Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 34
B íóáhuginn hefur fylgt Óskari frá í bernsku og hann segist eiga nokkuð dæmigerða sögu fyrir kvikmynda-
áhugamann á hans aldri. „Ég á mér mjög
mjög klassíska sögu og fyrsta myndin sem
ég man eftir að hafa séð í bíó er Star Wars.
Þetta er svona gangandi klisja og ég byrjaði
að gera stuttmyndir þegar ég var unglingur,“
segir Óskar.
Svartur á leik sýnir svo ekki verður um
villst að glæpir eru efniviður sem leikur í
höndum hans og því má spyrja hvort hann
hyggist sérhæfa sig í myndum af þessu tagi?
„Draumurinn er að geta gert alls konar
ólíkar myndir og flakka á milli kvikmynda-
greina en ef ég þyrfti að velja einhverja eina
þá myndi ég velja þrillera eða eitthvað svoleið-
is. Það sem er gott við akkúrat þessa grein er
að maður getur laumað inn smá húmor líka
og getur leyft sér að skemmta svolítið um
leið. Ég hef gaman að því og þar liggur ástæð-
an fyrir því að ég vildi gera þessa sem mína
fyrstu mynd. Ég elska þessa kvikmyndagrein
og er svolítið á heimavelli þarna.“
Þegar talið berst að kvikmyndaleikstjórum
sem Óskar horfir til sem fyrirmynda að ein-
hverju leyti nefnir hann til sögunnar kappa
sem hafa haft fjölbreytni í verkefnavali að
leiðarljósi. „Þeir eru ofboðslega margir en
sem leikstjóri heillast ég af þeim sem eiga
ólíkar myndir á ferilsskrá sinni, flakka á milli
greina, eru afkastamiklir og fara fumlaust
á milli kvikmyndagreina. Menn eins og
Steven Soderbergh, Michael Winterbottom
eða Danny Boyle og David Fincher að ein-
hverju leyti. Allir þessir leikstjórar eru mjög
fjölbreyttir og Soderbergh, til dæmis, þegar
hann gerir Ocean´s 11 þá einhvern veginn
gerir hann myndir af þessu tagi betur en aðr-
ir. Ég er hrifinn af þessu og þeir eru kannski
eiginlega fyrirmyndirnar. Annars er ég alæta
á kvikmyndir.“
Svartur kallar
Óskar hélt til náms í New York University
í Bandaríkjunum árið 2001 og birtist nú
skyndilega eins og skrattinn úr sauðarlegg-
num með þessa mögnuðu glæpamynd án
þess að fólk áttaði sig almennilega á því
hvaðan þessi hæfileikaríki leikstjóri komi.
Hann á þó að baki farsælan feril sem auglýs-
ingaleikstjóri hér heima en áður en hann hélt
utan rak hann framleiðslufyrirtækið Þeir
tveir með Gunnari Birni Guðmundssyni sem
hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndirnar
Astrópía og Gauragangur að ógleymdum
hinum hárbeittu áramótaskaupum síðustu
ára. „Ég ílengdist í Bandaríkjunum meðal
annars vegna þess að Hulda, konan mín, var í
doktorsnámi.“
Síðan kallaði Svartur á hann og hjónin
fluttu aftur heim. „Við fluttum heim 2009
þegar við vorum komnir með munnlegt vil-
yrði fyrir myndinni en síðan fór allt í óvissu
hjá Kvikmyndamiðstöðinni, þetta frestaðist
og við vorum eiginlega í limbói í hálft ár.
Þurftum að gera nýja umsókn og þetta leit nú
ekki vel út á tímabili.“
Framleiðslufyrirtækin ZikZak og Filmus
tryggðu sér kvikmyndaréttinn á Svartur
á leik nánast um leið og bókin kom út árið
2004. „Ég var í heimsókn hérna um jólin þeg-
ar bókin kom út og heyrði eitthvað af þessu.
Ef ég man rétt þá sendu þeir mér bókina
fljótlega upp úr því. Bara svona til að kíkja á.
Ég las hana og varð strax ótrúlega hrifinn af
þessu og mjög áfram um að fá að gera þessa
mynd. Ég hafði bara gert einhverjar stutt-
myndir á þeim tíma en skrifaði strax mína
sýn á þetta í nokkurra blaðsíðna skjali þar
sem ég útlistaði hvernig mér finndist að þessi
bíómynd ætti að vera. Í framhaldinu fékk ég
verkefnið og 2006 byrjaði ég að vinna í fyrstu
handritsdrögunum. Ég vann svo bara í þessu
í og með næstu árin. Á bókasöfnum í Brook-
lyn og eitthvað þannig.“
Óskar er farinn með Svartur á leik á kvik-
myndahátíðina í Hong Kong og þaðan liggur
leiðin til Los Angeles. „Ég er með umboðs-
mann þar og það stóð alltaf til að ég færi
þangað um tíma þegar ég væri búinn að
frumsýna. Bæði er áhugi fyrir myndinni
þar og svo ætla ég að kynna önnur verkefni.
Þetta eru að einhverju leyti leifar frá því að
ég bjó úti og svona og ég sló bara þessum
ferðum saman.“
Óskar á leik
Óskar segir athyglina sem Svartur á leik hef-
ur fengið tvímælalaust hafa styrkt stöðu hans
í kvikmyndabransanum til mikilla muna.
„Það er ekki spurning og maður finnur að
það er allt í einu kominn rosalegur áhugi.
Það er stórt skref fyrir mig að hafa klárað
mína fyrstu mynd. Risamál bara og ég held
að fyrsta mynd sé erfiðasti hjallinn.“ Óskar
segir þau hjónin una hag sínum vel á Íslandi
eftir dvölina ytra og þau séu að koma fjöl-
skyldunni fyrir hér heima. „Við erum alveg
ánægð hérna en ætlum samt til Los Angeles
næsta vetur. Það hentar okkar högum vel
og þá ætla ég að reyna að ýta við nokkrum
hlutum. Ég held samt að við séum alveg flutt
heim, ef það má orða það þannig. Þangað til
annað kemur í ljós.“
Óskar er með ýmislegt í pípunum sem
komið er mislangt og hann reynir að sjá
nokkra leiki fram í tímann. „Ég er að reyna
að halda nokkrum boltum á lofti,“ segir
Óskar en fyrr í þessum mánuði var tilkynnt
að búið sé að ráða hann til þess að leikstýra
hrollvekjunni Ég man þig sem byggir á sam-
nefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur.
Vonir standa til þess að framleiðslan geti
hafist í vetur. „Síðan er handrit sem ég
skrifaði áður en ég skrifaði Svartur á leik
og vakti einhverja athygli á mér sem hand-
ritshöfundi í New York þá. Ég ákvað síðan
að ég vildi frekar leikstýra þeirri mynd en
selja handritið. Hún er alltof stór sem fyrsta
mynd þannig að ég ákvað að bíða með hana
og ætla núna að reyna að ýta henni úr vör.
Síðan eru nokkrir aðrir hlutir í gangi. Við
Stefán Máni erum að vinna saman í einu
frumsömdu verkefni og síðan er ég að lesa
handrit alveg á fullu. Vonandi verður ekki
sama þrautagangan að koma þessum verk-
efnum á koppinn og Svartur var en þetta
tekur samt allt svo mikinn tíma og þessi
blessaða fjármögnun er eitthvað svo mikið
vesen þannig að ég ætla bara að reyna að
vera með nokkra hluti í gangi og vona að
eitthvað detti inn.“
Þórarinn Þórarinsson
toti@frettatiminn.is
Glæpamyndir eru heimavöllurinn
Óskar Þór Axelsson flutti heim til Íslands eftir átta ára dvöl í Bandaríkjunum, ekki síst til þess að leikstýra glæpamyndinni
Svartur á leik sem hefur heldur betur slegið í gegn. Svartur á leik er fyrsta mynd Óskars í fullri lengd og að baki liggur löng
þrautaganga. En nú er boltinn byrjaður að rúlla og og Óskar er með mörg járn í eldinum enda kominn yfir erfiðasta hjallann.
Þórarinn Þórarinsson ræddi við Óskar um fyrirmyndirnar í kvikmyndabransanum, næstu verkefni og glæpina sem heilla.
Óskar Þór
Axelsson
flutti heim frá
Bandaríkjunum
til þess að gera
Svartur á leik
og fullyrða má
að hann hafi
komið, séð og
sigrað. Rúmlega
fjörutíu þúsund
manns hafa séð
myndina í bíó
og framtíðin er
spennandi og
björt hjá leik-
stjóranum.
Ljósmynd Hari.
Ég á mér mjög
klassíska sögu
og fyrsta myndin
sem ég man eftir
að hafa séð í bíó
er Star Wars.
Leikurinn ræður úrslitum
Gagnrýnendur hafa lofað Svartur á leik
í hástert og ekki síst hrósað þéttum
og góðum leikhópnum sem skilar
sínu tilgerðarlaust og með miklum
glæsibrag. En hver er galdurinn
hjá ungum leikstjóra við að ná
því besta út úr þessum hópi
sem telur ólíka einstaklinga?
„Þetta er pottþétt það
sem ég hafði lang mestar
áhyggjur af. Ég hef ekki
bakgrunn í leiklist og hef
einhvern veginn ekki
alltaf vitað nákvæm-
lega hvernig á að nálg-
ast leikara þannig að
ég hef bara lagt mig
mikið fram við það. Ég er algjörlega á því, þetta
er bara mín skoðun á bíómyndum almennt, að
ef þær eru ekki vel leiknar, bara að það séu
eitt eða tvö rotin epli, þá getur myndin
orðið ónýt. Alveg sama hversu kvik-
myndatakan er flott, sviðsmyndir
og tökustaðir og allt það. Og sagan
góð. Ef leikurinn klikkar þá er
þetta ekki mynd. Þannig að ég
lagði mig mikið fram, við æfðum
mikið fyrir þetta og ég var líka
mjög lengi að velja leikarana.
Ég var mjög stressaður yfir
þessu en á endanum fann ég að
ég var ánægður. Og það er góð
tilfinning.“
34 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012