Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 23

Fréttatíminn - 01.06.2012, Side 23
H E LGA R BL A Ð 5 Þegar Stjórnlagaráð hóf vinnu sína við að endurskoða stjórnarskrána frá grunni í mars 2011 blasti þessi vandi við. Ætlun Stjórnlagaráðs varðandi valdþættina var að upp­ hefja Alþingi, auka veg þess, virð­ ingu og völd — einkum á kostnað ríkisstjórnar. Niðurstaðan varðandi forsetann var að halda vægi emb­ ættisins sem áþekkustu núverandi skipulagi en að skýra stöðu þess og hlutverk sem best. Og girða þannig fyrir mjög ólíka túlkun á hlutverki forsetans — sem hlýtur að ógna stöðugleika stjórnskipunarinnar og festu í stjórnkerfinu. Eitt meginmarkmið Stjórnlaga­ ráðs var einmitt það að leikmenn geti lesið meginatriðin í stjórn­ skipan landsins í stjórnarskrá en þurfi ekki að leita á náðir sérfróðra stjórnskipunarfræðinga — eins og presta véfréttarinnar í Delfí forðum — til að túlka hana. Með því að nema á brott leppsákvæðin sem forseti hefur aðeins formlega með höndum en ráðherrar fram­ kvæma í raun verður hlutverk for­ seta gegnsærra og staða hans skýr­ ari. Stjórnarskráin segir þá fyrir um raunverulegar embættisskyldur for­ setans svo rými fyrir ólíkar túlkanir á vægi hans og stöðu verður mun þrengra fyrir vikið. Hingað til hefur helsta vald for­ seta þótt felast í málskotsréttinum, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Þeg­ ar sá réttur er í öllum aðalatriðum færður til lítils hlutfalls kjósenda (10%), eins og gert er ráð fyrir frumvarpi Stjórnlagaráðs, dregur vitaskuld nokkuð úr valdavægi for­ setans í stjórnskipan landsins. Þá má halda fram að hlutverk forseta minnki við afnám þeirrar hefðar að forseti veiti sérstakt stjórnarmynd­ unarumboð. Á móti fær forsetinn tiltekin öryggisventilshlutverk en hefur ekki með höndum viðmiklar stjórnvaldsákvarðanir — þær eru áfram á hendi ríkisstjórnar. Að­ koma hans að stjórnvaldsákvörð­ unum felst því í að vísa ákvörðunum ráðherra í tilteknum neyðartilvik­ um ýmist á milli valdþáttanna eða til þjóðarinnar. Þetta er öryggisven­ tilshlutverk, ekki stefnumarkandi stjórnvaldsathöfn. Vægi embættis forseta Íslands breytist ekki mikið í tillögum Stjórn­ lagaráðs en hlutverk þess verður miklum mun skýrara en áður. Þrátt fyrir afnám ýmissa formlegra lepps­ hlutverka hefur forsetinn jafna möguleika og áður á að rækja hlut­ verk sitt sem þjóðhöfðingi — sam­ einandi trúnaðarmaður þjóðarinnar. Eiríkur Bergmann, dósent í stjórnmálafræði, sat í Stjórnlagaráði Vægi embættis forseta Íslands breytist ekki mikið í tillögum Stjórn lagaráðs en hlutverk þess verður miklum mun skýrara en áður. Ágætu vinir Ég er uppseldur og því staddur í Búðardal þessa dagana en kem aftur í næstu viku. Ég þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur. Hefði aldrei trúað því að svona ljótur ostur yrði svona vinsæll. Ég er meyr og mjúkur. Þakka ykkur. LjóturYkkar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 2– 03 31 Aðdáendur nær og fjær Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold í 20 ár 1992–2012 mánudaginn 4. júní, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes Jóhannesson Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.