Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 40

Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 40
8 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Auður Ösp Valdimarsdóttir og sonur hennar Alexander Breki eru falleg mæðgin sem hreinlega geislar af við fyrstu kynni. Auður er að læra upp- lýsinga- og fjölmiðlafræði en Alexander Breki er í 4. bekk í Hörðuvallaskóla. Það sem gerir þessi mæðgin kannski eilítið ólík mörgum mæðginum er að Alexander Breki fæddist með Cerebral palsy (CP), sem veldur því að Alexander er bundinn hjólastól og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs, til að mynda fær hann alla sína næringu í gegnum magasondu. Þessi fallegu mæðgin búa í Kópavoginum ásamt Ríkarði, litla bróður Alexanders. Dagarnir þarfnast góðs skipulags Auður Ösp segir að dagarnir hjá þeim geti verið langir og þeir þarfnist góðs skipulags. „Við vöknum snemma og gerum okk- ur tilbúin fyrir daginn, Alexand- er Breki er sóttur af ferðaþjón- ustunni og keyrður í skólann, en ég keyri síðan Ríkarð í leikskól- ann eftir það og undirbý mig svo fyrir daginn.“ Ferðaþjónusta fatlaðra kemur talsvert við sögu á hverjum degi hjá fjölskyldunni. „Alexander Breki fer beint úr skólanum í sjúkraþjálfun hjá Æfingastöð- inni, sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur, og kemur svo aftur heim með ferðaþjónust- unni á svipuðum tíma og yngri sonurinn. Þá höfum við það venjulega huggulegt heima eða kíkjum til ömmu og afa, sem er ekki síður huggulegt, þar sem þau eru mjög vinsæl hjá þeim drengjunum. Ómetanlegur stuðningur á Æfingastöðinni Alexander Breki byrjaði ungur í þjálfun hjá Æfingastöðinni og að sögn Auðar Aspar er þjálfunin ómissandi þáttur í lífi Alexand- ers. „Hann var svo lítill þegar hann byrjaði í sjúkraþjálfun hjá Æfingastöðinni. Á þessum tíma kom sjúkraþjálfari frá Æfingastöðinni yfir á Lyngás, sem er dagvistun fyrir fötluð börn. Alexander var þar í 5 ár og átti yndislegar stundir og ekki var verra að hann fengi alla þjónustuna á sama stað. Þetta er aðeins öðruvísi innan grunn- skólanna, þar sem börnin þurfa að sækja þjónustuna utan skól- Viðtal Auður Ösp VAldimArsdóttir móðir AlexAnders BrekA Æfingastöðin og Reykjadalur ómissandi þættir í okkat lífi Starfsfólkið virðist hafa ein- stakt lag á því að gera þjálfun, sem oft á tíðum getur verið ansi strembin, auðvelda og skemmtilega fyrir krakkana sem þangað fara. Alexander á ógleymanlegar stundir í Reykjadal.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.