiltekið í úr- skurði siðanefndar lækna þar sem fjallað var um kæru eins læknis á hendur öðrum og var Páll vitni í málinu. Málið snerist um að Skúli Bjarnason, lækn- ir á slysadeild Landspítalans, kærði annan lækni, Magnús Kolbeinsson, lækni á Nes- kaupsstað, fyrir að hafa kallað sig fyllibyttu úr Borgarnesi og að hafa ekki hundsvit á bein- brotum í samtali við Pál sem átti erindi við báða læknana vegna olnbogabrots. Hinn kærði læknir Magnús notaði upp- lýsingar úr sjúkra- skrá Páls í and- mælum sínum til siðanefnd- arinnar. Þau andmæli rötuðu í úr- skurðinn og þótt Páll væri ekki nafngreindur áttu þeir sem til hans þekkja ekki erfitt með sjá um hvern var að ræða. Landlæknir áminnti Magnús um að gæta sín í meðferð upplýsinga úr sjúkra- skrám en Páli dugar það ekki. Átti að kæra til lögreglu „Landlæknir átti auðvitað að vísa málinu til lögreglu eins og 22. grein laga um sjúkra- skrár segir til um. Persónuvernd er búin að úrskurða að birting þessara gagna stangist á við lög um persónuvernd og fyrir mér þetta einfalt. Læknirinn braut lög og á að fá meðhöndlun við hæfi,“ segir Páll en brot eins og þessi varða allt að þriggja ára fangelsi. Honum finnst einnig athyglisvert að emb- ætti landlæknis úrskurðaði í máli Magn- úsar aðeins fjórum dögum eftir að það sendi Persónuvernd svör þess efnis að embættið hefði eftirlit með aðgengi lækna að sjúkra- skrám og mögulegum brotum á lögum um persónuvernd. Í ljósi ábyrgðar landlæknis tók Persónuvernd þá ákvörðun að fjalla ekki um mál Magnúsar heldur eingöngu um birtingu upplýsinganna í úrskurði siðanefndar. Bréfaskriftir Páll setti sig í samband við velferðarráðu- neytið eftir ábendingu umboðsmanns Alþingis og standa nú yfir bréfaskipti á milli ráðuneytisins og embættis landlæknis um málið. Ráðuneytið hefur farið fram á að emb- ættið endurskoði úrskurð sinn en landlæknir þráast við ef mið er tekið af bréfum sem hafa gengið á milli og Fréttatíminn hefur undir höndum. Páll segir í samtali við Fréttatímann að málið hafi rústað líf hans og er hneykslaður á embætti landlæknis sem hann segir svo sannarlega ekki vinna fyrir fólkið í landinu. „Það er grátbroslegt að horfa á landlækni koma fram í fjölmiðlum og biðla til fólks um að leggja fram kvartanir ef það hafi eitthvað út á störf þeirra sem heyra undir eftirlit emb- ættisins að setja. Ég spyr nú bara til hvers á fólk að vera kvarta? Ég get ekki séð að land- læknir geri neitt þegar kvartað heldur frekar að hann haldi hlífiskildi yfir læknunum sem þó hafa klárlega brotið lög,“ segir Páll. Hann vill meina að með aðgerðarleysi sínu hafi landlæknir hugsanlega brotið 130. grein hegningarlaga sem taka til brota í opinberu starfi.  Persónuvernd sjúkraskrár Segir landlækni vera með allt niður um sig Geir Gunn- laugsson land- læknir. Ljósmynd/ Hari Páll Sverrisson er ekki sáttur við vinnubrögð landlæknis eftir að viðkvæmar upplýsingar um hann birtust opinberlega í úr- skurði siðanefndar lækna varðandi meiðyrðamál á milli tveggja lækna. Læknirinn sem ljóstraði upp upp- lýsingum úr sjúkraskrá Páls var áminntur og sagt að ganga af virðingu um trúnaðarupplýsingar sjúklinga af landlækni en Páll segir augljóst að embættinu hafi borið að kæra málið til lögreglu. Páll Sverrisson berst fyrir því að maðurinn sem rústaði mannorð hans verði gerður ábyrgur. Ljósmynd/Hari 12 fréttir Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.