Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 4

Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 4
GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST YFIR 40 GERÐIR GRILLA Í BOÐI LANDMANN eru frábær grill fyrir íslenskar aðstæður 44.900 Opið til kl. 16 á laugardögum 12734 Smiðjuvegi 2, Kóp, S. 554 0400 Michelsen_255x50_D_1110.indd 1 02.11.10 10:06 M ér finnst innanríkisráðu-neytið hafa staðið sig vel. Það fór yfir þau lög og reglur sem gilda og sá að lögreglu- stjóri og borg voru ekki að fara eftir þeim,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi staðanna Mónakó og Monte Carlo. Innanríkisráðherra hefur fellt ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að synja honum um áframhaldandi rekstrar- leyfi fyrir staðina úr gildi. „Ég verð á Laugaveginum þar til ég drepst. Það er ekki flóknara. Ég fer ekki.“ Ráðuneytið fer fram á að lögreglu- embættið taki málið upp að nýju og fái nýjar umsagnir borgarráðs þar sem þessar fyrri hafi verið haldnar „svo verulegum annmörkum“ að lögreglustjórinn hefði ekki átt að líta til þeirra þegar hann ákvað að framlengja ekki rekstrarleyfin. Ráðuneytið telur að borgin hafi ekki farið að lögum með því að vitna í málaskrá lögreglunnar þegar það setti út á ónæði af stöðunum. Einn- ig átelur það borgina fyrir að vitna um fjölda kvartana en segja aldrei hversu oft, hvenær eða hver kvart- aði. „Ég mun stefna þeim,“ segir Mar- geir og á við borgina; einnig lög- reglustjórann og borgarstjórann. Hann vill fá bætur vegna kostnaðar- ins við að hnekkja þessum ákvörð- unum, en hann varði milljónum í að verja sig. Staðir hans, sem óreglu- menn hafa meðal annars sótt, hafi verið ataðir auri. „Fólk heldur að það sé ekki kom- andi þarna inn. Í morgun var töku- lið sjónvarpsþáttaraðarinnar Press- unnar að taka upp á Monte Carlo. Fólk gapti; er svona fínt hjá þér? Það er búið að djöflast svoleiðis á mér og mínum stöðum að menn halda að þetta sé ein rotþró. Það er ekki þannig,“ segir Margeir. „Ég hef sagt það áður. Það eru þrjár reglur sem lögreglustjórinn og borgin virðast vinna eftir. Þær eru stuttar og hljóða svona: Mér finnst það, af því bara og sú þriðja er; við skulum láta reyna á það. Það er sorglegt að búa í þjóðfélagi þar sem fólkið þarf að sitja undir því að ráðandi aðilar í þjóðfélaginu skuli nota svona reglur en láta lögin eiga sig,“ segir hann. „Það er eins á mínum stöðum og öðrum. Það koma alltaf upp einhver atriði, en það er ekki verra hér en hvað annað.“ Úrskurðirnir féllu 11. maí. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is  RekstuR synjun leyfis Monte CaRlo og Mónakó felld úR gildi Margeir ætlar í mál og krefst bóta Hvorki borgin né lögregluembætti höfuðborgarsvæðisins fóru að lögum þegar ákveðið var að fella rekstrarleyfi staða Margeirs Margeirssonar, Monte Carlo og Mónakó á Laugaveginum, úr gildi. Hann vill skaðabætur og hyggst stefna yfirvöldum. Margeir Margeirsson á stað sínum Mónakó á Laugavegi. Mynd/Hari Kjöti stolið í Bónus og málið skráð á Monte Carlo Fréttatíminn sagði frá því í febrúar hvernig mál sem gerð- ust í nágrenni staða Margeirs voru skráð á þá. Til dæmis var mál þar sem karlmaður sem stal kjöti í Bónus 11. október og sást með ætlað þýfi við Monte Carlo skráð á staðinn en hann náðist við bílastæða- húsið við Laugaveg 86. Annað þar sem lögreglunni er tilkynnt um meðvitundar- lausan mann eftir líkamsárás í nóvember 2010; sá engan og vissi ekki hver hafði tilkynnt um atburðinn. Málið var skráð á Monte Carlo. Innanríkisráðuneytið átelur borgina fyrir að bera fyrir sig málaskrá lögreglunnar þegar hún vitnar um ónæði af stöðunum. Það átelur borgina einnig fyrir að veita einungis eins árs rekstrarleyfi sem yrði ekki endurnýjað minnki ónæðið ekki. Matið á slíku er talið of huglægt. Vöruskiptin í apríl hagstæð um 9,5 milljarða Vöruskipti við útlönd í apríl voru hag- stæð um 9,5 milljarða króna. Vörur voru fluttar út fyrir 50,2 milljarða króna en inn fyrir 40,7 milljarða. Í apríl í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 3,4 milljarða króna, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Sé litið til tímabilsins janúar til apríl voru vöruskipti hagstæð um tæpa 28 milljarða króna. Út voru fluttar vörur fyrir 206,2 milljarða króna en inn fyrir 178 milljarða. Á sama tímabili í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 33,8 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,8 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 53,7 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,2 prósentum meira en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42,0 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 22,4 prósentum meira en á sama tíma árið áður. - jh Hagnaður Íslandsbanka 5,6 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi var 5,6 milljarðar samanborið við 3,6 milljarða króna á sama ársfjórðungi fyrra árs. Hagnaður eftir skatta af reglulegri starfsemi var 4,8 milljarðar á fjórðungnum, samanborið 3,8 milljarða á sama tímabili í fyrra. Nettó gjaldfærsla vegna endurmats lánasafnsins nam 1,5 milljarði á fjórðungnum, saman- veðuR föstudaguR laugaRdaguR sunnudaguR HeiðríKt á lAndinu, n-átt AustAnlAnds oG þAr svAlt, AnnArs HæGviðri HöfuðBorGArsvæðið: Hægur VINdur og HafgoLa yfIr MIðjaN dagINN. SóL. enn nánAst HeiðríKt oG HæGviðri, en HAfGolA við sjóinn. Hlýtt Að deGinuM HöfuðBorGArsvæðið: LéttSkýjað eða HeIðrÍkja og faLLegaSt SuMarVeður. HafgoLa. HæGur vindur eð n-átt, svAlt við norður- oG AusturströndinA, en Hlýtt syðrA. HöfuðBorGArsvæðið: ÁfraM SóLrÍkt og HItI uM 15 StIg að degINuM. nánast heiðríkt Hún er allt að því einstök þessi tíð sem við erum að upplifa. einn og einn dagur með heiðríkju á landinu öllu kemur alltaf annað veifið, en að þeir raðist saman hver á fætur öðrum í heila viku er nánast með ólíkindum. Spáin hljóðar upp á óbreytt veður í stærstu dráttum. Sól og aftur sól en þar sem andar af hafi getur orðið nokkuð svalt. en landgolan er hlý og þar sem er friður fyrir hafgolu gæti hiti teygt sig upp í 18 til 20°C í sterku sól- skininu. 16 12 14 12 17 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is 13 12 13 15 16 13 11 10 14 16 borið við gjaldfærslu upp á 664 milljónir á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár eftir skatta á tímabilinu var 17,7 prósent á ársgrundvelli, samanborið við 11,7 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2011. Arðsemi tímabilsins af reglulegri starfsemi var 15,1 prósent á fjórðungnum, samanborið við 12,4 prósent á sama tímabili árið 2011. - jh Vill sauðnaut á Vestfirði Snævar Valentínus Vagnsson hefur óskað formlega eftir því við Ísafjarðarbæ að fá að flytja sauðnaut til Íslands frá grænlandi og ala þau á Vestfjörðum, að því fram kemur á bb.is. Snævar hefur mikinn áhuga á því að koma upp stofni sauðnauta hér á landi, og kannar nú hvort hann geti fengið leyfi til að flytja inn að minnsta kosti tíu kýr og tvo tarfa. Hægt er að skapa þeim góð skilyrði á vestanverðu landinu, þar sem mikið landsvæði er ónýtt bæði af mönnum og dýrum. Hann sér fyrir sér að eftir nokkur ár verði um hundrað kýr og nokkrir tarfar saman í flokki, og gæti Ísafjarðar- bær notið góðs af þeim tekjum sem hægt er að hafa of stofninum, til að mynda í formi veiðileyfis og ferðamannatekna. Hann telur að sauðnautin gætu verið góð viðbót við dýrastofna Íslendinga og það sé landi og þjóð til sóma af fá slík dýr til að auðga dýralífið á frón. Sauðnaut eru heimskautadýr af ætt slíðurhyrninga, og er að finna á túndrusvæðum grænlands, kanada og alaska, en hafa verið flutt til bæði Noregs og Svíþjóðar. Ísafjarðarbær hefur falið umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar að sjá um málið. -sda 4 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.