Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 57

Fréttatíminn - 30.03.2012, Side 57
Jibbí! Ég slepp! „Þetta kemur mér veru- lega á óvart. Ekki síst eftir að ég hef séð gögn málsins.“ Ólafur Ólafsson lék á als oddi við þinghald í Al-Thani- málinu í gær. Hann taldi greinilega að sönnunargögnin í málinu væru ekki eins sterk og hann óttaðist. Sitt sýnist hverjum Ég er búin að vera meira en 20 ár í fjölskyldunni og ég á bara góðar minningar um tengdaföður minn. Í viðtali við Nýtt líf leggur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum og mágkona Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, ekki trúnað á þær ljótu sögur sem Guðrún Ebba hefur af föður sínum, Ólafi Skúlasyni biskup, að segja. Ögmundur settur í málið Ég hef áhyggjur af því að hún skuli í þessu viðtali tjá sig um þetta. Hún er yfirmaður hjá lögreglunni sem á að vernda börnin okkar gegn kynferðisofbeldi. Hún kemur fram í fullum skrúða og er ekki að fela stöðu sína. Þetta þykir mér ekki í lagi og ég hef vakið athygli innanríkisráðherra á þessum ummælum lögreglustjórans. Elín Hirst, sem skrifaði átakanlega sögu Guðrúnar Ebbu, undrast ofangreind ummæli lögreglustjórans og hefur komið áhyggjum sínum á framfæri við æðsta yfirmann lögreglumála. Er ekki betra að hafa það mannlaust? Það vantar mannskap í hús Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, þegar ljóst var að svefnþörf stjórnarandstöðuþingmanna kom í veg fyrir atkvæðagreiðslu um stjórnarskrármálið upp úr miðnætti. En við kjósendur? Það er að mínu mati mikill dónaskapur við samþingmenn sína, þessi framkoma þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarþingkonan Eygló Harðardóttir var mjög óhress með næturskróp þingmanna Sjálfstæðisflokksins og lét þingflokksformanninn Ragnheiði Elínu Árnadóttur hafa það óþvegið úr ræðustóli daginn eftir. Endurskilgreining á öruggu kynlífi Verði þetta frumvarp að lögum er kynlíf þar með orðið ólöglegt nema hægt sé að færa óyggjandi sönnur á að upplýst samþykki hafi legið fyrir allan tímann á meðan á leiknum stóð og að upplifun konunnar hafi verið jákvæð. Eva Hauksdóttir er í vígaham á bloggsíðu sinni, eins og oftast nær, og sér stóran galla á frumvarpi um breytingu á almennum hegningarlögum um kynferðisbrot. Helgin 30. mars-1. apríl 2012 viðhorf 41 KJÖTbúðin Grensásveg Helgartilboð 200 gr ungnautahamborgari bbQ kryddaður með brauði 350 kr/stk opið: mán-fös 10-18:30, lau 11-16, sun lokað 1. flokks ungnauta ribeye 3.895 kr/kg marineraðar kjúklingabringur 2.595 kr/kg  Vikan sem Var 15% AFSLÁTTUR AF BODYWRAP-VÖRUM! PÁSKATILBOD Þú minnkar um eitt númer Laugavegi 82, (á horni Barónsstígs) Sími: 551-4473-www.lifstykkjabudin.is - 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.