Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 22
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Sérfræðingar Öryggismiðstöðvarinnar kynna nýjar vörur, hjúkrunarrúm
og rafskutlur. Iðjuþjálfi verður á staðnum og veitir ráðgjöf.
Allir velkomnir.
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 121020
Opið hús
hjá Öryggismiðstöðinni, Askalind 1,
í dag, föstudaginn 30. mars, kl. 9–17
V alur Óskarsson trúir því að hann hafi fundið orsök þess að hann hefur glímt við al-
varlegt þunglyndi eins og móðir
hans gerði einnig síðustu misseri
lífs síns. Valur var þá kennsluráð-
gjafi um tölvur og tölvunotkun hjá
Reykjavíkurborg. Hann hneig út af
þegar hann kom heim úr vinnu og
glímdi við minnimáttarkennd og
örvæntingu yfir því að geta ekkert
gert fyrir móður sína. „En mig lang-
aði.“ Þunglyndið dró úr honum alla
orku. „Ég var gjörsamlega búinn.“
Valur, sem einnig hefur starfað
sem skólastjóri Laugaskóla í Döl-
um, yfirkennari Selásskóla og skóla-
stjóri Hamraskóla í Grafarvogi og
loks tölvuumsjónarmaður í Borga-
og Rimaskóla, leitaði til fyrrum
starfsfélaga í Samtökum líffræði-
kennara – enda hafði hann kennt líf-
fræði. Þeir geymdu fyrir hann gögn
þegar hann fór að leita að orsökum
veikinda sinna.
„Ég vissi allan tímann að félagar
mínir voru að reyna að rífa mig upp
og hjálpa mér. Í þrjú ár köstuðum
við á milli okkar hugmyndum. Ég
hélt að ég hefði rambað á eitthvað
sem hjálpaði aðeins mér, en nú trúi
ég að þetta ráð gagnist líka öðrum.“
Valur bar saman einkenni sjúk-
dóma og fyrir tilviljun varð honum
litið á lýsingar sykursýki og þung-
lyndis á svipuðum tíma. Hann hélt
að hann hefði gert mistök og væri
að tvílesa sama textann.
Einkennin voru í megin-
atriðum eins; fyrir utan
þorsta sykursjúkra.
Frumur án glúkósa
„Sykursjúkir veikjast
vegna þess að insúlín
kemur ekki glúkós -
anum í frumurnar. Ef
sykursjúkir verða veikir
vegna þess að frumur
þeirra vantar næringu,
hlýtur það sama að gilda
um þunglynda,“ sagði
hann við sjálfan sig og
hélt vangaveltum sínum
áfram. „Hvað gerist á
spítala þegar fólk kem-
ur veikt inn? Læknar
hengja upp poka með
einu næringunni sem
frumurnar vilja; glúk-
ósa.“
Hann velti þessu fyrir
sér þar til eitt kvöldið að
hann fékk eina af nokkr-
um hugljómunum sínum. Þetta voru
skondnar hugsanir, sem tengdust
jafnvel pitsusendlum sem báru
í hann mat, og fengu hann til að
hugsa um upptöku frumna á glúk-
ósa: „Það er ekki sendillinn/insúl-
ínið sem skiptir máli. Ef hann kæmi
án matarins/glúkósans væri ekkert
gagn að honum. Þannig vil ég skýra
þetta út,“ segir þessi fyrrum grunn-
skólakennari á einföldu
máli. „Og ef ég einfalda
þetta enn: Ef sykursjúkir
væru með glás af insúlíni
en engan mat; batnaði
þeim þá? Nei.“
Frétt um að önnur
vatnsæðin í dælukerfi
Siglfirðinga væri biluð
leiddi hann áfram að
lausn sinni: „Auðvitað,
það eru tvær dælur í lík-
amanum. Að sjálfsögðu
getur önnur þeirra, jafn-
vel báðar, bilað. Og það
átti ég að vita því ég hafði
legið á spítala því önnur
dælan bilaði,“ segir hann.
„Ég lá á spítalanum í
þrjár vikur árið 1995 af
því að þarmatoturnar
hættu að virka. Það heit-
ir þarmalömun,“ segir
hann. „Ég borðaði ekki
snitti í þrjár vikur.“ Nið-
urstaða læknanna var að
dæla öllu úr görnunum.
„En jafnframt var ég alltaf með nær-
ingu í æð og glúkósinn fór því fram
hjá þarmakerfinu. Eftir þessar þrjár
vikur sögðu þeir mér að meltingar-
vegurinn væri að lagast.“
Kornsírópið lamar
Eins og margir þekkja getur glú-
ten skaðað þarmatoturnar og Valur
telur að þær geti orðið hálfóvirkar
af öðrum efnum, en þær gegna sínu
hlutverki við frásog úr fæðunni.
„Það virðist vera sem efni stoppi
frásogið og manni líði því stundum
vel og stundum illa. Ég tel að ég
hafi fundið efnið sem hefur þessi
áhrif.“
Það var tilviljun að Valur ramb-
aði á efnið fyrir aðeins tveimur
mánuðum. Þá fannst honum hann
fá staðfestingu á því hvers vegna
hann veiktist hastarlega, í tvígang,
eftir ferð með barnabörnum sínum
í berjamó. Hann tíndi upp í sig ber
og varð veikur. „Mér leið svo illa
og hugsaði: Það getur ekki verið
slæmt að borða ber. Síðan hefur
mér fundist margt benda til þess.“
Í greininni sem kom Val á sporið
svarar Yrsa B. Löve ofnæmislæknir
því á mbl.is hvort agave-sýróp sé
hollara en sykur. „Hún segir fólki
að fara að passa sig á frúktósa/
ávaxtasykri,“ segir hann. „Hún
segir að frúktósi sé álíka svakaleg-
ur fyrir lifrina og alkóhól. Lifrin búi
til litlar fitusameindir úr frúktós-
anum og geti valdið fitulifur. Hún
bendir á kornsíróp og að það lækki
insúlín í blóði. Ég hafði þá lengi velt
því fyrir mér hvort þetta efni gæti
verið HFCS eða High fructose corn
syrup.“ Kornsíróp ser víða í unn-
inni fæðu.
En hvernig læknaðist Valur af
þunglyndinu? Hann hefur útbúið
drykk; engan nýaldardrykk held-
ur afsprengi gamals húsráðs sem
hann fékk hjá starfsmanni geð-
deildar þegar hann lá þar inni.
Hann hellir sjóðandi vatni yfir 1/4
bolla af nýmjólk en aukalega bætir
hann í hana rétt framan á teskeið af
þrúgusykri og drekkur hægt.
Að undanförnu hefur Valur próf-
að drykkinn til. Hann hefur komist
að því að það er ekki sama hvenær
hann neytir drykkjarins. „Gera
þarf ráð fyrir að eitthvert efni sem
lamar þarmatoturnar sé í kvöld-
matnum. Þegar það fer fram hjá
lagast toturnar aftur. Þá er hægt
að drekka drykkinn og glúkósinn,
sem frumurnar þurfa, kemst á leið-
arenda.“
Fastar frá kvöldmat
Nú fastar Valur frá kvöldmat og
vaknar upp klukkan þrjú á nótt-
inni til að drekka drykkinn. „En
það má ekki klikka á því að gefa
honum góðan frið til að virka.“ Val-
ur segir að hjá sér taki það fjórar
klukkustundir.
Á fimm sólarhringum var hann
orðinn góður. Baugarnir, sem
prýddu hann lítið, hurfu. „Síðan
gerðist nokkuð ótrúlegt. Ég fann
fyrir tilfinningum,“ segir hann.
„Ég hafði síðustu fimm ár verið
að taka lyf sem heitir Venlafaxin.
Margir segja að það sé ekki hægt
að venja sig af því, fráhvarfsein-
kennin séu svo mikil. Eftir viku á
drykknum ákvað ég að sleppa því
og fara í vinnuna. Ég fann engan
mun. Ég væri að ljúga ef ég segð-
ist ekki hafa fundið mun á fjórða
degi,“ segir hann.
„Þegar mínar gömlu, þreyttu og
bólgnu frumur fóru að taka við sér
aftur, fylgdi því töluverður sárs-
auki. Einfaldast er því væntanlega
að nota verkjalyf á meðan þetta
gengur yfir.“
Valur var á tvenns konar þung-
lyndis- og kvíðastillandi lyfjum en
er hættur á báðum. „Ég var 94 kíló
fyrir mánuði. Ég er 81 kíló í dag.
Samt fór ég að borða tvöfalt. Það er
einföld skýring á þessu. Ef frumur
hafa ekki fengið næringu þá hætta
þær að virka. Á meðan safnar lifrin
til mögru áranna. Nú þegar frum-
urnar fá aftur næringu batnar þeim
og lifrin sækir það sem hún hefur
geymt. Þar sem ég vissi þetta gat
ég verið rólegur yfir þyngdartap-
inu. Ég væri ekki veikur. Ég væri
að læknast,“ segir hann.
„Þetta tókst mér fyrir barnabörn-
in, fyrir mömmu gömlu. Eins og
staðan er núna er ég bara að vinna
með þetta gamla húsráð. En í fram-
tíðinni vonast ég til að fundnar
verði aðrar leiðir svo að fólk þurfi
ekki að vakna upp á nóttinni.“
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
Framhald á næstu opnu.
„Ég læknaði sjálfan mig“
Líffræðingurinn Valur Óskarsson gróf í þekkingarbrunn sinn og fann það sem honum finnst skýra ástæðu þunglyndis sem hann
hefur glímt við í þónokkur ár. Leiðin að lausninni er ævintýralega einföld. Kannski of góð til að vera sönn? Niðurstaðan er þó mikil
framför í lífi Vals. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir hlustaði á hann.
Valur Óskarsson læknaði sjálfan sig af þunglyndi. Mynd/Hari
Á fimm
sólarhring-
um var
hann orðinn
góður.
Baugarnir,
sem prýddu
hann lítið,
hurfu.
22 úttekt Helgin 30. mars-1. apríl 2012