Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 93

Fréttatíminn - 30.03.2012, Qupperneq 93
 Plötudómar dr. gunna næturgárun  Gillon Eins og Bjartmar og Rúnar Þór Hér sprettur fram popparinn Gillon (Gísli Þór Ólafsson) með níu frumsamin lög, en hann hefur áður gefið út fimm ljóðabækur. Hann semur alla textana nema tvo, sem eru ljóð eftir Geirlaug Magnússon og Jón Óskar. Textarnir eru fínir og það hefði verið gott að hafa þá með í bæklingnum, en í staðinn fylgja hugleiðingar um lögin. Platan var tekin upp á Sauðárkróki, þaðan sem listamaðurinn gerir út. Gillon hefur hráa söngrödd sem hljómar á einkennilegan hátt eins og sambland af Bjartmari og Rúnari Þór. Ein- hverjum gæti þótt söngurinn fráhrindandi, en ekki mér. Tónlistin er eiginlega líka eins og mitt á milli Bjartmars og Rúnar Þórs, melódísk og ágætlega flutt – stælalaust íslenskt dreifbýlispopp. low roar  Low Roar Síðskeggjað Bandaríkjamaðurinn Ryan Karazija er giftur íslenskri konu. Hann samdi þessa plötu að vetri til á Íslandi og trúi maður því að ytra umhverfi hafi áhrif, má segja að íslenski veturinn leiki um plötuna. Tónlistin er fjallakofuð og síðskeggjuð (þótt Ryan sé skegglaus) og beintengd því sem best gerist í þeirri deild; við erum að tala um Fleet Foxes og Bon Iver, Sigur Rós og Radiohead. Þetta er seiðandi og rólegt, bæði lífrænt og tölvuknúið, og greinilegt að Ryan er mjög flinkur. Hann er góður söngvari – jafnvel dálítið í áttina að Rufus Wainwright þegar hann sykrar sig upp – og semur flott lög. Það vantar kannski snarpari hápunkta og einn tvo megahittara, en engu að síður: Mjög flott plata. Pólýfónía remixes  Apparat Organ Quartet Orgelblanda Pólýfónía, önnur plata Orgelkvartettsins, kom út 2010, átta árum eftir frumraunina. Nú er komin níu laga endurblands- plata, sem fæst eingöngu rafrænt. Endurblöndun er í höndum innlendra og er- lendra aðila. Lagið Konami, með sínum gullfallegu englaröddum, er í fjórum útgáfum, meðal annars bæði með Bloodgroup og FM Belfast. Mixin bera stuðstíl þessara sveita fjörugt vitni. Kraftwerk er gríðarmikill áhrifavaldur á Apparat og það heyrist jafnvel betur í sumum mixunum hér en á sjálfri Pólýfóníu. Platan líður vel áfram og blandarar beita ýmsum brögðum. Í lokin koma svo „gömlu brýnin“ í Reptilicus og verksmiðju- væða Síríus Alfa. Töff endir á fínni plötu. Í Gaflaraleikhúsinu, hráu en heimilislegu leikhúsi í grennd við víkingahúsin í Hafnarfirði, lifna nú við lygasögur Múnkhásens baróns. Þýski lygabaróninn var uppi á 18. öld en síðan hafa lyga- og ýkjusögurnar undið upp á sig í óteljandi útfærslum og útgáfum. Því var af mörgu að taka þegar hinn hæfileikaríki höfundur Sævar Sigurgeirsson hnoðaði í fína leik- sýningu. Hann bætir við ástarsögu, sem ég man ekki eftir úr bókunum, en sú saga bindur verkið snyrtilega saman, enda sögurnar býsna sam- hengislausar einar og sér. Baróninn lendir í ýmsum furðum sem hægt hefði verið að sýna með ærnum tilkostnaði (sjá kvikmynd Terrys Gilliam frá 1988). Í Hafnar- firðinum er þessu þveröfugt farið og einfaldleikinn látinn ráða. Þetta kemst vel til skila – enda einfaldleik- inn oftast áhrifameiri en íburðurinn – og leikmynd Langa Sela er sérlega flott. Hún og góð ljósahönnun vinna saman og búa til áhrifamikið leik- hús sem auðvelt er að lifa sig inn í. Ég saknaði þess dálítið að barón- inn skyldi ekki rekast á karlana í tunglinu eða synda meðal furðulegu djúpsjávarfiskanna, en hann fer nú samt til tunglsins. Mér fannst það hápunktur sýningarinnar þegar hann datt niður af tunglinu. Leikur er léttur og hress. Gunn- ar Helgason (sem er svo vel farð- aður að dóttir mín hélt að hann væri brúða) og Magnús Guðmundsson leika baróninn gamlan og ungan, Ágústa Eva er kærastan í dular- gervi, en Gunnar B. Guðmundsson og fjórar aukaleikkonur og píanó- leikari leika rest. Sýningin rann vel og fjörlega, alltaf eitthvert fjör í gangi nema þegar brast á með smá söng. Þetta er fín sýning fyrir barnafjöl- skyldur. Mínum krökkum, fjögurra og átta ára, fannst mjög skemmti- legt en það er algjör óþarfi að reyna að fara með óvita í leikhús, eins og fólk ætti að geta sagt sér sjálft. Á sunnudögum kviknar oft þessi spurning hjá fjölskyldufólki: Hvern- ig skal verja deginum? Ég mæli ein- dregið með þessari sýningu og svo rúnti um Hafnarfjörð, fallegasta bæ höfuðborgarsvæðisins. Jafnvel einni djúpsteiktri á Pylsubarnum ef mag- inn segir til sín. Dr. Gunni  Ævintýri múnkhásens Eftir Sævar Sigurgeirsson Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Sýnt í Gaflaraleikhúsinu  leikhús Ævintýri múnkhásens Skemmtileg lygaþvæla Gunnar, Magnús og Gunnar í hlutverkum sínum í Múnkhásen. PÁSKATILBOÐ FULLT VERÐ 139.900 109.900 17,6 kw/h ÞETTA ER AÐEINS BROT AF ÞEIM VÖRUM SEM ERU Á PÁSKATILBOÐI FULLT VERÐ 109.900 79.900 16,5 kw/h FULLT VERÐ 59.900 42.900 Grill sem endast www.grillbudin.is FULLT VERÐ 54.000 44.900 16,5kw/h Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 Opið laugardaga til kl.16 FULLT VERÐ 95.000 64.900 dægurmál 77Helgin 30. mars-1. apríl 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.