Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 01.06.2012, Blaðsíða 42
10 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Snædís Rán Hjartardóttir er 17 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Síðan hún var 5 ára hefur hún glímt við jafnvægisskort, sjón- og heyrnarskerðingu og minnkaðan vöðvastyrk í efri hluta líkamans vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms sem bæði hún og systir hennar Áslaug Ýr eru með. Snædís Rán býr í foreldrahúsum ásamt eldri bróður og yngri systur. Hún þarf mikla aðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi, en það er það sem hún ætlar sér í framtíðinni. Í dag fær hún aðeins hluta af þeirri aðstoð sem hún þarf frá sveitarfé- laginu en foreldrar hennar sjá um það sem uppá vantar. Snædís Rán horfir björtum augum til framtíðar og bindur vonir við að geta lifað sjálfstæðu lífi með notendastýrðri persónulegri aðstoð. Með því móti losni foreldrar hennar undan stanslausu umönnunarhlutverki og hún losni undan því að þurfa að hafa foreldra sína alltaf andandi ofaní hálsmálið á sér, enda stefnir Snædís Rán á að lifa þá! Við fengum að fylgjast með Snædísi Rán á æfingu hjá Freyju Skúladóttur sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni. „Ég mæti í sjúkraþjálfun klukkan hálf níu á morgnana og hefst þegar handa við að gera æfingarnar mínar. Fyrst ýta með höndun- um (ég get varla ýtt einu kílói), síðan toga, þar næst hjóla með hönd- unum og síðast lyfta með fótunum áður en ég fer að teygja mig. Ég geri alltaf svipaðar æfingar, suma daga er ég sterkari en aðra, þó ekki sjáist mikill munur. Í ákveðinn tíma fólst sjúkraþjálfunin bara í teygjum en þá fór ég að hafa meiri áhuga á að æfa hendurnar. Ég get ekki kreppt hnefana eða lyft höndunum og þótti því frekar langsótt að byrja þessar æf- ingar, en þá fann einn sjúkraþjálfarinn einhverskonar aukahendur í einhverri hjólabúð. Þessi búnaður er bara mjög sniðugur því með honum er hægt að hengja hendurnar upp á æfingatækin. Stundum er líkaminn ekki alveg í lagi þegar ég mæti í tíma, en þá þarf bara að minnast á það og sjúkraþjálfarinn leysir vandamálið. Eitt sinn sem oftar var ég með vöðvabólgu í bakinu en sjúkraþjálfar- inn lét þá rannsaka málið og lagfæra bakið í hjólastólnum. Einhvern tíma kvartaði ég af því mér er oft kalt á tánum og þá fór ég að hitta bæklunarlækninn og fékk æðislega sokka sem örva blóðrásina. Svona getur þjónustan verið góð. Það er ekki alltaf gaman að fara í þjálfun. Stundum nenni ég ekki að hreyfa mig og þarf þá að beita mig hörðu til að skrópa ekki. Svo er einnig örlítið óþægilegt að fara í sund (eins og allir hljóta að þekkja, manni verður kalt þegar maður er hvorki ofan í lauginni né í sturtunni) en æfingin og teygjurnar gera mér gott. Ég ætla að halda áfram að mæta í sjúkraþjálfun þrisvar í viku svo lengi sem ég get. Ef ég flyt einhvern tíma úr borginni ætla ég fyrst að fá lista yfir allar æfingarnar sem ég get gert án sjúkraþjálfarans. Svona verð ég að vera dugleg til að verða ekki stirð og stíf eins og trédúkka.“ Æfingastöðin SnædíS Rán HjaRtaRdóttiR Ætlar að halda áfram í þjálfun svo lengi sem unnt er Snædís notar einskonar hanska með krók til að geta ýtt frá sér og að. Snædís hjólar með höndunum en það er hennar leið til að ná upp púlsinum. Freyja sjúkraþjálfari og Bryndís móðir Snædísar aðstoða hana við að komast afur í stólinn sinn. Það er ekki alltaf gaman að fara í þjálfun. Stundum nenni ég ekki að hreyfa mig og þarf þá að beita mig hörðu til að skrópa ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.