Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 13.04.2012, Blaðsíða 46
Nú hafa lesendur frönsku tískubiblíunnar Vogue, þeir sem ekki hafa frönsku að móðurmáli, talsverðu að fagna en stjórn tímaritsins tilkynnti á dögunum að blaðið verði einnig prentað á ensku í nánustu framtíð. Hingað til hefur blaðið aðeins verið prentað á frönsku og eru þetta því sérlega góðar fréttir fyrir aðdáendur tímaritsins, þeirra sem ekki skilja tungumálið. Nú er bara að vona að ítalska Vogue taki kollega sína í Frakklandi sér til fyrirmyndar og skrifi sitt tímarit jafnframt á ensku. Helgin 13.-15. apríl 201246 tíska Gestapistla- höfundur vikunnar er Birta Ísólfsdóttir fatahönnuður 5 dagar dress Með ein- faldan en fjölbreyti- legan stíl Thelma Haraldsdóttir er 18 ára nemi við Menntaskólanum í Hamrahlíð og starfar samhliða námi í versluninni GS Skóm. „Ég er með mjög einfaldan stíl en á sama tíma er hann fjöl- breyttur,“ segir Thelma þegar hún er spurð út í klæðaval sitt. „Ég er ekki mikið fyrir að velja mér ýkt eða öðruvísi föt og er þetta allt rosa „plein“ held ég. Það fer mjög mikið eftir dög- unum hvernig ég klæðist og þá því hvað dagurinn hefur upp á að bjóða. Stundum nenni ég ekki að hafa mikið fyrir því að gera mig upp, en aðra morgna dunda ég mér og eyði tíma í það.“ Þegar Thelma er spurð afhverju hún klæðir sig eins og hún gerir segir hún helst fólkið í kringum sig hafa þessi áhrif. „Auðvitað er internetið stór hluti af inn- blæstrinum en ætli það séu þó ekki helst bæði vinkonur mínar og annað fólk í kringum mig eru helstu áhrifavaldarnir afhverju ég klæði mig eins og ég geri.“ Saumakonu- misskilningur Mig langar að ræða málefni sem er mér mjög hugleikið og hefur oft komið upp í umræðum við fólk með sömu menntun og ég. Ég er mennt- aður fatahönnuður og fór í það nám til að læra hvernig fatahönnun virkar í raun og veru, til að læra að hanna. Áður en ég fór í þetta nám hafði ég örlítið aðrar hugmyndir um hvað fatahönnun er í raun og veru. Fatahönnuður rannsakar, býr til nýja stíla, hugsar um litasamsetningar, sér heildarmynd fatalínu og mótar nýjar hugmyndir. Alltof margir halda að starf fatahönnuðarins sé einungis það að sauma og hef ég oftar en ekki fengið spurningar eins og: „Hey, ert þú ekki svona fatahönnuður? Getur þú saumað buxur handa mér alveg eins og þessar sem ég er í?“ Eða þetta: „Værir þú til í að sérsauma á mig kjól, ég vil hafa hann svona og svona?“ Svo ég fari nú ekki útí blessaðar saumaviðgerðirnar sem margir halda að ég hafi mikla ánægju af. Ekki það að ég sé ekki fær um að gera þessa hluti, heldur hefði ég þá bara farið í viðeigandi nám og titlað mig saumakonu í símaskránni, væru þetta verkefni sem ég vildi taka að mér. Að sjálfsögðu eru margir ungir hönnuðir sem byrja feril sinn á því að sauma allt sjálfir sem er nátt- úrulega ekkert annað en frábært mál. Ég held að meðal annars þar liggi misskilningurinn um að fatahönnuðir séu saumakonur. Stelur hugmyndum frá hátískuhönnuðum Þriðjudagur Skór: Gs Skór Buxur: Kron Kron Skyrta: Gk Reykjavík Jakki: Topshop Mánudagur Skór: Spúútnik Kjóll: Sautján Peysa: Topshop Hálsmen: Nostalgía Ólétta söngkonan og hönnuðurinn Jessica Simpson halaði inn meira en sem nemur einum milljarði bandaríkjadala á fatalínu sinni á síðasta ári sem eru rúmir 128 milljarðar íslenskra króna. Hún hefur lagt mikið í línuna en nú er komið babb í bátinn – aðrir hátískuhönnuðir hafa sakað söngkonuna fyrir stuld. Skóhönnuðurinn Christian Louboutin er sá síðasti sem hefur látið Jessicu heyra það, en Evangela-sandlarnir hennar eru nákvæm eftirlíking Staratata-sandala sem Louboutin framleiddi á sínum tíma. Lítill sem enginn munur er á skófatnaðinum annar en sá að Louboutin-skórnir eru með rauðum sóla en Jessicu ekki. Söngkonan, og hin nýbakaða móðir, Beyonce hefur heldur betur látið til sín taka í net- heimum. Nú er hægt að fylgjast grannt með lífi hennar á nýju heimasíðunni Beyonce.com ásamt því að skoða myndasíðuna hennar beyonce.tumblr.com þar sem hún setur inn myndir frá sínu daglegu lífi. Einnig stofnaði hún aðgang á sam- skiptavefnum Twitter þar sem hún ætlar að tjá skoðanir sínar daglega. Allar síðurnar voru opnaðar á sama degi og segir hún það löngu tímabært að leyfa aðdáendum að fylgjast með ferðum sínum og fjölskyldu. Byeonce opnar aðdáendum dyrnar Miðvikudagur SKór: Bossanova Buxur: Kron Kron Skyrta: Weekdays Jakki: Weekdays Fimmtudagur Skór: Kúltúr Skyrta: Monki Pels: Amma mín átti hann Föstudagur Skór: GK reykjavík Kóll: Velvet.is Langermabolur: Sautján Toppur: Kúltúr Franska Vogue á ensku Skór Jessicu til hægri og skór Louboutin til vinstri 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.