Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 18
Léttöl
Léttöl
í Evrópukeppnina 2012
56 dagar
Baráttan í
A-riðli
A-riðillinn á EM í sumar
er sennilega sá sem telst
síst spennandi af riðlunum
fjórum í þeim skilningi að
ekkert stórliða er í honum
og lítið um stórstjörnur.
Ljóst er þó að keppnin
verður grimm í riðlinum
sem telur heimamenn og
þrjá fyrrverandi Evrópu-
meistara. Spá Frétta-
tímans er að Rússar vinni
riðilinn og Tékkar fylgi
þeim áfram í 8-liða úr-
slitin.
Pólland
Spá Fréttatímans: 4. sæti
Íbúafjöldi: 38,5 milljónir
Höfuðborg: Varsjá
Staða á heimslista: 75
Besti árangur á EM: 14. sæti
árið 2008 (eina skiptið sem liðið
hefur tekið þátt í lokakeppni
EM)
Stjarna liðsins: Framherjinn
Robert Lewandowski er einn
mesti markaskorarinn í þýsku
úrvalsdeildinni og sá sem
Pólverjar treysta á að skori mörk.
Frægasti leikmaðurinn: Zbigniew Boniek var einn af bestu fram-
herjum heims, lykilmaður í pólska landsliðinu sem vann brons á
HM á Spáni 1982 sem og Juventus á níunda áratug síðustu aldar.
Boniek var eldfljótur og skotfastur og var valinn einn af 100 bestu
leikmönnum sögunnar af Alþjóða knattspyrnusambandinu.
Leikir liðsins á EM: Grikkland 8. júní, Rússland 12. júní og Tékk-
land 16. júní.
Vissir þú að ... Pólverjar áttu markakóng heimsmeistarakeppn-
innar í Vestur Þýskalandi árið 1974? Þá skoraði Grzegorz Lato sjö
mörk.
Grikkland
Spá Fréttatímans: 3. sæti
Íbúafjöldi: 10,8 milljónir
Höfuðborg: Aþena
Staða á heimslista: 13
Besti árangur á EM: Evrópu-
meistarar 2004
Stjarna liðsins: Miðjumaður-
inn Giorgos Karagounis
hefur verið akkeri á miðju
liðsins undanfarin ár og
þykir sérstaklega góður
skotmaður.
Frægasti leikmaðurinn:
Theodoros Zagorakis var fyrirliði Grikkja á EM 2004 og var valinn
besti leikmaður mótsins. Átti fínan feril á Englandi, Ítalíu og
Grikklandi áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2007.
Leikir liðsins á EM: Pólland
8. júní, Tékkland 12. júní og
Rússland 16. júní.
Vissir þú að ...
Grikkir hafa aldrei tapað
fyrir Tékkum? Í fjórum
leikjum hafa þeir unnið
tvo leiki og gert tvö
jafntefli.
Rússland
Spá Fréttatímans: 1. sæti
(detta út í 8-liða úrslitum)
Íbúafjöldi: 143 milljónir
Höfuðborg: Moskva
Staða á heimslista: 12
Besti árangur á EM:
Evrópumeistarar árið 1960
undir merkjum Sovétríkjanna.
Undanúrslit árið 2008 undir
merkjum Rússlands
Stjarna liðsins: Þótt fram-
herjinn Andrei Arshavin hafi
átt erfitt uppdráttar hjá
Arsenal spilar hann yfirleitt frábærlega með rússneska landsliðinu.
Hann var besti maður liðsins í síðustu Evrópukeppni.
Frægasti leikmaðurinn: Markvörðurinn Lev Yashin er af flestum
talinn vera besti markvörður allra tíma.
Leikir liðsins á EM: Tékkland 8. júní, Pólland 12. júní og Grikkland
16. júní.
Vissir þú að ... stærsta tap Rússlands var 7-1 tap gegn Portúgal
13. nóvember 2004?
Tékkland
Spá Fréttatímans: 2. sæti (detta út í 8-liða úrslitum)
Íbúafjöldi: 10,6 milljónir
Höfuðborg: Prag
Staða á heimslista: 29
Besti árangur á EM: Evrópumeistarar árið 1976 undir
merkjum Tékkóslóvakíu. Annað sæti árið 1996 undir
merkjum Tékklands.
Stjarna liðsins: Markvörðurinn Petr Cech er einn besti
markvörður heims og lykilmaður í tékkneska liðinu.
Frægasti leikmaðurinn: Miðjumaðurinn Pavel Nedved var
á sínum tíma einn af betri miðjumönnum í heimi og átti
frábæran feril í ítalska boltanum – með Juventus og Lazio.
Leikir liðsins á EM: Rússland 8. júní, Grikkland 12. júní og
Pólland 16. júní.
Vissir þú
að ... hinn
hávaxni Jan
Koller er
marka-
hæsti
leikmaður
Tékka frá
upphafi
með 55
mörk í 91
landsleik
eða 0,6
mörk að
meðaltali í
leik?
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
18 fótbolti Helgin 13.-15. apríl 2012