Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 50
Leggur sitt af mörkum til að auka lífsgæði barna Ebba segist með áherslu sinni á næringarríkt mataræði vera að leggja sitt á vogarskálarnar til að auka lífsgæði barna. „Ég sé það á börnunum mínum. Ef þau eru vel nærð þá eru þau tilbúnari í verkefni dagsins, hafa meira þrek, meiri orku og líður betur. Maður fær þó ekkert skjalfest í þessum efnum en maður hefur engu að tapa. Ég held maður komi alltaf út í plús ef maður reynir að borða mestmegnis hreinan og hollan mat.“ Undantekningar skipta engu máli Hún hvetur foreldra til að elda mat frá grunni þegar það er hægt, kaupa hrein matvæli og forðast aukaefni, sykur og transfitu í matvælum. „Þetta er allt svo miklu einfaldara en flestir halda. Matur útbúinn úr gæðahráefni er svo miklu betri en unninn matvara.” Ebba tekur þó skýrt fram að undantekningar frá hollust- unni skipti engu máli. „For- eldrar þurfa ekki að vera hræddir við þær, t.d. þegar farið er í heimsóknir, afmæli, frí eða þess háttar.” Metáhorf á þættina á mbl.is Matreiðsluþættir Ebbu á Mbl sjónvarpi undanfarna mánuði hafa slegið í gegn. „Ég hef svo gaman að þessu. Mig langar að sýna fólki að allir geta eldað hollan og góðan mat. Ég er sjálf alls enginn „fancy” kokk- ur, heldur bara að reyna að gera mitt besta. Allt sem ég geri er yfirleitt mjög fljótlegt og einfalt þó það sé hollt. Svo mis- tekst stundum eitthvað og þá er best bara að hugsa; skiptir ekki máli, gengur betur næst.“ Vanlíðan upphafið að hollustuáhuga „Mér leið eins og ég ætti að vera öðruvísi en ég var,“ segir Ebba um upphafið að matar- óreglu sem hún þjáðist af á yngri árum. „Ég man ennþá þegar ég horfði í spegil þegar ég var níu ára og fannst ég ekki fín og bara ómöguleg.“ Ebba var í fimleikum, ballett og dansi og segir ákveðna full- komnunaráráttu hafa leikið sig grátt á yngri árum. Hún fór að fara í megrun og reyna að ná stjórn á matarskömmt- um og því sem hún borðaði og forðaðist fitu. „Þetta var dæmt til að mistakast og náði hámarki í Verslunarskólanum. Þá fór allt í vitleysu. Mér leið illa og mig langaði oft ekki skólann. Þetta var ömurlegur vítahringur.“ Námskeið hjá Sollu breytti öllu Ebba lýsir því að um tvítugt hafi hún ekki verið nógu heilsuhraust. „Þá pantaði mamma námskeið hjá Sollu og þar breyttist eitthvað hjá mér.“ Ebba segist þá hafa breytt meira yfir í lífrænt og farið að borða meira grænmeti. „Líðan mín gjörbreyttist þegar ég fór svo að taka inn lífsnauðsyn- lega fitu eins hampolíu, búa til drykki úr möndlum, fræjum og hnetum, jógúrt úr avókadó og svo framvegis. Ég breytti mataræðinu smátt og smátt”. Hún segist sjá það núna hvað manni líður betur þegar maður borðar heilan, góðan mat. „Þegar ég var lítil var ekkert í boði nema hveiti, ger og sykur, sem fer sérlega illa í mig. Kannski er það partur af því að ef manni líður ekki vel í skrokknum þá fer maður að upplifa sig eitthvað ómögu- legan. En að því sögðu vil ég taka fram að mamma og pabbi elduðu alltaf allan mat frá grunni, ég var heppin þar. Ég held að mér hafi verið ætlað þetta allt saman. Þó að þetta hafi tekið alltof mikinn tíma frá mér og oft valdið mér leiðindum og miklu hugarangri þá er ég þakklát því þetta leiddi mig að þeim stað sem ég er á í dag og gerði mig að þeirri ágætu Ebbu sem ég er,” segir Ebba og hlær. Eins og gott púsluspil Ekki var aftur snúið hjá Ebbu hvað hollustuáhugann varðaði en hún fór svo á flug þegar hún eignaðist Hönnu dóttur sína fyrir 10 árum. „Ég fór offorsi þá, varð svolítið ýkt í fyrstu.” Ebba segist hafa farið að búa allan mat til fyrir Hönnu sjálf og lesið erlendar bækur um hollt mataræði barna. „Það er mömmu að þakka að ég skrifaði allt hjá mér þegar ég rakst á eitt- hvað sniðugt eða útbjó, að mér fannst, gott barnamauk. Hún hvatti mig til þess.” Þremur árum síðar eignaðist hún Hafliða. „Hann er fatlaður og þegar hann fæddist ákvað ég að fara ekkert aftur að vinna, enda beið okkar stórt verkefni út af fyrir sig.” Þess í stað ákvað Ebba að vinna úr því efni sem hún hafði viðað að sér og gaf svo út sína fyrstu bók árið 2007. „Mér finnst vinnan mín ótrúlega skemmtileg, að hjálpa fólki og börnum, skrifa bækur og halda námskeið. Þegar ég lít tilbaka er ég þakklát, mér finnst þetta allt einhvernveginn hafa komið til mín og raðast svo fallega eins og skemmtilegt púsluspil.” Mamma kenndi mér að líta aldrei í hina áttina Viðhorf Ebbu til lífsins og þessi mikla jákvæðni sem geislar af henni er aðdáunarverð. „Það er þannig með svo margt í lífinu, maður heldur að hlutirnir séu svo hræðilegir þegar maður heyrir þá fyrst, af því maður skilur þá ekki,” segir Ebba þegar talið berst að Hafliða, 7 ára syni hennar sem er fatlaður. „En ég myndi ekki vilja að Hafliði væri neitt öðru- vísi en hann er. Þetta er hans verkefni í lífinu, hans leið. Ég trúi því að það sé tilgang- ur með þessu öllu. Og hann er svo sannarlega ekki neitt óhamingjusamari en næsti maður þó hann sé fótalaus! Ekki er allt sem sýnist.” Hrædd í fyrstu Ebbu leið eins og heimurinn væri að hrynja þegar hún og eiginmaður hennar, Hafþór, komust að því í 20 vikna sónar að sonur þeirra væri ekki með neinar fætur. „Ég fékk áfall og varð óendanlega hrædd í fyrstu,” en svo sáu þau mynd á netinu um ungan íþróttamann, Oscar Pistorius að nafni, sem hafði sömu fötlun. Þá var Oscar að hlaupa á Ólympíuleikum í Aþenu. „Það bjargaði okkur. Að sjá þennan myndarlega unga mann hlaupa á þessum fjöðrum. Eina sem ég hugsaði var, þetta verður allt í lagi. Ég áttaði mig á því þarna á þessu augnabliki.” Ebba útskýrir að það sé í mörg horn að líta við þessar aðstæður en þau fái góðan stuðning frá foreldrum sínum sem létti undir og hafi stutt þau í gegnum árin. „Ég er svo heppin að ég á foreldra sem líta aldrei í hina áttina,” segir Ebba. „Oft langar mann að segja, jú þetta er allt í lagi og stinga höfðinu í sandinn, en það kemur yfirleitt í bakið á manni. Mamma fer hins vegar alltaf ofan í saumana á öllu, Bls. 10 gefst aldrei upp. Og á endanum er það er alltaf betra. Ég á henni mikið að þakka.” Mikilvægt að búa til góðar minningar fyrir börnin Ebba talar mikið um mömmu sína og er þakklát fyrir þann grunn sem hún hefur úr æsku. „Ég hef alltaf vitað að ég væri mjög heppin að hafa átt svona góða, áhyggjulausa æsku. Mamma vann hálfan daginn og við bróðir minn vorum alltaf númer eitt hjá mömmu og pabba,” segir Ebba sem er fædd í Stykkishólmi en ólst upp í Breiðholtinu. Ebba segist á sama hátt vera mjög þakklát fyrir að geta haft tækifæri til að vinna sveigjan- legan vinnutíma og verja tíma með börnunum sínum. „Mig langar að búa til góðar minningar fyrir börnin mín sem fylgja þeim, hlýja þeim og eru þeim eins og staðgott veganesti.” Hún telur góða næringu einfaldlega hluta af því að hugsa vel um börnin þó auðvitað vegi alltaf þyngst að börn séu elskuð, þeim sinnt, á þau sé hlustað og þau finni að einhver sé tilbúinn að vaða fyrir þau eld og brennistein. „En það sem margir kannski átta sig ekki á er að börn sem eru vel nærð eru oft miklu þægilegri í samskiptum, hressari, glaðari, úthaldsmeiri og eiga auðveldar með að ein- beita sér.” Ætlaði að verða leikkona Hvað framtíðaráform varðar segist Ebba vilja halda áfram á sömu braut og gefa bókina sína út á Norðurlöndunum, Bret- landi og Suður-Afríku en hún kom nýverið út í Þýskalandi. Þá ætlar hún að halda áfram að gera þætti fyrir ensku vefsíðuna sína, www.purebba. com, þar sem hún fær útrás fyrir leyndan draum sinn. „Ég ætlaði nefnilega alltaf að verða leikkona, og langar það eigin- 1. Elda mátulega skammta fyrir fjölskylduna. 2. Bera virðingu fyrir matnum, nýta afganga og ekki henda. 3. Þegar maður sleppir aukefnum, sykri, slæmri fitu og unnum vörum þá er svo margt sem dettur út sem er rándýrt. 4. Að kaupa hrein og holl matvæli einfaldar kaupin, viss sparnaður í því. 5. Þarft minna af gæðavöru – líkaminn verður fyrr saddur af góðri og hollri næringu. 6. Maður verður síður lasinn ef maður borðar næringarríkan mat – það er dýrt að missa heilsuna. 7. Við erum að hlúa að jörðinni okkar og framtíð barna okkar þegar við kaupum lífræn matvæli. Sparnaðarráð Ebbu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.