Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 43

Fréttatíminn - 30.03.2012, Page 43
Breyttir tímar! Kæru lesendur. Það er von okkar að þetta fyrsta tölublað LIFANDI lífsstíls veiti ykkur innblástur og innsýn inn í hvað LIFANDI markaður hefur að bjóða. Við rekum matvöru- verslanir, veitingastaði og stöndum fyrir fræðslu og nám- skeiðum – allt til að stuðla að bættri heilsu og vellíðan í sátt við umhverfið og náttúruna. Við finnum að það er mikil vitundarvakning í samfélaginu. Neytendur eru ekki einungis meðvitaðri en áður um holl- ustu heldur gera auknar kröfur um að vita hvaðan vörurnar koma og að það sé tryggt að þær séu framleiddar við góðar aðstæður í sátt við umhverfið. Hins vegar erum við einungis að taka fyrstu skrefin í þeirri byltingu sem er að eiga sér stað í matvæla- framleiðslu í heiminum. Í framtíðinni munu neytendur gera enn meiri kröfur um rekjanleika matvæla, betri framleiðsluhætti og næringar- innihald. Þetta er mikilvægt meðal annars til að auka heil- brigði, sérstaklega barna sem eru að vaxa og þroskast. Við viljum svara þessu kalli. Áhyggjulaus innkaup Markmið okkar er að vera alhliða matvöruverslun þar sem hægt er að kaupa inn til heimilisins á einum stað án þess að hafa áhyggjur af því að vörurnar innihaldi óæski- leg fyllingar- og aukefni. Við bjóðum einungis hreinar vörur úr heilnæmum hráefnum og stærsti hluti vöruúrvals okkar er lífrænt vottaður. Við erum stolt af því að bjóða nú fjölbreyttara úrval en áður af mat-, hreinlætis- og snyrtivöru. Margir af viðskiptavinum okkar hafa t.d. lýst ánægju sinni með aukið úrval af ferskvöru eins og grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, fiski og lífrænu kjöti. Lífræn demeter-ræktun hófst í Þýskalandi fyrir um 80 árum. Í upphafi voru ekki margir bændur sem stunduðu hana en í dag hefur þeim fjölgað mikið og í gegnum árin hefur hún hlotið mikla viðurkenningu og útbreiðslu. Alveg frá upphafi hafa rannsóknir verið stundaðar á ágæti þessarar ræktunar og á þeim tíma hefur margt áhugavert komið í ljós. Afurðir sem ræktaðar eru á þennan hátt eru almennt taldar næringarríkari, bragðbetri og geymsluþolnari. Jarðvegurinn er undirstaðan Að sjálfsögðu gilda allar þær reglur sem farið er eftir í annarri lífrænni ræktun en í demeter-ræktun eru krö- furnar enn strangari. Það sem sérstaklega er lögð mikil áhersla á er að viðhalda frjó- sömum og næringarríkum jarðvegi – en jarðvegurinn er undirstaðan í lífrænni ræktun. Til þess að fá sem fjölbreytt- asta næringu eru notaðar sérstakar jurtablöndur úr næringarríkum jurtum og þeim úðað yfir jarðveginn. Safn- haugaáburður er einnig mjög mikilvægur í þessari ræktun. Sjálfbær búskapur Bóndi sem stundar demeter– ræktun rekur sjálfbæran búskap þar sem hann er bæði með dýrahald og fjölbreytta matjurtaræktun. Áherslan er því ekki á eina eða örfáar tegundir eins og algengast er í hefðbundinni ræktun heldur á sem fjölbreyttast úrval. Hann framleiðir einnig sjálfur fóður fyrir dýrin á bænum. Þannig fær hann að auki demeter- vottaðar mjólkurafurðir og aðrar dýraafurðir. Dýrahaldið er mjög mannúðlegt þar sem sérstaklega er hugað að eðlis- lægum þörfum dýranna. Þar gilda strangar reglur alveg eins og við matjurtaræktunina. Á hverju ári er gefið út sáningardagatal með leiðbein- ingum fyrir þá sem vilja nota þessa ræktun. Hámarks næringarupptaka Þar sem demeter-ræktun er stunduð verður jarðvegurinn mjúkur og vatn og næringar- efni eiga því auðveldara með að smjúga inn í hann og vatn rennur ekki af þurru yfir- borðinu – sem er víða vanda- mál í hefðbundinni ræktun – heldur beint niður í moldina og nærir plöntuna. Rætur jurtanna vaxa meira niður á við og ná miklu dýpra niður í moldina og eiga þar af leiðandi auðveldara með að ná að taka til sín vökva og nærast. Þess vegna þarf að nota töluvert minna vatn við ræktunina sem er mikill kostur þar sem vatn er af skornum skammti. Sem dæmi um þetta má nefna að í eyðimörkum hefur þessi ræktun gefið góða raun og víða þar sem áður var ekki stingandi strá og álitið var að engar plöntur gætu vaxið eru nú grænir dalir. Virðing og þakklæti Þeir bændur sem leggja stund á demeter ræktun bera mikla virðingu fyrir jörðinni og því sem hún færir okkur. Hugsun- in sem býr að baki er að við séum hluti af náttúrunni og þess vegna beri okkur að sýna henni virðingu og þakklæti. Hildur Guðmundsdóttir Umhugað um áhrif neyslu á umhverfið Við skoðum málin líka í víðara samhengi og þar með áhrif neyslu á umhverfið. Við viljum hvetja til siðrænnar neyslu og aukinnar meðvitundar um hvað við erum að kaupa og leggja okkur til munns. Þá er það okkar hjartans mál að framleiðsluaðferðir séu í sátt við náttúruna með sjálfbærni og velferð búfjár að leiðarljósi. Við viljum leggja okkar af mörkum við að skila jörðinni til komandi kynslóða í betra ástandi en hún er í dag. Aukið úrval af íslenskum vörum „beint frá bónda” Eitt af markmiðum LIFANDI markaðar er að bjóða sem mest af árstíða- og svæðis- bundnum vörum. Við höfum því eflt samband okkar við íslenska framleiðendur og erum sífellt að auka úrval okkar af íslenskum vörum „beint frá bónda“ og íslenskum lífrænt vottuðum vörum. Samkeppnishæft verð og persónuleg þjónusta Við skiptum einungis við aðila sem leggja sig fram við að framleiða gæðavörur úr bestu fáanlegu hráefnum hverju sinni. Við leggjum hins vegar áherslu á að vera með samkeppnishæft verð og gerum það með því að sýna ráðdeild og hagkvæmni í rekstrinum. Okkar sérstaða er að veita viðskiptavinum okkar persónulega þjónustu og ráðgjöf og þar með hjálpa fólki að tileinka sér heilbrigðan og lífrænan lífsstíl sem er mörgum framandi. Mig langar að bjóða ykkur hjartanlega velkomin til okkar í Borgartún og Hæðasmára – við tökum vel á móti ykkur. Leyfið ykkur að lifa vel! Arndís Thorarensen, framkvæmdastjóri Bls. 2 Hvað er demeter vottun? LIFANDI markaður svarar kalli neytenda um heilnæmar, lífrænar vörur. Ströngustu kröfur í lífrænni ræktun Ábyrgðarmaður: Arndís Thorarensen Ritstjórn: Arndís Thorarensen og Ásdís Ýr Pétursdóttir Hönnun og umbrot: Gunnar Víðir Þrastarson Ljósmyndari: Pálmi Einarsson Demeter vottun tryggir bestu fáanlegu gæði í lífrænni ræktun; bæði hvað varðar bragð og næringargildi. Beutelsbacher safarnir fást í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Einstakur lífrænn barnamatur með Demeter vottun barnamatur Demeter vottun tryggir bestu fáanlegu gæði lífrænni ræktun Grautarnir eru allir unnir úr heilu korni sem er malað í steinkvörn á sérstakan mildan hátt til að varðveita öll mikilvægu næringarefni kornsins. Ávaxta- og grænmetismaukið er úr ávöxtum, berjum og grænmeti sem er unnið á eins mildan hátt og mögulegt er til að varðveita næringarefnin. Ungbarnaþurrmjólkin er frá kúm (og geitum) sem nærast eingöngu á grasi og jurtum og ganga lausar allt árið. Fáðu ókeypis prufur í LIFANDI markaði! www.holle.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.