Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 10
Höskuldur Daði Magnússon hdm@ frettatiminn.is K atrín Jakobsdóttir mennta-málaráðherra, Gunnar Nelson íþróttamaður, Halldór Helga- son, snjóbrettakappi og Leifur Leifs- son, baráttumaður hreyfihamlaðra, hafa verið valin þau sem skara helst framúr meðal ungra Íslendinga á aldr- inum 18 til 40 ára. Alþjóðlega hreyfing- in JCI stóð fyrir valinu. „Mikill heiður og ég var hissa. En þetta er ánægjulegt,“ segir Leifur um valið. Afrek hans, eins og hinna þriggja, voru tíunduð við þetta tæki- færi. „Ég las það skjal. Ég hafði ekki áttað mig sjálfur á því hvað ég hef verið að brasa við margt í gegnum tíðina. Svo er margt sem ég var búinn að gleyma,“ segir hann og lætur hjólastólinn ekki stoppa sig. Með- al verka er heimildamyndin Ör- yrkinn ósigrandi. Hann var einn forsprakka Götuhernaðarins, sem vann að því að bæta ímynd hreyfihamlaðra og hefur meðal annars fengið Kærleikskúl- una 2011 sem framúrskar- andi fyrirmynd. „Nú stefni ég á Hvannadalshnjúk og vinn að því að klára það í júní. Ég verð á handknúnum sleða. Ég er búinn að æfa í tvö ár og ætlaði í fyrra en þá gaus og við urðum að hætta við. En nú ætlum við að láta verða að þessu – No matter what.“ Guðjón Már Guðjónsson, oftast kenndur við OZ, Viktor Ómarsson frá samtökunum, Garðar Thor Cortez söngvari og ólympíufarinn Kristín Rós Hákonardóttir völdu þau fjögur úr hópi fjölda tilnefndra en þau sem voru efst á blaði auk þessara fjögurra voru Annie Mist Þórisdóttir íþróttakona, Ari Bragi Kárason tónlistarmaður, Axel Krist- insson íþróttaþjálfari, Guðmundur Hallgrímsson fatahönnuður, Heiða Kristín Helgadóttir stjórnmálakona og Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari. Viktor segir þau fjögur verða til- nefnd til alþjóðasamtakanna sem velur tíu frambærilegustu á heimsvísu úr og býður á heimsþing sitt sem haldið verður í Taípei í Tævan. „Þetta fyrirkomu- lag hefur verið svona í ellefu ár og í tvígang höfum við átt fulltrúa þar sem er frábært, því um hundrað þjóðir tilnefna sína fulltrúa ár hvert. Sam- keppnin er gríðarlega hörð og fólkið allt framúrskarandi.“ Ólafur Ragnar Grímsson veitti þeim fjóru viðurkenn- ingar í Háskóla Reykjavíkur nú seinnipart fimmtudags. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is Ég hafði ekki áttað mig sjálfur á því hvað ég hef verið að brasa við margt í gegnum tíðina.“ Leifur Leifsson.  Verðlaunuð Katrín, Gunnar, Halldór oG leifur Þau skara framúr Fjögur hafa verið valin af JCI sem þau sem helst skara framúr meðal ungra Íslendinga að mati alþjóðlegu hreyfingarinnar JCI: Ráðherra, snjóbrettakappi, baráttumaður hreyfihamlaðra og bardagalistaríþróttamaður tóku við viðurkenningu úr höndum forsetans. Halldór Helgason, 21 árs. Ungur, efnilegur snjóbrettakappi sem hefur, ásamt bróður sínum, byggt upp fjögur fyrirtæki í kringum íþróttaiðkunina. „Hann er sjúkur í að koma aftur,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari. Heimsókn breska tónlistarmanns- ins Bryans Ferry til landsins um síðustu helgi vakti að vonum mikla athygli. Ferry hélt tvenna tónleika í Hörpu á vegum samtakanna Í okkar höndum, dóttursamtaka Nelson Man- dela Foundation í Jóhannesarborg, en var auk þess áberandi í bæjarlífinu. Steinþór Helgi bar hita og þunga af skipulagningu heimsóknar tón- listarmannsins og ljóst má vera að vel tókst til. „Þeir vilja koma strax aftur á næsta ári og halda aðra tónleika í Hörpu. Þá vilja þeir taka upp tón- leikana og gera heimildarmynd um heimsóknina,“ segir Steinþór Helgi en umboðsmaður Ferrys hefur þegar hafist handa við að finna rétta dag- setningu fyrir væntanlega tónleika. Bryan Ferry kom til landsins á laugardag og skemmti sér um kvöldið á Kaffi Nauthóli. Fylgdarlið hans hélt gleðinni áfram á Kaffibarnum fram- eftir nóttu en sjálfur laumaði Ferry sér snemma í bólið. Eftir tónleikana á sunnudagskvöld lagði Ferry og 30 manna fylgdarlið hans undir sig Fiski- félagið en Isaac sonur hans hafði auk þess verið duglegur að bjóða föngu- legum konum til veislunnar. Eftir tón- leikana á mánudagskvöld skemmti hópurinn sér svo á Kex Hosteli. Bryan Ferry er mikill veiðiáhuga- maður og hefur hug á að renna fyrir lax í heimsókn sinni á næsta ári. Í þessari heimsókn skellti hann sér í hvalaskoðun, buslaði í Bláa lóninu og kynnti sér listagalleríin í miðborg Reykjavíkur.  íslandsVinur ferry snýr aftur að ári Bryan Ferry ráðgerir aðra Íslandsreisu Bryan Ferry heillaðist af landi og þjóð í fyrstu Íslandheimsókn sinni. Hann krafðist þess að gista á Hótel Borg og var áberandi í bænum um síðustu helgi.Mynd/NordicPhotos/Getty Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, veitti viðurkenn- ingarnar. Leifur Leifsson, 27 ára. Hann hefur starfað mikið með hagsmunasamtökum fatlaðra, tekið þátt í uppsetningu leikrita, keppt í uppistandi og var fyrstur upp Esjuna í hjólastól. Katrín Jakobsdóttir, 36 ára. Hún hefur í mörg ár verið leiðandi í íslenskum stjórn- málum þrátt fyrir ungan aldur. Það er sjaldgæft á heimsvísu að svo ung kona hafi náð viðlíka frama í stjórnmálum. Gunnar Nelson, 23 ára. Hann er jarðbundinn, nálgast íþrótt sína af virðingu, er íþróttamaður í allra fremstu röð og til fyrirmyndar í hvívetna. Er meðal annars í efsta sæti á heimslista íþróttavefjarins MMA Planet yfir efnilegustu íþróttamenn í blönduðum bardagaíþróttum. 10 fréttir Helgin 1.-3. júní 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.