Fréttatíminn - 27.04.2012, Side 52
Salmon Fishing in the
Yemen Poster
Sænski leikstjórinn Lasse Hallström
(Chocolat, The Cider House Rules, My Life
as a Dog, What’s Eating Gilbert Grape) er
á vægast sagt áhugaverðum og sérkenni-
legum slóðum í þessari nýjustu mynd sinni
en hér segir frá stangveiðisérfræðingi sem
fenginn er til þess að hjálpa arabískum
sheik við að láta þann draum sinn rætast;
að gera fluguveiði að gjaldgengu sporti
í eyðimörkinni. Hann tekur þetta að
sér og berst eins og spriklandi lax gegn
straumnum til þess að gera hið ómögulega
mögulegt. Ewan McGregor og Emily
Blunt eru í aðalhlutverkum.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.0, Rotten Tom-
atoes: 68%, Metacritic: 58%
Jane Eyre
Bíó Paradís frum-
sýnir nýja breska
bíómynd sem
gerð er eftir hinni
vinsælu örlaga-
sögu Charlotte
Bronte um Jane
Eyre. Einvala lið
leikara kemur
hér við sögu
með Michael
Fassbender
fremstan í flokki
og eru Mia Wasikowska, Jamie Bell og
Judi Dench honum til fulltingis við leikinn.
Jane Eyre ræður sig sem ráðskonu á hið
virðulega herrasetur Thornfield Hall.
Þar kynnist hún herra hússins, hinum
skapþunga, kaldlynda og hranalega
Rochester. Jane verður ástfangin af honum
og hamingjan virðist blasa við en leyndar-
mál ógnar nýfundinni hamingjunni.
Aðrir miðlar: Imdb: 7.4, Rotten Tom-
atoes: 85%, Metacritic: 76%
52 bíó Helgin 27.-29. apríl 2012
The Avengers sAmeinuð sTöndum vér!
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
bíó
Ofurhetjur sameinast
gegn lævísum Loka
O furhetjugallerí Marvel-mynda-sögurisans er sérlega glæsilegt en þann fríða flokk fylla til dæmis
Spiderman, hinn blindi Daredevil og þau
hin stökkbreyttu sem kenna sig við X. Stan
Lee er ættfaðir lífseigustu og skemmtileg-
ustu Marvel-hetjanna og árið 1963 kynnti
hann, ásamt Jack Kirby, The Avengers fyrst
til sögunnar. Í fyrstu var hópurinn skipaður
Iron Man, Þór, Hulk, Ant-Man og Wasp.
Captain America bættist svo við skömmu
síðar eftir að ofurhermaðurinn fannst í ís-
hellu og var látinn þiðna.
Velgengni fyrstu Iron Man-myndarinnar
árið 2008 varð til þess að farið var að huga
að því að smala saman Marvel-hetjum í
risamynd þar sem hetjuhópur deildi sviðinu.
Það lá síðan beinast við að skella í Aven-
gers-mynd þegar á daginn kom að önnur
kvikmyndaver höfðu ekki fest sér réttinn á
hetjunum sem skipa þann flokk en auk Iron
Man voru The Hulk, Thor, Black Widdow,
Hawkeye og Captain America á lausu.
Eðlilegast þótti að leyfa öllum aðalhetj-
unum að stimpla sig inn með mynd í eigin
nafni áður en hópnum væri smalað saman
og á undanförnum árum höfum við því feng-
ið tvær Iron Man-myndir, nýja mynd um
Hulk, hressa mynd um Þór þar sem Loki er
kynntur til leiks sem skúrkur og sköpunar-
saga Captain America liggur einnig fyrir.
Harðjaxlinn Nick Fury, sem Samuel L.
Jackson leikur, heldur utan um þennan
ósamstæða hóp risavaxinna egóa en sem
forstjóri hinnar dularfullu stofnunnar
S.H.I.E.L.D. Stendur hann vörð um fram-
tíð mannkyns þegar utanaðkomandi
ógnir steðja að. Fury hefur dúkkað upp
í lok myndanna um Iron Man, Þór, Hulk
og Captain America svona rétt til þess að
minna áhorfendur og hetjurnar á að þeirra
bíði fjörugur fundur í The Avengers. Og nú
er loksins komið að því og Fury fær að beita
sér af meiri hörku en hingað til og þarf á
öllu sínu að taka til þess að þjappa hetju-
genginu saman gegn Loka, hinum stór-
hættulega hálfbróður Þórs.
FrumsýndAr
Sýningar eru hafnar á heimildarmyndinni
Bully, sem fengið hefur íslenska titilinn
Grimmd: Sögur af einelti. Myndin hefur
vakið mikla athygli og deilur í Bandaríkj-
unum, bæði vegna þess að í henni er einelti
í sinni ömurlegustu mynd fest á filmu og
slengt framan í áhorfendur sem margir
hverjir vita ekki sitt rjúkandi ráð og einnig
vegna þess hversu orðbragðið í myndinni
er ljótt en eineltispúkar ytra eru víst lítið
fyrir að gæta tungu sinnar.
Framleiðandi myndarinnar, Harvey
Weinstein, hefur verið alveg ófáanlegur til
þess að klippa myndina til og milda munn-
söfnuðinn þannig að myndin er bönnuð
innan sextán ára í Bandaríkjunum og sum
kvikmyndahús hafa brugðið á það ráð að
sleppa því að sýna myndina.
Þrátt fyrir óhugnaðinn og beinskeytta
nálgun á ömurlegt samfélagsmeinið sem
einelti er þykir myndin eiga brýnt erindi
og þeir sem mæla með henni telja hana
eiga erindi við gerendur og fórnarlömb
eineltis og ekki síður en þá sem standa
aðgerðarlausir hjá og leyfa ofbeldinu að
grassera. Bully þykir nefnilega hugvekjandi
í ömurleika sínum og er líkleg til þess að
vekja fólk til meðvitundar um hversu djúpt
einelti ristir.
Aðrir miðlar: Imdb: 6.8, Rotten Tom-
atoes: 88%, Metacritic: 74%
Ógeðslegt einelti
Klækjarefurinn Loki ætti að vera flestum Íslendingum sem hlunkast hafa í gegnum skyldunám
vel kunnur en þessi vandræðagemlingur í Ásgarði átti með vélum sínum drjúgan þátt í ógæfunni
sem dundi yfir goðin í Ragnarökum. Í ofurhetjuveislunni The Avengers herjar Loki með hyski sínu
á mannheima og þá dugir ekkert minna en að þjappa saman nokkrum helstu hetjum Marvel-
heimsins til þess að hrinda áhlaupi hins illa.
Tony Stark/
Iron Man
(Robert Downey Jr.)
Hátæknisnillingurinn,
auðmaðurinn og alkó-
hólíseraði glaumgosinn
Tony Stark heldur
hjarta sínu gangandi
með einhvers konar
kjarnakljúfi sem stungið
er í brjóstkassa hans.
Græjan knýr einnig
Iron Man-búninginn
hans sem hann upp-
færir reglulega með
hátæknivopnum en
öflug brynvörnin gerir
hann nánast ósigrandi.
Í góðum gír er hann
stórhættulegur óvinum
sínum en þegar hann
dettur í́ ða er hann
hættulegri sjálfum sér
og umhverfi sínu.
Steve Rogers/
Captain America
(Chris Evans)
Fyrsti „avengerinn“
varð til þegar Steve
Rogers, væskilsleg-
um óbreyttum her-
manni, var breytt í
óttalaust vöðva-
búnt með lyfjagjöf
og tæknikukli.
Hann fór vopn-
aður skildi sínum og
skotvopnum gegn
nasistum en hefur
legið í frosti frá
því fyrir stríðslok.
S.H.I.E.L.D. Er búið
að ná honum úr
klakanum og poppa
hann upp fyrir átök í
breyttum heimi sem
hann áttar sig ekki
alveg á?
Dr. Bruce
Banner/The Hulk
(Mark Ruffalo)
Stórsnjall vísinda-
maður sem varð
fyrir gammageislum
með þeim varanlegu
aukaverkunum að
þegar hann verður
reiður eða æsist um
of tútnar hann út og
breytist í vitstola,
grænan berserk. Í
jötunmóð er hann
hömlulaus og rústar
öllu sem á vegi hans
verður og því betra
að hafa hann með
sér í liði en á móti.
Þór
(Chris Hemsworth)
Þrumuguð okkar
norrænna manna er
nánast óstöðvandi
þegar hann spókar
sig í mannheimum í
fullum herklæðum.
Og á meðan hann
er með hamarinn
góða Mjölni í hendi
er hann stórvara-
samur eins og fjöldi
lemstraðra jötna
getur vottað.
Natasha
Romanoff/Black
Widow
(Scarlett Johansson)
Black Widow er
njósnari og þraut-
þjálfaður leigu-
morðingi sem sinnir
verkefnum fyrir
S.H.I.E.L.D. og þótt
hún búi ekki yfir
neinum ofurkröftum
er hún mikilvægur
meðlimur í Aven-
gers-liðinu og gefur
körlunum í hópnum
ekkert eftir. Hún
sýndi og sannaði
hæfileika sína síðast
í Iron Man 2 þegar
hún stimplaði sig inn
í persónugallerí The
Avengers.
Clint Barton/
Hawkeye
(Jeremy Renner)
Hawkeye er einfari
og eina raunveru-
lega tenging hans
við hópinn er Blac
Widow en þau eiga
það sameiginlegt
að búa ekki yfir
neinum ofurkröftum
og þurfa aðeins að
treysta á hæfileika
sína og þjálfun.
Hawkeye er út-
sendari S.H.I.E.L.D.
Mikill meistari þegar
kemur að bogfimi
og í myndasögunum
er honum lýst sem
hittnasta manni í
heimi.
HEtJurnar
Captain amer-
ica er kominn úr
frosti í slaginn á
21. öldinni og fer
hér yfir málin
með uppfinn-
ingamanninum
og fyllibyttunni
Tony Stark sem
skellir sér í Iron
Man-búninginn
þegar mikið
liggur við.
Aðrir miðlar:
Imdb: 8.9, Rotten
Tomatoes: 97%,
Metacritic: 69%
... sátu við gluggana tæknilúðar tveir
og sendu ógeðslega uppvakninga og
aðra óværu á kannabisreyktan lúða,
ljóshærða lauslætisdrós, gáfumenni,
stæðilegan íþróttamann og góða
stúlku sem kemst eins nálægt því
að vera hrein mey og mögulegt er á
vorum síðustu, verstu og klámvæddu
tímum.
Söguþráður hryllingsmyndarinnar
The Cabin in the Woods er eitthvað
á þessa leið og óneitanlega hljómar
þetta kunnuglega en handritshöfund-
arnir, Joss Whedon og Drew Godd-
ard, bregða hressilega á leik og flippa
ærlega út innan staðlaðs ramma ung-
lingahrollvekjunnar.
Unga fólkið fer saman í óbyggða-
ferð og heldur til í frekar óhugnan-
legum kofa en allt umhverfi hans
bendir til þess að þau séu snarfeig.
Þau brjóta síðan öll boðorð hryllings-
myndanna og gerast réttdræp fyrir
kynlíf, drykkju og fíkniefnaneyslu.
Ljóskan er þannig rétt búin að bera
brjóst sín þegar morðóðar zombíur
rísa upp úr jörðinni og saga af henni
hausinn. Síðan ganga illfyglin á lín-
una, einörð og einbeitt í viðleitni sinni
við að koma unga fólkinu í snatri til
heljar.
Þegar krakkarnir fara að týna töl-
unni hafa þau ekki hugmynd um að
um leið og þau stigu inn í kofaskrifl-
ið gengu þau inn í dauðagildru. Heill
her tæknifólks heldur til neðanjarðar
undir kofanum og sigar á þau upp-
vakningunum og hefur það verkefni
að sjá til þess að þau drepist í réttri
röð. Blóð þeirra sem drepast bunar
síðan niður í iður jarðar til þess að
friða þar forna og brjálaða guði sem
munu rísa upp og rústa heiminum fái
þeir ekki sín ungu fórnardýr reglu-
lega.
Sagan er alveg snarklikkuð en í
raun samt ekkert bilaðri en gengur
gerist í unglingahryllingi. Styrkur
The Cabin in the Woods liggur ekki
síst í því að hún tekur sig ekki alvar-
lega sem felur samt í sér ákveðna
þversögn þar sem sú hryllingsmynd
sem tekur sig alvarlega hlýtur alltaf
að verða hallærislegri og hlægilegri
en sú sem er meðvituð um eigin hall-
ærisgang. Skiptir ekki máli. Þetta er
fyndin mynd og ógeðslega skemmti-
leg – með sérstakri áherslu á orðið
ógeðslega.
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Bíódómur The CABin in The WOOds
Í skóginum stóð kofi einn ...