Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 36

Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 36
É g er örlítið seinn á fund okkar Völu á Kaffitári í Borgartúni og þegar ég geng inn um dyrnar mætir mér glaðlynd ung kona, sem ber ekki utan á sér að hafa glímt við baráttu innra með sér í áraraðir, þar sem hún fékk litla sem enga viður- kenningu alla sína grunnskólagöngu. „Þetta var langverst í stærðfræð- inni. Ég lærði og lærði en gekk ekki neitt. Maður var oft algjörlega upp- gefinn.“ Við byrjum spjall okkar á grunn- skólaárum Völu, sem mótuðust af því að árangur hennar í skóla var ekki í samræmi við greindarfar hennar og það hvað hún lagði á sig. „Ég man eiginlega fyrst eftir vanda- málunum þegar mamma ætlaði að kenna mér á klukku.Þá var ég bara nokkurra ára. Ég gat ómögulega skilið klukkuna og lærði ekki á hana fyrr en ég var 8-9 ára og eiginlega varla þá. Ég get nánast sagt að ég hafi verið komin á þrítugsaldur þegar ég lærði almennilega á klukku. Þetta er skrýtið fyrir þann sem ekki þjáist af talnablindu, en ég bara skildi ekki tölur. Ég horfði á þær og þær höfðu enga merkingu fyrir mér. 3,5 og 7 gátu alveg verið sama talan. Ég gat ekki sett þær í samhengi,“ segir Vala. Þessu fylgdu svo vandamál með skipulag og tíma, sem gerðu vart við sig á hverjum einasta degi. Var í annarri tímavídd „Mér leið eins og ég væri í annarri vídd. Ég gat ekki skilið tímasetn- ingar. Ég mætti ýmist á röngum tíma á réttum degi, eða réttum tíma á röngum degi. Stundum var það röng vika eða rangur mánuður. Þegar mér var sagt að gera eitthvað eftir fimm mínútur hafði ég ekki hugmynd um hvað þær voru lengi að líða. Það gátu verið 30 sekúndur eða 30 mínútur. Það er örugglega erfitt fyrir þig að skilja þetta, en þetta er rosalega mikil fötlun og þú getur ekki ímyndað þér hvað ég lenti oft í vandræðum út af þessu. Enn þann dag í dag svitna ég ef ég á að mæta einhvers staðar og hinn aðilinn er ekki kominn, því þá held ég að ég sé að ruglast illilega,“ segir Vala og getur nú hlegið að því sem kannski var ekki fyndið þegar það átti sér stað. „Ofan á þetta bættist svo skynvilla, sem olli því meðal annars að ég var alltaf að reka fæturna í og detta og ég rataði ekki neitt. Það var alveg sama hvort ég hafði farið sömu leiðina áður eða ekki. Þessu fylgdi svo mikið óöryggi sem olli því að ég treysti mér ekki til að ferðast neitt ein. Þessi einkenni eru mjög algeng hjá þeim sem eru með lesblindu og eins vandræði með samhæfingu hreyf- inga. Ég missti líka vini út af alls kyns misskilningi, sem kom meðal annars til út af tímavillunni í sjálfri mér. Ég gleymdi afmælisdögum og afmælis- veislum og oft leið mér ömurlega á eftir.“ „Eins og að vera sleginn aftur og aftur utanundir“ Eitt af einkennum skólagöngu Völu var hve hróplegt ósamræmi var á milli þess hvað hún lagði á sig og hver niðurstaðan varð. „Þetta var sérstaklega vont í stærð- fræðinni og þegar kom að ritgerðum. Þó að ég lærði samviskusamlega heima og fylgdist vel með í tímum, Þetta var langverst í stærð- fræðinni. Ég lærði og lærði en gekk ekki neitt. Mað- ur var oft algjörlega uppgefinn. Öðlaðist nýtt líf eftir að hún var greind með lesblindu Vala Steinsen er 28 ára og er bæði með lesblindu og talnablindu. Eftir margra ára streð við bækurnar fékk hún loks greiningu og meðhöndlun og í dag lærir hún sálfræði í Háskóla Íslands og gengur vel. Sölvi Tryggvason ræddi við hana. færi í aukatíma í hverri viku, gekk ekkert. Ég féll ítrekað eða rétt skreið með 4,9. Ég var að öðru leyti fyrir- myndarnemandi og mætti alltaf í tíma og lærði alltaf heima, lagði mig fram, en mér fannst ég aldrei uppskera eins og ég sáði. Því fylgir svo uppgjöf. Maður leggur kannski gríðarlega mikið á sig við að semja ritgerð og fær 5 í einkunn. Það þarf ekki að gerast oft til að maður missi trúna á sjálfan sig og leggi þetta ekki oftar á sig. Þetta er eins og að vera sleginn aftur og aftur utanundir,“ segir Vala íhugul. „Til að bæta gráu ofan á svart var ég svo sett í tíma með krökkum sem voru í sérkennslu og voru á eftir í greind. Með fullri virðingu fyrir þeim átti ég alls ekki heima þar og það gerði sjálfsmynd minni alls ekki gott. Ég var klár og skildi allt sem fram fór í tímum, en gat bara ekki komið því frá mér.“ Þegar leið á skólagönguna fór Vala svo að finna fyrir vandræðum á fleiri vígstöðvum. Sérstaklega fannst henni skrýtið í tungumálum hve mikill munur var á skriflegu prófunum og þeim munnlegu. Orðin kvíðin og þunglynd „Ég fékk alltaf 10 í munnlegu prófunum, en þegar ég átti að reyna að læra þau á Framhald á næstu opnu 36 viðtal Helgin 30. mars-1. apríl 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.