Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 27.04.2012, Blaðsíða 28
É g er laus við óttann. Ég hræðist ekki meir að deyja úr krabbameini en að lenda fyrir bíl. Ég óttast ekki að deyja úr krabbameini frek- ar en gigtarsjúklingur óttast að deyja úr gigt. Fyrir mér er þetta ekki svona alvarlegt, þótt auðvitað hafi margir dáið úr krabbameini. Það hafa líka margir dáið úr hjartveikissjúkdómum. Ég er ekkert hrædd við að fá hjartaáfall heldur. Ég er óttalaus,“ segir hin 64 ára Hólmfríður Árnadóttir sem greindist með brjóstakrabbamein í janúar í fyrra og valdi að sleppa bæði geisla- og lyfja- meðferð eftir að hafa verið skorin í brjóst og meinið fjarlægt. Hólmfríður situr með kaffibollann milli handa sér á Kaffi Krús á Selfossi, þar sem hún vinnur hálfa vikuna á Skólaskrifstofu Suðurlands. Hinum helmingnum ver hún í talþjálfun barna. Það er ekki kaffi í bollanum hennar heldur te. Hún hefur tekið allt mat- aræðið í gegn. „Ég veit ekki hvort ég sé ákveðin manneskja. Mér finnst það ekki sjálfri. En sjálfsagt fer ég mínar leiðir í því sem ég ætla mér,“ segir hún. Hólm- fríður hefur búið á Sólheimum í Gríms- nesi frá haustinu 2007. Þar býr hún við hliðina á hinum landsþekkta Reyni Pétri Steinunnarsyni og konu hans Hannýju Maríu Haraldsdóttur. Hólm- fríður hefur engin sérstök tengsl við staðinn fyrir utan þau að hún heillaðist af honum eftir að hafa eytt þar degi fyrir nokkrum árum. „Mér fannst gaman að búa í hjarta Reykjavíkur. Flott. En svo var sá kafli búinn. Ég þurfti að fara burt. Það getur vel verið að kaflinn á Sólheimum verði einhvern tímann búinn. En nú líður mér óskaplega vel þar. Hugmyndafræði Antrópósófista, sem stuðst er við á Sólheimum segir að við lifum í sjö ára tímabilum. Það getur því verið að eftir sjö ár kasti ég teningunum að nýju og hugsi; nú langar mig til Los Angeles,“ segir Hólmfríður léttlynd. Valdi að vera sjálf við stýrið „Ég fór á móti straumnum þegar ég flutti upp á Sólheima. Margir héldu þá að ég væri léttgeggjuð og sjálfsagt er ég það, en það er allt í lagi. Hverjum hefði dottið í hug að selja húsið sitt og byggja á stað sem hann hafði svo gott sem aldrei komið á. Ég hafði einu sinni komið þangað áður. Ég talaði bara um þessa ákvörðun við þá sem ég vissi að myndu skilja mig og styðja. Þannig hef ég ef til vill gert í gegnum tíðina. Ég hef ekki talað við fólk sem ég veit að dregur úr mér ef ég hef ætlað mér eitt- hvað.“ Það geislar af henni þar sem hún situr í horni kaffihússins; töff klipping, nýtísku gleraugu og frábær fatastíll. Um hálsinn ber hún viðarkross sem dóttir hennar smíðaði og gaf. Og dóttir hennar hefur fylgt í fótspor hennar og flutt með börn sín tvö í Grímsnesið. Það er ekki að sjá að þessi kona hafi verið skorin vegna brjóstakrabbameins fyrir ári og verið marga mánuði frá vinnu. „Ég hef mikið spáð í þessar óhefð- bundnu aðferðir í öllu mögulegu. Þegar ég greindist í janúar í fyrra þá ákvað ég að taka ábyrgð á þessu krabbameini af fullri alvöru. Ég veit ekki hvort það var meðvituð ákvörðun en ég upplifði það mjög sterkt að ég ætlaði ekki að setja mig í hendur á læknunum og verða áhorfandi. Ég ætlaði að vera við stjórn- völinn,“ segir Hólmfríður. Sigraðist á krabbameini með breyttum lífsstíl Hólmfríður Árnadóttir hikaði ekki við að fara óhefðbundna leið að bata á brjóstakrabbameini þegar hún greindist í janúar í fyrra. „Ég tók málin í mínar hendur,“ segir hún og hunsaði ráðleggingar lækna um lyfjameðferð og geisla eftir fleygskurð í brjóst hennar. Hólmfríður þekkti ferlið vel, því hún fylgdist með baráttu systra sinna við sama mein, lyf og geisla. Eldri systur til bata en yngstu systur sinnar, Önnu Pálínu Árnadóttur vísnasöngkonu, til lífsloka fyrir átta árum. Valdi óhefðbundasta af þeim hefðbundu „Ég var algjörlega ákveðin í því strax að ég ætlaði að fá óhefðbundinn lækni. Mér var sagt að þeir ynnu nú yfirleitt ekki þarna á Landspítalanum en mér var bent á þann sem var óhefðbundnastur – ynd- islegur og góður maður, Helgi Sigurðs- son. Hann hlustaði á mig og skildi mig og skildi hvað ég var að fara og studdi mig í því. Það var mjög flott. Ég fékk ekki á tilfinninguna að það væri verið að þröngva mér ákveðna leið.“ Meðal þess sem Hólmfríður vildi var að bíða með það að fara í skurðaðgerð til að láta fjarlægja meinið. „Oft er konum skellt í það að skera eins og skot. Ég vildi það ekki. Ég horfði á þetta krabbamein út frá því að það væri fyrst og fremst þarna vegna ójafnvægis í líkamanum; að meinið væri eitrun sem hefði safnast upp í langan tíma og að það þyrfti að koma jafnvægi á hann. Það kemur ekkert jafn- vægi á líkamann með því að skera burt,“ segir hún sannfærð. „Þannig að ég vildi fá tíma og læknirinn sagði að það væri sjálfsagt að ég fengi þann tíma sem ég vildi. Við ákváðum að það yrðu að minnsta kosti þrír mánuðir þar til við færum að tala um skurð. Svo ég fór til Indlands – eins og ég hafði skipulagt – í febrúar í fyrra, tveimur vikum eftir að ég greindist. Ég hélt því til streitu og fór. Á Indlandi kem- Það eru alltaf ákveðnir einstaklingar sem draga þig inn í óttann og dramatíkina og næra bæði sjálfa sig og mann sjálfan á óttanum. Ég þurfti að útiloka ákveðið fólk. Framhald á næstu opnu Hólmfríður Árnadóttir tók málin í sínar hendur þegar hún greindist með brjóstakrabbamein. Hún frest- aði skurðaðgerðinni og neitaði að fara í geisla- og lyfjameðferð. Hún breytti um lífsstíl og krabbameinið hefur ekki látið á sér kræla aftur. Mynd/Hari 28 viðtal Helgin 27.-29. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.