Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 8

Fréttatíminn - 30.03.2012, Síða 8
S veitarfélögin eiga ekki að kveinka sér undan hertum kröfum og eftir-liti hvað fjáhagsleg málefni varð- ar. Það er hins vegar bæði ófaglegt og óeðlilegt af stjórnvöldum að setja sveitar- félögum reglur um hvaða skuldbindingar þau eiga að telja fram í reikningum sínum og hvernig þær skuli reiknaðar, en gera svo ekki sett upp sitt bókhald í samræmi við þessar reglur,“ segir Elliði Vignis- son, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við Fréttatímann. Hann segir það undarlegt að ríkið skuli fara á svig við það laga- og rekstrarumhverfi sem það býr sveitarfélögunum. „Það er ástæða til að skoða sérstak- lega hvernig lífeyrisskuldbindingar hins opinbera eru færðar til bóka. Þannig hagar nefnilega til að sveitarfélögum er skylt, samkvæmt lögum, að telja fram áætlaðar lífeyrisskuldbindingar í bókum sínum, sem þau og gera. Ríkið hefur þannig út- listað ná- kvæmlega hvernig standa skuli að útreikningi á þessum áætluðu lífeyris- skuldbind- ingum. Slíkt er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að ríkið sjálft fer ekki eftir því sem það ætlar sveitarfélögunum að gera. Þvert á móti tók ríkið ákvörðun um að telja ekki fram 47 milljarða króna áætlaða lífeyris- skuldbindingu í efnahagsreikningi. Þar er svo sem um að ræða aðferð sem vel er þekkt frá Grikklandi. Afleiðingar þeirrar aðferðafræði er einnig þekkt,“ segir Elliði og gefur lítið fyrir þau svör Steingríms J. Sigfússonar að ekki sé hægt að setja líf- eyrisskuldbindingar inn í ríkisreikninga þar sem ekki sé vitað hversu há sú upp- hæð verði sem komi til greiðslu og því sé vandasamt að ákveða hvernig eigi að bókfæra hana. „Það er sannarlega rétt hjá ráðherra að ómögulegt er að segja nákvæmlega til um hvaða upphæð mun koma til greiðslu, en því er nákvæmlega eins farið með lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaga,“ segir Elliði og spyr í fram- haldinu: „Hvernig er hægt að krefjast þess af okkur að við setjum lífeyrisskuldbind- ingar inn í efnahagsreikning á sama tíma og ríkið segist ekki geta það?“ Í Fréttatímanum fyrir viku var listi yfir þau sveitarfélög sem skulda mest á hvern íbúa. Þar var Vestmannaeyjabær á lista með skuldir upp á tæplega 1,2 milljónir á hvern íbúa. Elliði segir að þessi tala ein og sér gefi villandi mynd af stöðu bæjarins. „Réttilega kemur fram að skuldir á hvern íbúa í Vestmannaeyjum séu tæplega 1,2 milljónir. Ein og sér vekur sú tala ugg. Sé hins vegar horft á eignarhlið efnahags- reikninsg bæjarins kemur í ljós að heildar- eignir á hvern íbúa eru rúmar 2,2 milljón- ir, þar af eru veltufjármunir 1,046 milljónir á hvern íbúa og handbært fé bæjarins 828 þúsund á hvern íbúa. Vestmannaeyjabær fer því langleiðina með að eiga reiðufé fyrir skuldum sínum og skuldbindingum. Nettóskuldastaða veldur því ekki rekstr- arerfiðleikum; þvert á móti sýnir hún hversu góð staða Vestmannaeyjabæjar er,“ segir Elliði og bætir því við að menn verði að skoða hvers eðlis skuldirnar eru. „Ef litið er til samsetningar skulda og skuldbindinga á hvern íbúa sést að af þessum 1,2 milljónum á hvern íbúa eru einungis 138 þúsund krónur vaxta- berandi skuldir við fjármálastofnanir. Rúmlega 461 þúsund krónur af þessari upphæð eru tilkomnar vegna áætlaðra leiguskuldbindinga. Stærsti hluti heildar- skuldar og skuldbindinga á hvern íbúa hjá Vestmannaeyjabæ er áætlaðar lífeyris- skuldbindingar upp á tæpar 525 þúsund krónur á hvern íbúa. Öllum má ljós vera sá munur sem er á því að skulda í banka og vera með leigusamning eða lífeyrisskuld- bindingu. Þessum mun er því mikilvægt að halda til haga,“ segir Elliði. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Tekjur lægri en jafnari Tekjur Íslendinga eru nú jafnari en þær hafa verið síðustu ár, samkvæmt niðurstöðum lífs- kjararannsóknar Hagstofunnar, þ.e. tekjurnar jafnast út í þá átt að þær minnka í öllum hópum. Mest lækka ráðstöfunartekjur hjá þeim sem hæstar höfðu tekjurnar en minna í öðrum hópum. Meðal ráðstöfunartekjur þeirra sem tilheyrðu hæsta tekjufimmtungi á föstu verðlagi ársins 2010, miðað við vísitölu neysluverðs, voru 651.600 krónur árið 2007 en 474.100 krónur árið 2011 og hafa dregist saman um 177 þúsund krónur. Meðaltekjur þess fimmtungs sem hefur lægstu tekj- urnar hafa á sama tímabili dregist saman um 22.500 krónur og voru meðaltekjur 143.200 krónur á síðasta ári. Í mið-fimmtungi hafa tekjur dregist saman um 37.400 krónur í að vera 256.500 krónur á síðasta ári. -jh Vegleg bókagjöf Náttúrufræðistofa Kópavogs fékk fyrr í vetur gefins veglegan bóka- og tímarita- kost frá vatnalíffræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Bóka- og tímaritakosturinn er nú aðgengilegur í bókasafns- kerfinu Gegni. Gjöfin saman- stendur af handbókum og al- þjóðlegum tímaritum á sviði vatnalíffræði en á því stundar Náttúrufræðistofan einkum rannsóknir. Frumkvæði að gjöfinni átti Pétur M. Jónasson, fyrrverandi prófessor við Hafnarháskóla og forstöðu- maður vatnalíffræðideildarinnar, en hann er kunnur fyrir rannsóknarstörf í Mývatni og Þingvallavatni. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúrufræðistofunnar, veitti gjöfinni viðtöku, að því er fram kemur í tilkynningu Kópavogskaupstaðar. Verkin eru ekki til útláns en hægt er að fá eintök til láns innanhúss og nota á staðnum. -jh Hvernig er hægt að krefjast þess af okkur að við setjum lífeyris- skuldbindingar inn í efnahags- reikning á sama tíma og ríkið segist ekki geta það?  LífeyriSSkuLdbindingar ríki og SveitarféLög Segir ríkið fara á svig við eigin reglur Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum furðar sig á því að ríkið skuli setja sveitarfélögum stífar reglur varðandi það hvernig lífeyrisskuldbindingar eru taldar fram í ársreikningum en sleppi sjálft 47 milljarða lífeyrisskuldbindingum í sínum ársreikningum. Elliði Vignisson, bæjar- stjóri Vestmannaeyja- bæjar. HESTAR OG HAF Upplifðu íslenskt ævintýri á sjó og landi með hópnum þínum. Hestaferð frá Hafnarfirði, sjóstöng frá Reykjavik, grill og gleði. Hestamannapolkinn og sjómannavalsinn sameinast í rífandi stemningu! SÉRFERÐIR Frekari upplýsingar fást með tölvupósti á info@ishestar.is og info@serferdir.is eða í símum 777 0088 / 555 7000. Minnum á gómsæta páskabrunch-inn okkar og hlökkum til að sjá ykkur um páskana 8 fréttir Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.