Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 48

Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 48
Bls. 8 Níu næringargildi Veldu hreinar náttúrulegar vörur, helst lífrænar • Mat, snyrti- og hreinlætisvörur sem og vítamín, steinefni og fæðubótarefni sem innihalda eingöngu heilnæm hráefni og eru án óæskilegra fyllingar- og aukefna Líkaminn hefur ekkert að gera með annað en það sem honum er eðlilegt að melta, taka upp og nýta til að búa til orku og stuðla að heilbrigði. Of mikið af framandi og ónáttúrulegum efnum sem líkaminn kannast ekki við geta skapað ójafnvægi, kvilla og jafnvel sjúkdóma. Allt er vænt sem vel er grænt – hafðu grænmeti og ávexti í forgrunni • Allt grænmeti, ávextir og ber í regnbogans litum Því sterkari litur, þeim mun næringarríkara • Hreinir grænmetis- og ávaxtasafar • Allt kál og kálmeti • Þurrkaðir ávextir og ber • Rótargrænmeti Grænmeti, ávextir og ber eru rík af andoxunarefnum og innihalda fítókemísk efni sem styrkja ónæmiskerfið og geta meðal annars fyrirbyggt hormónatengd brjóstakrabbamein. Grænmeti og rótargrænmeti innihalda trefjar, sem stuðla að jafn- vægi blóðsykurs og sjá til þess að meltingarkerfið starfi eðlilega. Hafðu gæðaprótein hluta af hverri máltíð • Úr jurtaríkinu: baunir og linsur, tofu, hnetur, möndlur og fræ, sem og próteinduft úr hrísgrjónum, baunum og hampi • Úr dýraríkinu: kjöt (helst af grasfóðruðum dýrum), villibráð, fiskur, skeldýr, vistvæn egg, mjólkursýrðar afurðir (jógúrt og hreint skyr), mysupróteinduft Prótein eru byggingarefni fyrir vöðva og hvata t.d. meltingar- hvata, hormón og boðefni. Prótein eru lífsnauðsynleg fyrir orkumyndun, brennslu, og taugakerfið nærist að hluta á þeim. Líkaminn framleiðir sín eigin andoxunarefni úr próteinum sem vinna á bólgum og koma í veg fyrir ótímabæra öldrun. Holl og góð fita er lífsnauðsynleg fyrir framleiðslu hormóna • Úr jurtaríkinu: lífrænar kaldpressaðar olíur, hnetur, möndlur og fræ • Úr dýraríkinu: fiskiolíur og feitur fiskur, hreint smjör og rjómi, fita af grasfóðruðum dýrum og villibráð • Ekki unnin fita eins og upphitaðar iðnaðarolíur, transfitur og fita af dýrum sem lifa á tilbúnu iðnaðarfóðri Gott insúlínnæmi í frumum er háð omega-3 fitusýrum en það stuðlar að orkumyndun og eðlilegri brennslu. Ef þú vilt grennast eða viðhalda góðri brennslu þarftu góða fitu. Heili og taugakerfi eru háð góðri fitu. Ró, yfirsýn, minni og listin að læra gengur mun betur ef hollrar fitu er neytt. Húðin verður jafnframt mjúk, ljómandi og útlitið verður heilbrigt og ferskt. Forðastu viðbættan sykur og veldu frekar náttúruleg sætuefni • Forðastu hvítan sykur, hrásykur, síróp, viðbættan ávaxtasykur og viðbætta sterkju • Veldu frekar þurrkaða ávexti, lífræn hunang, villt hunang, villt agave síróp, xylitol, birkisætu, steviu og pálmasykur – þó allt í hófi Viðbættur sykur er rót velmegunarsjúkdóma eins og ofþyngdar, offitu, áunninnar sykursýki, PCOS, hækkunar kolesteróls, hás blóðþrýstings og bólgusjúkdóma, og jafnvel krabbameins og Alzheimers. Sykur er ekki bara sykur því líkaminn bregst á sama neikvæða hátt við hvítu unnu mjöli í brauðum, kökum og kexi. Veldu heilkorn og gróft malað mjöl en borðaðu brauðmeti í hófi • Heilkorn eins og hýðishrísgrjón, spelt, rúg, bygg, kinóa, hirsi og bókhveiti • Heilkornabrauð úr sömu korntegundum Ef þú borðar kornmeti veldu þá heilkorn. Með því færðu trefjarnar, kímið og næringarefnin sem það inniheldur. Þannig dregur þú úr blóðsykursálagi frá sterkjunni í mjölinu og jafnar blóðsykurinn betur. Gróft mjöl er einnig mun betra fyrir meltinguna og inniheldur lífsnauðsynlegar aminosýrur. Brauðmeti skal þó neyta í hófi. Ef þú þolir ekki glúten veldu þá glútenlaust korn eins og hrísgrjón, hirsi, bókhveiti og kinóa. 1 2 3 4 5 6 Þorbjargar Hafsteins

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.