Fréttatíminn - 01.06.2012, Qupperneq 2
Óskar Hrafn
Þorvaldsson
oskar@
frettatiminn.is
www.skyr.is
Fleiri boost-
uppskriftir á
SVALANDI
BERJAFREISTING
Skógarberjaboost
½ lítið Bláberjaskyr.is
½ lítið Jarðarberjaskyr.is
Jarðarber, bláber,
brómber, vínber
og hindber
6-8 ísmolar
Sex þjóðir verða nú eldri en sú íslenska
Íslendingar geta nú búist við að verða 8,6 árum
eldri en þeir gátu gert fyrir árið 1960. Þeir verða
að meðaltali 81 og hálfs árs gamlir og geta
aðeins sex þjóðir gert sér vonir um að verða
eldri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu OECD um
heilsu ársins 2011 en hún tekur til ársins 2009.
Fimm þjóðir hafa tekið framúr Íslendingum frá
því árið 2003 þegar lífslíkur við fæðingu voru
80,7 ár á Íslandi og aðeins Japanir urðu eldri eða
81,8 ára. Nú geta Japanir búist við því að verða 83 ára en Svisslendingar
lifa næst lengst (82,3), þá Ítalir og Spánverjar (81,8) og loks eru Austur-
ríkismenn og Ísraelar (81,6), eilítið eldri en við Íslendingar. - gag
Guðlaugur Þór Þórðarson alþingis-
maður segir Seðlabankann senda,
í besta falli, misvísandi skilaboð
til aðila sem stunda viðskipti með
gjaldeyri. Í bréfi sem Fréttatímann
hefur undir höndum kemur fram að
starfsmaður á alþjóðasviði Seðla-
bankans staðfestir að löglegt sé að
innleysa vaxtahagnað, arð og annað
af skuldabréfum í flokki HFF150914.
Lokað var fyrir þetta með breyting-
um á gjaldeyrislögum fyrir skömmu
þar sem sagt var að um var að ræða
glufur á gjaldeyrishöftum. „Þarna
er fólk í góðri trú að leita ráðgjafar
hjá gjaldeyriseftirlitinu. Yfir nótt er
síðan það sem Seðlabankinn hefur
ráðlagt gert ólöglegt með lagasetn-
ingu. Og fólk, sem áður hafði leitað
ráðgjafar í góðri trú, nánast stimplað
sem glæpamenn,“ segir Guðlaugur
Þór.
Hann hefur farið fram á að rann-
sókn verði gerð á framkvæmd
gjaldeyrishaftanna áður en Seðla-
bankanum verði veittar ótakmark-
aðar heimildir til rannsóknar mála.
„Framkvæmd gjaldeyriseftirlits-
ins er ekki hafin yfir gagnrýni svo
ekki sé dýpra í árina tekið. Már
Guðmundsson hefur farið framhjá
Kínamúrum eins og fram kom í
síðustu viku. Það er ekki búið að
ákæra í einu einasta máli sem gjald-
eyriseftirlitið hefur kært jafnvel þótt
blaðamannafundir séu haldnir þar
sem menn eru lýstir sekir. Þetta er
ekki eðlileg stjórnsýsla og hjálpar
ekki til að ná þeim aðilum sem
hugsanlega hafa brotið lögin,“
segir Guðlaugur Þór. -óhþ
Gjaldeyrismál seðlabankinn
Segir Seðlabankinn senda misvísandi skilaboð
Guðlaugur Þór vill rann-
sókn á gjaldeyriseftirliti
Seðlabankans.
Þ etta eintak barst upp í hendurnar á okkur og við
ákváðum að stilla því upp
í búðinni,“ segir Magnús
Karel Hannesson, kaup-
maður í Guðlaugsbúð á
Eyrarbakka um bókina
Saga Akraness 1. bindi
sem stillt er upp á öndveg-
isstað í búðinni. Eintakið
er merkilegt að því leyti
til að það er útkrotað
með athugasemdum Páls
Baldvins Baldvinssonar,
bókagagnrýnanda Frétta-
tímans. Eins og frægt er
orðið skrifaði Páll Baldvin
harðorða gagnrýni á Sögu
Akraness í júlí á síðasta
ári þar sem hann gagn-
rýndi harðlega vinnu-
brögð bæði höfundarins
Gunnlaugs Haraldssonar
og ritstjórnar bókarinnar.
Hún fékk eina stjörnu og
varð gagnrýnin til þess
að bæjarstjórn Akraness,
Gunnlaugur og útgáfu-
fyrirtækið Uppheimar
hótuðu Páli Baldvini
málaferlum nema
til kæmi afsök-
unarbeiðni og
leiðrétting
á fimmtán
efnisat-
riðum
dómsins.
Ekki
kom
afsökun-
arbeiðni
né leið-
rétting frá
Páli Bald-
vini en aðil-
arnir þrír
létu ekki
verða af
Ég gæti
ímyndað
mér að
þetta yrði
dýrgripur
fyrir
áhuga-
menn um
bókaút-
gáfu og
byggða-
sögu.
Verslun bækur
Útkrotað eintak Páls af Sögu
Akraness til sölu á Eyrarbakka
Eitt umdeildasta og kostnaðarsamasta bókverk síðustu ára, Saga Akraness, er til sölu í Guð-
laugsbúð á Eyrarbakka. Eintakið er einstakt því það er útkrotað í athugasemdum frá Páli Baldvini
Baldvinssyni, bókagagnrýnanda Fréttatímans.
Eintakið af Sögu Akraness, útkrotað af Páli Baldvini,
gæti reynst dýrgripur þegar fram líða stundir.
Þrátt fyrir gríðarlega
gagnrýni á ritun fyrri
bindanna er meirihluti
bæjarstjórnar ekki af
baki dottin og hefur
bæjarstjórinn fengið
heimild til að semja við
Gunnlaug Haraldsson um
að hann riti þriðja bindi
Sögu Akraness. Árni Múli
Jónasson, bæjarstjóri,
segir að takist samn-
ingar sé gert ráð fyrir
að búseta á Skaganum á
nítjándu öld verði rituð á
næstu þremur árum.
Árni Múli segir að
þetta þriðja bindi liggi að
stórum hluta þegar fyrir
þar sem söguritari hafi
frá upphafi mátt gera
ráð fyrir að skrifa sögu
bæjarfélagsins fram að
tuttugustu öld. „En það
þarf að sjóða saman og
ganga frá og samræma.
Við ætlum að reyna að
ná samkomulagi. En við
vöðum ekki í peningum,
svo samkomulag þarf að
nást.“
En óttast hann ekki
að verkið dragist úr hófi
fram? „Nei, samningur-
inn verður afkastatengd-
ur og gert ráð fyrir að því
verði skilað á tilteknum
tíma, að því marki sem
hægt er að negla svona
hugverk niður.“ -gag
því að stefna Páli Baldvini.
Magnús Karel segir að
bókin hafi ekki verið auglýst
sérstaklega né hafi hún verið
verðlögð. „Traffíkin hjá okkur
er ekki byrjað en ætli við ósk-
um bara ekki eftir tilboðum
í hana. Ég gæti ímyndað mér
að þetta verði dýrgripur fyrir
áhugamenn um bókaútgáfu og
byggðasögu þegar fram líða
stundir,“ segir Magnús Karel.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Áfram heldur söguritun Akraness
Guðlaugsbúð
Guðlaugur Pálsson
kaupmaður stofnaði
búðina 1917 og stóð
vaktina í 76 ár – upp
á hvern einasta dag.
Hann lést árið 1993.
Saga Akraness fékk útreið í bókagagnrýni Fréttatímans í fyrra.
Árni Múli Jónasson,
bæjarstjóri
Björgólfur Thor
fær ekki að breyta
Björgólfur Thor Björgólfsson fær
ekki að breyta innra fyrirkomu-
lagi Fríkirkjuvegs 11 en félag í
hans eigu, Novator F11, á húsið.
Sótt var um að fá að færa aðal-
stiga hússins niður um eina hæð
þannig að í stað þess að tengja
saman fyrstu og aðra hæð væri
kjallari og fyrsta hæð tengd með
þeim hætti. Með erindinu
fylgdu umsagnir
Minjasafns
Reykjavíkur og
Húsafriðunar-
nefndar. Svar
byggingafull-
trúa var einfalt:
Nei! -óhþ
Leyfi á elleftu stundu
WOW air tókst að útvega síðasta tilskilda leyfið
til flugrekstrar einungis fáeinum klukkustundum
áður en fyrsta vél flugfélagsins hóf sig til flugs.
Keflavik Flight Services, þjónustuaðili flug-
rekanda WOW air, fékk heimild frá Flugmála-
stjórn fáeinum klukkustundum áður
en til flugtaks vélar WOW til Parísar
kom um hádegi í gær, samkvæmt
upplýsingum frá Valdísi Ástu
Aðalsteinsdóttur, upplýsingafull-
trúa Flugmálastjórnar Íslands.
Svanhvít Friðriksdóttir,
upplýsingafulltrúi WOW air,
segir það mikinn létti að
leyfið sé komið. „Það kostaði
blóð, svita og tár og með
ólíkindum hversu margir
steinar voru lagðir í götu
okkar í þessu máli,“
segir Svanhvít. -sda
Heimurinn
tóbakslaus
Heimsdagur án tóbaks var haldinn í
gær, fimmtudag. Dagurinn er haldinn
í samstarfi við Vinnuverndarstofnun
Evrópu en stofnunin hefur samhliða
deginum hleypt af stokkunum vitundar-
herferð þar sem sent er ákall til atvinnu-
rekenda og starfsmanna um að útrýma
tóbaksreyk af vinnustöðum
um alla Evrópu. -óhþ
2 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012