Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 40
Háttatími hálf- vitanna Alþingi Íslendinga og þau sem þar sitja njóta takmarkaðrar virðingar þessi misserin og ástandið er svo slæmt að þingmenn virðast pirra fólk meira þegar þeir eru sofandi heima en þegar þeir delera í pontu. Björn Birgisson Hvað skyldi hálftími hálfvitanna teygja sig langt fram á kvöldið örlagaríka? Illugi Jökulsson Ætla sjálfstæðismenn virkilega að stöðva þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá með málþófi í dag? Er það „afreksverk“ sem þeim finnst þeir geta verið stoltir af? Og eru kjósendur þeirra hæstánægðir með að í þetta eyði þeir tímanum? Ólafur Ólafsson Hvar voru allir þingmennirnir, heima sofandi, ég spyr ...!! Þorfinnur Ómarsson Reynir að vekja upp heimþrá með því að hlusta á Alþingi í beinni... nei, bara grín. Baldur Hermannsson Magnús Orri Schram og Álfheiður virðast hreinlega gengin af göflunum og það mætti halda að Jóhanna væri búin að ræna völdum og leggja niður Alþingi. En stjórnarand- staðan rækir bara skyldur sínar sem er að ræða lagafrumvörp og benda á augljósa galla, nóg er nú framleitt af gölluðum lögum hér á landi þótt þessum óhroða sé ekki við aukið. Þráinn Bertelsson Eins og sérhagsmunasveit Sjálfstæðisflokksins er búin að láta á þinginu til að leggja stein í götu þjóðarinnar til að koma í veg fyrir að almenningur fái að kjósa um nýja stjórnarskrá má það heita furðulegt ef aðrir en fífl og fasistar kjósa þetta flokksræksni. Gott djobb? Yfirvofandi forsetakosn- ingar eru fólki ofarlega í huga á Facebook. Lára Hanna Einarsdóttir Fjórir karlar hafa lýst yfir framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þar af tveir sem fáir vita deili á. Ekki ein einasta kona hefur lýst yfir framboði þótt margar hafi verið nefndar til sögunnar, þar af ein eða tvær sem gætu mögulega unnið. Hvað veldur þessu hiki kvennanna? Hulda Hákon Ég hvet ykkur til þess að hvetja Herdísi [Þorgeirsdóttur] áfram! Hún hefur færnina, yfirsýnina, fram- komuna og mennt- unina til þess að valda verkefninu. Garðar Örn Úlfarsson Er engin von til þess að þetta lið sem vill setjast upp á Bessa- stöðum spái í eftirspurnina áður en það íhugar framboðið? Bland í poka Góðu heilli lætur fólk í net- heimum sig fleira varða en forsetakjör og málþóf á þingi. Þórunn Hrefna Í þessum mánuði hef ég eignast átta nýja feisbúkkvini. Á sama tíma eignaðist Hildur Lilliendahl Viggósdóttir þrjúhundruðfjöru- tíuogfjóra vini. HVERS VEGNA ER ÉG HÆDD OG FYRIRLITIN Á FB? Erla Hlynsdóttir Björnsbakarí í Vesturbæ vill vera vinur minn á Facebook. Er þetta þá ekki bara búið? María Lilja Þrastardóttir „Ertu að láta þessar kellingar hlusta þig? Þú átt nú bara að láta þær nudda þig!“ Raunveru- leiki íslenskra hjúkrunar- kvenna? Hildur Knútsdóttir Grasið í garðinum mínum er orðið grænt! 40 fréttir vikunnar Helgin 30. mars-1. apríl 2012 35 milljarðar íslenskra króna er upphæðin sem Björgólfur Thor Björgólfsson myndi fá í sinn hlut ef Actavis yrði selt á 5,5 milljarða evra. Góð vika fyrir Gunnar Guðmundsson, þjálfara U-17 ára landsliðs drengja í fótbolta Slæm vika fyrir Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja 40 prósent íslenskra barna fara aldrei til tannlæknis sam- kvæmt skýrslu sem Barna- heill birti. Tannhirða íslenskra barna er sú sjötta lélegasta í OECD-ríkjunum. Þjóðnýtt húsleit Sægreifinn Þorsteinn Már Baldvinsson vill sjálfsagt gleyma þessari viku sem fyrst. Ekki einvörðungu var sjávarútvegurinn í heild sinni „þjóðnýttur“, eins og Morgunblað- ið, sem er reyndar í eigu Þor- steins og annarra sægreifa, setti nýtt fiskveiðistjórnunar- frumvarp ríkisstjórnarinnar fram á forsíðu, heldur skelltu starfsmenn gjaldeyriseftir- lits Seðlabankans og sérstaks saksóknara sér norður yfir heiðar og gerðu húsleit í höfuðstöðvum Samherja vegna gruns um brot félags- ins á gjaldeyris- lögum. 179 vikan í tölum HeituStu kolin á milljarðar voru samanlagðar nettóskuldir íslenskra sveitarfélaga í árslok 2010. Skutu Skotum og Dönum ref fyrir rass Gunnar Guðmundsson og lærisveinar hans í U-17 ára lands- liði drengja náði þeim frábæra árangri að tryggja sér sæti í úrslitum EM í Slóveníu í maí með því að sigra í milliriðli í Skotlandi um síðustu helgi. Liðið gerði jafntefli gegn Dönum en vann sterkt lið Skota og Litháa örugglega, 4-0, í síðasta leiknum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Gunnari og hans mönn- um. Tveggja ára fangelsi fyrir að deyða barn Agné Krataviciuté var á miðvikudaginn dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa deytt barn sitt og skilið líkið eftir í sorpgámi við Hótel Frón í Reykjavík 2. júlí í fyrra. Ábendingar um hvaltannaþjófa Lögreglunni í Stykkishólmi hafa borist ábendingar um hverjir gætu hafa verið að verki þegar kjálka og tönnum úr búrhval var stolið í Beruvík, þjóðgarðinum á Snæfells- nesi. Slasaðist í Straumsvík Maður slasaðist í álverinu í Straumsvík á miðvikudaginn. Fótur hans klemmdist undir búnaði sem verið var að færa til með krana. Steingrímur ræddi efnahagsmál í Ottawa Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, átti fundi með ráðherrum, bankamönnum og öldungadeildarþing- mönnum í Ottawa í Kanada á miðvikudag- inn. Þá tók hann þátt í pallborðsumræðum um efnahagsmál og vanda ríkissjóða. 8,5 sentimetrar er lengdin á hundinum Beyoncé sem gerir tilkall til þess að vera minnsti hundur heims. 92 leikir var það sem Portúgal- inn Cristiano Ronaldo þurfti til að skora hundrað mörk fyrir Real Madrid. Formenn ríkisstjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, kynntu á mánudaginn nýtt frumvarp að fisk- veiðastjórnunarkerfi. Það kveður á um innköllun rúmlega fimm prósentna úthlutaðs kvóta sem fer í sérstakan leigupott. Veiðigjald verði stórhækkað, framsal takmarkað og auknar heimildir stjórnvalda til úthlutunar á félags- legum forsendum. Stjórnarandstöðuleiðtogar telja nýtt kvótafrumvarp ýmist ganga of langt í skattheimtu eða of stutt í innheimtu endur- gjalds fyrir auðlindina. Útgerðarmenn segja forsendur útreikninga veiðigjaldsins gallaðar og að skattheimta verði mun meiri en stjórnvöld reikna með. Ljósmynd/Hari Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is Borðapantanir í síma 517-4300 Humarsalat & Hvítvín 2.250 kr. Humarsalat með hægelduðum smátómötum, mangó, sultuðum rauðlauk og ristuðum cashew-hnetum ásamt hvítvínsglasi. Bláskel & Hvítvín 2.950 kr. Hvítvínssoðin bláskel úr Breiðafirði ásamt hvítvínsglasi. G e y s ir Bi stro & Bar FERSKT & FREiSTa ndi Fagmennska í Fy ri rr ú m i SpennAndi sjávarrétta tilBoð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.