Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 18

Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 18
PI PA R\ TB W A · SÍ A · 11 21 74 b m va ll a .is Hágæða hráefni fyrir íslenskar aðstæður Í múrversluninni hjá BM Vallá geturðu gengið að fyrsta flokks vöru og þjónustu fyrir allt múrverk ásamt hágæðaflotefni sem hentar bæði til nýbyggingar sem og í endurflotun. Einnig býður BM Vallá uppá StoCrete flotefni. BM Vallá hefur um árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingarvörumarkað. Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Góður múr er grundvallaratriði „Enskt lið Evrópumeistari, nýr þjálfari og mikill stuðningur. Þeir komast í úrslitaleikinn.“ „Tjallinn á eftir að flækjufótast eitthvað í gegnum þetta mót. Eru í tiltölulega léttum riðli og það mun gjósa upp einhver stemmning í kringum þá.“ „Afar óvænt þar sem þeir eru ekki vel mannaðir, en eins og með Ísland í handbolta þá eru þeir bestir þegar engar væntingar eru gerðar.“ „England er vagga fótboltans.“ „Hjartað slær oftast með Eng- landi – en þeir valda oftast von- brigðum.“ „Hafa ekki liðsheildina til að fara alla leið.“ „Lampard og Terry (þótt sá síðarnefndi hafi verið í banni í úrslitaleiknum) gerðu ótrúlega hluti með Chelsea undir lok tíma- bilsins og fara hungraðir inn í EM svo mig grunar að þeir gætu náð langt með liðið á viljastyrknum.“ „Litlar væntingar að þessu sinni og þeir munu koma á óvart með Steven Gerrard í öndvegi.“ „Gary Neville í þjálfara- teymi Englands fleytir þeim í úrslitaleik- inn.“ „Loksins koma þeir á óvart, en tapa vitaskuld úrslitaleiknum. Seigla Chelsea hefur kennt þeim margt í viðureign við meginlandið. Rooney blómstrar og Hart tekur þetta.“ „Aldrei verið eins lítil pressa á liði Englands og það mun hjálpa þeim mikið.“ „Lærisveinar Roy Hodsgon koma öllum að óvörum en tapa í víta- spyrnukeppni í úrslitum.“ „Ég veðja alltaf á England í 1. sæti sem er óskhyggja náttúrulega, en hlýtur einhvern tímann að rætast! Og undir Hodgson, með fullt af meiðslum og ósannfærandi undirbún- ing að baki, er pressan á þá minni en venjulega. Gæti hentað þeim að vera underdogs.“ „Blessaðir Englend- ingarnir, já þeir munu á ótrúlegan hátt koma sér alla leið í undanúrslit og fá inn Wayne Rooney í liðið en það mun ekki duga til. Enn einu sinni munu þeir tapa fyrir Þjóð- verjum.“ „Það myndast einhver stemmning í franska liðinu sem kemur þeim alla leið.“ „Frökkum hefur gengið vel í undan- keppninni og Laurent Blanc hefur tekist að þétta raðirnar, gamall heimsmeistari og lærisveinn Fergusons. Evra hefur snúið aftur í hópinn og mun styrkja liðið enn frekar. Kannski verður hann samferða Hazard til United eftir mótið.“ „Blanc er að ná liðinu í gang og þeir verða sterkir í sumar. Þeir munu koma ein- hverjum á óvart.“ „Þeir koma á óvart í ár ætla að sanna sig eftir dapurt gengi í síðasta móti.“ „Frakkarnir náðu sér ekki á strik á HM og voru slakir á EM 2008. Þeirra tími er ekki kominn, en þeir geta prísað sig sæla með 3. sætið. Og prísað sig sæla fyrir Benzema.“ „Frakkar fara án pressu í mótið, þjálfar- inn er sigurvegari sem fær leikmenn til að standa saman í þessu móti.“ „Eftir niðurlægingu á síðustu mótum er mikill metnaður hjá franska liðinu að standa sig vel í ár. Nú er aftur toppmaður við stjórn- völinn eftir að rugludallurinn var látinn hætta.“ „Frakkarnir eru komnir aftur. Nýr hópur að mestu leyti, ungir og sprækir strákar, varnarsinnaðari en oft áður og það verður erfitt að brjóta þá niður (jafnvel þó Ísland hafi skorað 2 á þá).“ „Á uppleið frá því eftir miðjan seinni hálfleik gegn Íslendingum á sunnudaginn.“ „Hafa ekkert getað síðan Zidane hætti, en Blanc mun ná að endurvekja stolt þeirra. Spái að þeir slái út Spán í 8. liða úrslitum í eftir- minnilegum leik.“ „Ronaldo verður heitur.“ „Nú hlýtur að koma að því, eftir enn eitt frábært tímabil með félagsliðinu, að Ronaldo eigi líka frábært stórmót.“ „Langnæstbesti knattspyrnumað- ur heims. Þetta verður keppnin hans.“ „Nani verður maður mótsins.“ „Mun toppa sinn riðil, en missa svo taktinn og Ronaldo gengur grátandi af velli eftir tap í undanúrslitum.“ „Þurfa náttúrulega að komast upp úr “dauðariðlinum” fyrst. En í EM er Ronaldo aðal úr því Messi er frá Argentínu, og ef hann kemst í stuð getur Portúgal hæglega komist í úrslitaleik- inn.“ England 34 Ari Edwald, forstjóri 365 Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Breki Logason, fréttamaður Davíð Gíslason, lögmaður Eggert Magnússon, fyrrverandi stjórnarmaður í UEFA Eggert Skúlason, almannatengill Einar Baldvin Árnason, lögmaður Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður Einar Logi Vignisson, auglýsingastjóri Eygló Jónsdóttir, almannatengill Garðar Örn Úlfarsson, blaðamaður Grímur Sigurðsson, lögmaður Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður Hilmar Björnsson, dagskrárstjóri Skjásins Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Hörður Magnússon, íþróttafréttamaður Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður Jóhann G. Jóhannsson, leikari Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Lands- bankans Lúðvík Arnarson, ferðafrömuður Magnús Már Einarsson, ritstjóri Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Magnús Orri Schram, alþingismaður Ólafur Garðarson, lögmaður og umboðsmaður Óskar Þór Axelsson, leikstjóri Óskar Ófeigur Jónsson, íþróttafréttamaður Pétur Blöndal, blaðamaður Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Ragnar Jónasson, rithöfundur Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Sigurður Hlöðversson, auglýsingafrömuður Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður Úlfur Blandon, knattspyrnuþjálfari Valdís Fjölnisdóttir, athafnakona Vilborg Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur Þorlákur Árnason, knattspyrnuþjálfari Álitsjafar frakkland 25 Portúgal 15 Ítalía 10 „Þeir fara langt á hefðinni, miklir sigurvegarar með góða varnar- vinnu.“ „Leiðinlegur fótbolti er oft árangursríkur.“ „Oft átt frægari leikmenn og umtalaðri, líka betra lið, en þeir eru alltaf góðir í vörn. Það mun tryggja þeim velgengni nú sem fyrr.“ „Ítalía, fara langt á liðsheildinni en missa áhugann eftir að þeir tapa í undanúrslitum.“ „Kláruðu riðilinn með glæsibrag og á þess að tapa leik, en þess ber að geta að riðillinn var nú ekki sá sterkasti. Komast þó þetta langt.“ „Eru farnir að spila skemmtilegri bolta en oft áður án þess þó að opna sig mikið.“ „Það er bannað að vanmeta Ítali á stórmótum og nú þegar ekki er búist við mjög miklu verða þeir stórhættulegir. Myndi segja að þeir kæmu á óvart ef þeir væru ekki númeri of stór fótboltaþjóð til að hægt væri að nota svoleiðis orðalag.“ „Jókerinn í pakkanum. Gætu komist í undanúrslit en líka verið alveg vonlausir og setið eftir í riðlinum.“ svíþjóð 6 „Suprise of the tournament. Gríðarlega góð blanda af reynslu (Isaksson – Mellberg – Svensson og Zlatan) með yfir 400 lands- leiki. Síðan ótrúlega efnilegir leik- menn eins og Rasmus Elm, Ola Toivonen og Emir Bajrami. Zlatan er sigurvegari! Geta tekið Danmörk/Grikkland á þetta.“ „Sænsku kjötbollurnar troða sér í undanúrslitin í ár. Þeir eru að vísu með Frökkum og Englendingum í riðli en ég hef litla trú á þessum stórþjóðum í sumar. Svíar hafa líka sýnt það í gegnum tíðina að þeir eru góðir á stórmótum. Reynsluboltar í vörn og er ekki kominn tími á að Ibrahimovic stígi aðeins upp. Það verða tilboð í Ikea í allt sumar. Hej alle uppa!“ „Unnu Eurovision, geta væntan- lega næstum unnið þetta líka.“ rússland 3 „Dark horse-liðið að þessu sinni.“ Grikkland 2 „Þeir þurfa á verðlaunum að halda, vonandi er verðlaunafé.“ Króatía 2 „Eru með miðjumann frá Totten- ham og hljóta því að fara langt.“ „Ég hef mikla trú á því að Slaven Bilic fari langt með Króatana. Þeir skilja eftir Ítali í riðlinum og vinna Svíþjóð/Frakkland/England í átta liða úrslitunum en svo eru þeir bara ekki nógu góðir til að vinna Þjóðverjana.“ Pólland 2 „Pólverjar eru á heimavelli, hungraðir með marga áhugaverða leikmenn.“ Danmörk 1 „Rallhálfir Danir munu rúlla í undanúrslit öllum að óvörum.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is 18 fótbolti Helgin 1.-3. júní 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.