Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 12
H E LGA R BL A Ð
4,
6
Í nýrri, óbirtri rannsókn á heilsu og lífs-kjörum skólabarna, kemur fram að ís-lenskir unglingar eru með þeim hamingju-
sömustu í heimi – ef ekki þeir allra ánægðustu.
Fréttatíminn skýrði frá því í síðustu viku að
velferðarráðherra stefnir að stofnun sér-
stakrar unglingamóttöku í miðbæ Reykjavíkur
þar sem fólk á aldrinum 14-23 ára getur sótt
heilbrigðisþjónustu sem sniðin er að þeirra
þörfum.
Rannsóknin Heilsa og lífskjör skólabarna
er framkvæmd af Rannsóknarsetri forvarna
við Háskólann á Akureyri. Hún er hluti af fjöl-
þjóðlegu verkefni sem styrkt er af Alþjóða-
heilbrigðisstofnuninni (WHO) og tekur til
200 þúsund unglinga í 43 löndum í Evrópu og
Norður-Ameríku. Rannsóknin er lögð fyrir á
fjögurra ára fresti og eru nýjustu gögnin frá
2010.
Lífsánægja íslenskra unglinga er með því
hæsta sem mælist meðal samanburðarland-
anna. Þannig segjast 92 prósent 6. bekkinga
vera mjög ánægðir með lífið og það sama á við
um 92 prósent 8. bekkinga og 87 prósent 10.
bekkinga. Íslenskir unglingar eru meðal þeirra
fimm ánægðustu í öllum aldurshópum.
Færri stúlkur segjast hafa haft kynmök en
fjórum árum fyrr, að sögn Ársæls Arnars-
≈
Aðeins
sænskir
unglingar
voru
ólíklegri
til að nota
smokka.
≈
Dagleg
gosdrykkja
neysla [er]
fátíðari á
Íslandi en
í saman
burðar
löndunum.
≈
Áfengis
neysla
íslenskra
unglinga er
sú minnsta
meðal þjóða
í Evrópu
og Norður
Ameríku.
≈
Íslenskir unglingar þeir
hamingjusömustu í heimi
Íslenskir ung
lingar eru meðal
þeirra hamingju
sömustu í heimi.
Færri stúlkur
stunda kynmök
en fyrir fjórum
árum sem gerir
það að verkum að
íslensk ungmenni
færast niður um
níu sæti þegar
skoðað er hlutfall
þeirra tíundu
bekkinga sem
hafa haft kynmök.
Fyrir fjórum árum
voru þau í öðru
sæti.
Lífsánægja íslenskra unglinga er með því hæsta sem mælist meðal samanburðarlandanna. Þannig segjast 92 prósent 6. bekkinga vera mjög ánægðir með lífið og það sama á við
um 92 prósent 8. bekkinga og 87 prósenta 10. bekkinga. Íslenskir unglingar eru meðal þeirra fimm ánægðustu í öllum aldurshópum. Nordic Photos/Getty Images
Sigríður Dögg
Auðunsdóttir
sigridur@ frettatiminn.is
sonar, prófessors í sálfræði við Háskólann á
Akureyri. „Alls hefur um þriðjungur íslenskra
unglinga í 10. bekk haft kynmök, sem er tals-
vert hærra en meðaltalið úr öllum löndunum
43 sem var 26 prósent. Grænlendingar tróna á
toppnum en þar í landi hafa 71 prósent stúlkna
og 46 prósent stráka í 10. bekk stundað kyn-
mök. Íslendingar sem áður voru í öðru sæti,
falla nú niður í það ellefta. Mestu um ræður
að hlutfallslega færri stúlkur segjast nú hafa
stundað kynlíf en fyrir fjórum árum þegar
könnunin var gerð,“ segir hann.
Notkun smokka staðið í stað
Samkvæmt könnuninni er smokkanotkun ís-
lenskra unglinga sú næst minnsta á Vestur-
löndum. Sögðust 64 prósent stúlkna og 71
prósent drengja í 10. bekk hafa notað smokk
við síðustu kynmök, sem er talsvert lægra en
meðaltal hinna landanna sem var 78 prósent.
Aðeins sænskir unglingar voru ólíklegri til að
nota smokka. Í Eistlandi var smokkanotkun
unglinga algengust en þar höfðu 90 prósent
unglinganna notað slíka vörn við síðustu sam-
farir.
Ársæll segir að smokkanotkun hafi almennt
aukist í flestum samanburðarlöndum en hér
á landi hafi hún staðið í stað. „Smokkar eru
öflugasta vörnin gegn kynsjúkdómum og sú
getnaðarvörn sem helst er notuð af ungling-
um í flestum löndum. Notkun á þeim meðal
unglinga hefur sýnt sig vera mjög háð sjálfs-
trausti þeirra og þeir unglingar sem ekki
nota smokka eru líklegri til þess að stunda
áhættusamara kynlíf, það er, að byrja ungir,
eiga fjölda rekkjunauta og vera undir áhrifum
vímuefna,“ segir Ársæll.
Slys algengasta orsök dauðsfalla
Slys eru algengasta orsök dauðsfalla og örorku
meðal ungs fólks í flestum þróuðum löndum,
að sögn Ársæls. „Slys geta tengst áhættu-
hegðun en eru einnig fylgifiskar íþróttaiðk-
unar. Íslensk börn slasast oft miðað við börn í
samanburðarlöndum. Meðal 10. bekkinga eru
það til að mynda aðeins Spánverjar sem slasast
oftar en Íslendingar,“ bendir hann á.
„Það kann að vera að slysavörnum barna sé
frekar ábótavant á Íslandi frekar en í öðrum
löndum. En gott aðgengi að læknisþjónustu
kann einnig að skýra einhvern hluta talnanna.
Spurt er hversu oft viðkomandi hafi þurft að
leita til læknis eða hjúkrunarfræðings vegna
meiðsla á síðastliðnu ári. Hvoru tveggja getur
skýrt háa tíðni; fjöldi slysa og aðgengi að heil-
brigðisþjónustu,“ segir Ársæll.
Íslenskir 10. bekkingar of þungir
Bandarískir unglingar eru hlutfallslega
flestir í yfirþyngd í öllum aldurshópum
rannsóknarinnar, í 6., 8. og 10. bekk. Hlut-
fallslega fá íslensk börn teljast í yfirþyngd
í 6. bekk miðað við börn í samanburðar-
löndunum, en þeim fjölgar hlutfallslega í
8. bekk og íslenskir 10. bekkingar eru þeir
sjöundu þyngstu. Íslenskir 10. bekkingar
eru þyngstir allra unglinga á Norðurlönd-
unum. Íslenskir unglingar eru einnig næst
líklegastir allra til að vera í megrun. Þannig
hafa 31 prósent stúlkna og 15 prósent
stráka í 10. bekk reynt að megra sig. Íslensk
börn hreyfa sig aðeins minna en unglingar í
samanburðarlöndum gera að meðaltali.
„Það er mjög jákvætt fyrir einstakling
að halda sér í kjörþyngd ef það er gert
með heilsusamlegum hætti. Alltof margir
unglingar beita hins vegar mjög óheilsu-
samlegum aðferðum sem ekki aðeins skaða
heilsuna heldur valda þyngdaraukningu til
lengri tíma,“ segir Ársæll.
Hann bendir jafnframt á að samkvæmt
rannsókn Háskólans á Akureyri er dagleg
gosdrykkjaneysla fátíðari á Íslandi en í
samanburðarlöndunum. „Hlutfall unglinga
sem tannbursta sig oftar en einu sinni á dag
er sambærilegt við meðaltal samanburðar-
landa. Ef tannheilsa íslenskra barna er
lakari en annarra hlýtur það að vekja spurn-
ingar um aðgengi að tannlæknisþjónustu
sem hefur verið vandræðamál í mörg ár,“
segir hann.
Reykingar fátíðar
Reykingar eru mjög fátíðar meðal íslenskra
unglinga í öllum samanburði og meðal 10.
bekkinga eru Íslendingar í næstneðsta sæti
yfir tíðni reykinga. Áfengisneysla íslenskra
unglinga er sú minnsta meðal þjóða í Evr-
ópu og Norður-Ameríku.
Einelti er hlutfallslega fátítt á Íslandi. Um
fjögur prósent unglinga í 10. bekk eru lögð
í einelti að minnsta kosti tvisvar í mánuði.
Algengast er einelti í Rúmeníu þar sem
einn af hverjum fimm unglingum í þessum
aldurshóp verður fyrir tíðu einelti. Meðaltal
samanburðarlandanna er 8 prósent.
„Þótt þetta sé mjög ánægjulegur árangur
mældur í tíðni er ég hræddur um að þetta
skipti litlu máli fyrir þau börn sem verða
fyrir einelti. Þetta sýnir samt að það er
hægt að ná árangri í þessum málum og
skólarnir hafa margir hverjir tekið á þessu
af krafti,“ segir Ársæll.
12 fréttaskýring Helgin 1.-3. júní 2012