Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 18
Léttöl Léttöl í Evrópukeppnina 2012 56 dagar Baráttan í A-riðli A-riðillinn á EM í sumar er sennilega sá sem telst síst spennandi af riðlunum fjórum í þeim skilningi að ekkert stórliða er í honum og lítið um stórstjörnur. Ljóst er þó að keppnin verður grimm í riðlinum sem telur heimamenn og þrjá fyrrverandi Evrópu- meistara. Spá Frétta- tímans er að Rússar vinni riðilinn og Tékkar fylgi þeim áfram í 8-liða úr- slitin. Pólland Spá Fréttatímans: 4. sæti Íbúafjöldi: 38,5 milljónir Höfuðborg: Varsjá Staða á heimslista: 75 Besti árangur á EM: 14. sæti árið 2008 (eina skiptið sem liðið hefur tekið þátt í lokakeppni EM) Stjarna liðsins: Framherjinn Robert Lewandowski er einn mesti markaskorarinn í þýsku úrvalsdeildinni og sá sem Pólverjar treysta á að skori mörk. Frægasti leikmaðurinn: Zbigniew Boniek var einn af bestu fram- herjum heims, lykilmaður í pólska landsliðinu sem vann brons á HM á Spáni 1982 sem og Juventus á níunda áratug síðustu aldar. Boniek var eldfljótur og skotfastur og var valinn einn af 100 bestu leikmönnum sögunnar af Alþjóða knattspyrnusambandinu. Leikir liðsins á EM: Grikkland 8. júní, Rússland 12. júní og Tékk- land 16. júní. Vissir þú að ... Pólverjar áttu markakóng heimsmeistarakeppn- innar í Vestur Þýskalandi árið 1974? Þá skoraði Grzegorz Lato sjö mörk. Grikkland Spá Fréttatímans: 3. sæti Íbúafjöldi: 10,8 milljónir Höfuðborg: Aþena Staða á heimslista: 13 Besti árangur á EM: Evrópu- meistarar 2004 Stjarna liðsins: Miðjumaður- inn Giorgos Karagounis hefur verið akkeri á miðju liðsins undanfarin ár og þykir sérstaklega góður skotmaður. Frægasti leikmaðurinn: Theodoros Zagorakis var fyrirliði Grikkja á EM 2004 og var valinn besti leikmaður mótsins. Átti fínan feril á Englandi, Ítalíu og Grikklandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2007. Leikir liðsins á EM: Pólland 8. júní, Tékkland 12. júní og Rússland 16. júní. Vissir þú að ... Grikkir hafa aldrei tapað fyrir Tékkum? Í fjórum leikjum hafa þeir unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Rússland Spá Fréttatímans: 1. sæti (detta út í 8-liða úrslitum) Íbúafjöldi: 143 milljónir Höfuðborg: Moskva Staða á heimslista: 12 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1960 undir merkjum Sovétríkjanna. Undanúrslit árið 2008 undir merkjum Rússlands Stjarna liðsins: Þótt fram- herjinn Andrei Arshavin hafi átt erfitt uppdráttar hjá Arsenal spilar hann yfirleitt frábærlega með rússneska landsliðinu. Hann var besti maður liðsins í síðustu Evrópukeppni. Frægasti leikmaðurinn: Markvörðurinn Lev Yashin er af flestum talinn vera besti markvörður allra tíma. Leikir liðsins á EM: Tékkland 8. júní, Pólland 12. júní og Grikkland 16. júní. Vissir þú að ... stærsta tap Rússlands var 7-1 tap gegn Portúgal 13. nóvember 2004? Tékkland Spá Fréttatímans: 2. sæti (detta út í 8-liða úrslitum) Íbúafjöldi: 10,6 milljónir Höfuðborg: Prag Staða á heimslista: 29 Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1976 undir merkjum Tékkóslóvakíu. Annað sæti árið 1996 undir merkjum Tékklands. Stjarna liðsins: Markvörðurinn Petr Cech er einn besti markvörður heims og lykilmaður í tékkneska liðinu. Frægasti leikmaðurinn: Miðjumaðurinn Pavel Nedved var á sínum tíma einn af betri miðjumönnum í heimi og átti frábæran feril í ítalska boltanum – með Juventus og Lazio. Leikir liðsins á EM: Rússland 8. júní, Grikkland 12. júní og Pólland 16. júní. Vissir þú að ... hinn hávaxni Jan Koller er marka- hæsti leikmaður Tékka frá upphafi með 55 mörk í 91 landsleik eða 0,6 mörk að meðaltali í leik? Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 18 fótbolti Helgin 13.-15. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.