Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 30.03.2012, Blaðsíða 6
TV OF THE YEAR PANASONIC TXP42GT30 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT REYKJAVÍKURSVÆÐIÐ: Hagkaup, Smáralind. VESTURLAND: Hljómsýn, Akranesi. Hagkaup, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Hrannarbúðin Grundarfirði. Skipavík, Stykkishólmi. VESTFIRÐIR: Verslunin Ranglátur, Tálknafirði. Fjölval, Patreksfirði. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Drangsnesi. Snerpa Ísafirði. NORÐURLAND: KF Steingrímsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetninga, Hvammstanga. Smárabær, Blönduósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Valberg, Ólafsfirði. SR Byggingavörur, Siglufirði. Hagkaup, Akureyri. Heimilistæki, Akureyri. Víkurraf, Húsavík. AUSTURLAND: Tölvulistinn, Egilsstöðum, Kauptún, Vopnafirði. Nettó, Höfn Hornafirði. SUÐURLAND: Mosfell, Hellu. Fossraf, Selfossi. Geisli, Vestmannaeyjum. REYKJANES: Tölvuþjónusta Benna, Grindavík. Heimilistæki, Reykjanesbæ. Hagkaup, Njarðvík. STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is Panasonic TXP42GT30 • Hágæða THX NeoPlasma sjónvarp • Full HD Active 3D • Infinite Black Pro skerpa 5.000.000:1 • Svartími 0.001 msek. • Viera Connect Nettenging • Innbyggður gervihnattamóttakari • 3 USB tengi og 4 HDMI tengi • Eitt með öllu á rugl verði AVATAR 3D Blu-Ray FYLGIR MEÐ! SKERPA 5.000.000:1 600Hz FULL HD 1920x1080p Wi-fi READY 3D 199.990 Þ að lítur út fyrir að við náum að koma þeim að sem fædd eru að vori 2010,“ segir Guð-rún Sólveig Vignisdóttir, leik- skólastjóri á Rauðhól; nýtt hús og börn- unum fjölgar um fimmtíu. Þrátt fyrir að þau verði 200 í stærsta leikskóla landsins frá sumrinu næst ekki að tæma biðlista á leikskóla í Norðlinga- holti. Engin tveggja ára börn eru þó án leikskólapláss í hverfinu því þau fá vist í Árbæ eða öðrum hverfum. Guðrún ætlar ekki að slá af kröfum í leikskólastarfinu þrátt fyrir stærð leikskólans og hlakkar til að takast á við verkefnið. Hver eining verður sjálf- stæðari, hver kennari fær meiri ábyrgð og valdinu verður dreift: „Ég lít svo á að allir starfsmenn séu lykilstarfsmenn sem þurfi að takast á við ögrandi verk- efni og hafa hlutverk.“ Persónuleg tengsl milli leikskólans og foreldra verða sett á oddinn, því Guðrún ákveðna hættu á að þau fari milli stafs og hurðar sé ekki sérstaklega hugað að þeim í svona stórum skóla. Hún ásamt aðstoðarleikskólastjór- anum fóru til Svíþjóðar og kynntu sér sambærilega leikskóla þar ytra. „Svíum hefur ekki alltaf gengið vel að stækka leikskólana sína og hafa jafnvel orðið að snúa til baka eftir ákveðinn tíma,“ segir hún: „En við búum svo vel að að stækkunin hér felst ekki í því að steypa saman tveimur eða fleiri leikskólum, sem hafa skapa sér sína menningu, heldur bæta við það sem fyrir er. Þetta verkefni verður krefjandi og spenn- andi fyrir okkur öll; börn, foreldra og kennara.“ Tvö hundruð börn á stærsta leikskóla landsins  Rauðhóll GuðRún SólveiG viGniSdóttiR Með vorinu fjölgar börnum á leikskólanum Rauðhóli í Norðlinga- holti um fimmtíu. Hvergi á landinu verða jafnmörg börn á sama leikskóla. Leikskólastjórinn hlakkar til að takast á við verkefnið og segir áherslu verða setta á persónuleg tengsl við foreldrana. Guðrún Sólveig með börnum sínum á Rauðhól í Norðlingaholti. Ljósmynd/Hari Regnbogar, ævintýri og skógarlundur Yngstu börnin verða á regnboga- deildum, sem einkennd eru með litum, en þau eldri á deildum sem tengjast ævintýrum. Björnslundur verður sameigin- legur vettvangur allra. „Hugmyndafræði okkar byggir í grunninn á kenningum John Dewy en við höfum einnig lagt áherslu á að láta skólastarfið ekki snúast í kringum klukkuna. Heldur reynum að fara á hugar- flug með börnunum. Við litum þegar það á við en ærslumst þegar stemningin er þannig. Það má því segja að við lesum börnin,“ segir Guðrún Sólveig Vignisdóttir leikskólastjóri. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Gjaldþrotum fækkar Alls voru 106 fyrirtæki tekin til gjald- þrotaskipta í febrúar. Þeim fækkar um tæplega fimmtung frá sama mánuði fyrra árs þegar þau voru 131, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Fyrstu tvo mánuði ársins hafa samtals 195 fyrirtæki verið tekin til gjaldþrotaskipta og eru það fækkun um 14% frá sama tímabili fyrra árs. Það sem af er ári hafa gjaldþrot verið algengust í fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en fyrirtæki í þeim geira hafa verið hvað viðkvæmust fyrir kreppunni og hafa 940 fyrirtæki í byggingariðnaði lagt upp laupana frá því í október 2008. Þetta er tæpur fjórð- ungur allra gjaldþrota á tímabilinu. Það sem af er ári hafa gjaldþrot verið næst algengust meðal fyrirtækja í fasteignaviðskiptum. - jh Rúmlega 2,1 milljarðs tilboð í vega- lagningu vestra Ingileifur Jónsson ehf. átti lægsta tilboð, tæplega 2.154 milljónir króna, í vega- lagningu á Vestfjarðavegi, kaflann frá Eiði að Þverá á mótum Austur- og Vestur- Barðastrandarsýslu, að því er fram kemur í tilkynningu Vegagerðarinnar. Suðurverk hf. átti næstlægsta tilboðið, tæplega 2.487 milljónir króna. Ístak hf. kom þar á eftir með tæplega 3.187 milljónir króna. ÍAV hf. bauð ríflega 3.191 milljón og Jáverk hf./Hagtak hf. bauð nærri 3.716 milljónir króna. Um er að ræða endur- og nýlögn á 15,88 km kafla og smíði tveggja brúa á þeim kafla; 160 metra brú á Mjóafirði og 117 metra brú á Kjálkafirði. -jh/Ljósmynd Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar Gengi krónunnar lækkar enn Töluverð lækkun varð á gengi krónunnar í vikubyrjun en hjá Greiningu Íslandsbanka kemur fram að um sé að ræða framhald þeirrar þróunar sem var í síðustu viku, þótt gengislækkunin hafi verið meiri en raunin var að jafnaði í vikunni á undan. Á vikutímabilinu nemur lækkunin 1,1%. Gengi krónunnar hefur ekki verið svo lágt miðað við gengisvísitölu í tæp tvö ár, eða síðan seint í apríl árið 2010. „Þessa veikingu krónunnar,“ segir Greiningin, „má í raun ekki rekja til neinnar ákveðinnar myntar, sé tekið mið af helstu viðskipta- myntum hennar, þar sem krónan var að veikjast gagnvart þeim öllum.“ -jh Aukin svartsýni Íslendingar voru heldur þungir á brún í mars og mun svartsýnni en verið hefur undanfarna mánuði varðandi aðstæður í efnahags- og atvinnumálum í nútíð og framtíð. Þetta má ráða af væntingavísitölu Capacent Gallup sem birt var á þriðjudag en hún lækkaði um 11 stig frá fyrri mánuði og mælist nú 65,7 stig. Þessi þróun stingur töluvert í stúf við þróun síðustu mánaða en vísitalan hefur hækkað sam- fellt síðan í nóvember síðast- liðnum. Þegar væntingavísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neikvæðir en hún hefur verið það allt frá því í febrúar 2008. -jh Fyrstu dauðaslysin í umferðinni í ár Tveir menn létust, sinn í hvoru umferðarslysinu síðustu daga. Það eru fyrstu dauðaslysin í umferðinni í ár. Knútur Trausti Hjálmarsson, fæddur 1988, lést er bifreið sem hann ók valt á Hrútafjarðarhálsi síðastliðinn föstudag. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá lést Hans Ágúst Guðmundsson, 25 ára og búsettur á Akureyri, er árekstur varð á Ólafsfjarðarvegi við Krossá milli sendiferðabifreiðar sem hann ók og vöruflutningabifreiðar. Hans Ágúst lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn. -jh Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 12. tbl. 18. árg. nr. 544 14. júní 2010 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: vai@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Fyrirhuguð útboð eru kynnt, útboðsauglýsingar eru birtar og greint er frá niðurstöðum og samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofnuninni og talið er að eigi erindi til verktaka . Útgáfa er óregluleg og nokkrar vikur geta liðið milli tölublaða. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjölmiðlar. og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 12. tbl. /10 Vestfjarðavegur (60) í Mjóafirði. Nú er unnið að mati á umhverfisáhrifum vegna endurbóta á þessum vegi. Þann 24. maí auglýsti Vegagerðin drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði í sveitarfélögunum Reykhólahreppi og Vesturbyggð. Drög að tillögu að matsáætlun voru kynnt á vegagerdin.is, samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Almenningur gat gert athugasemdir við áætlunina og var athugasemdafrestur í tvær vikur eða til 7. júní 2010. Hér eru birt efni úr drögunum en höfundar eru Helga Aðal­ geirsdóttir og Kristján Kristjánsson. Kaflarnir eru mikið styttir, fyrirsögnum breytt og efnið lagað að þessari birtingu. Framkvæmd Fyrirhuguð er framkvæmd á Vestfjarðavegi milli Eiðis í Vatt­ arfirði og Þverár í Kjálkafirði við norðanverðan Breiðafjörð. Framkvæmdin er í tveimur sveitarfélögum, Reykhólahreppi í Austur­Barðastrandarsýslu og Vesturbyggð í Vestur­Barða­ Vestfjarðavegur (60) milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, drög að tillögu að matsáætlun strandarsýslu. Um er að ræða nýjan og endurbyggðan veg frá Eiði í Vattarfirði, um Kerlingarfjörð og Mjóafjörð að Þverá í Kjálkafirði. Núverandi vegur er 24,2 km langur en nýr vegur verður 19,1 eða 16,1 km langur, háð leiðarvali í Mjóafirði. Skoðaðar hafa verið tvær leiðir, veglína A og veglína B í Mjóafirði. Nýlagning vegna veglínu A er 8,8 km en nýlagning vegna veglínu B er 8 km. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Vest­ fjörðum. Óvíst er hvenær ráðist verð r í framkvæmdina þar sem óvissa ríkir um fjárveitingar til vegamála en gera má ráð fyrir að hún taki tvö ár. Vegagerðin kannaði matsskyldu framkvæmdarinnar í janúar 2009. Niðurstaða Skipulagsstofnunar sem barst 27. mars 2009 var að fyrirhuguð framkvæmd kunni að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli því háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar var kærð 6 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.