Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 44

Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 44
12 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60 ÁRA SLF 1. júní 2012 Í starfi okkar með börnum og ung- mennum er leitast við að fylgjast vel með nýjungum, þróun og þekk- ingu innan iðjuþjálfunar og sjúkra- þjálfunar með skjólstæðingsmiðaða þjónustu að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita heildræna nálgun við lausn vanda og leggjum því ríka áherslu á náið samstarf við fjölskyldur og þá sem veita barninu þjónustu. Til okkar leitar mjög breiður hópur með margvíslegan vanda. Við höfum nýtt okkur þau tækifæri sem hafa skapast til að fara nýjar leiðir og stuðlað að áherslu- breytingum í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Æfingastöðin er sjálfstæð heil- brigðisstofnun og hefur verið starf- rækt frá árinu 1956. Það er Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra sem rekur Æfingastöðina. Hlutverk hennar er að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Þar er einnig ákveðnum hópi fullorð- inna einstaklinga sinnt, sér í lagi þeim sem hafa verið hreyfihaml- aðir frá barnæsku og notið þjónustu Æfingastöðvarinnar frá unga aldri. Einnig er veitt þjónusta við einstak- linga með Parkinson-sjúkdóm. Á Æfingastöðinni veita iðjuþjálf- ar og sjúkraþjálfarar þjónustu þar sem áhersla er á fjölbreytt úrræði fyrir börn, ungmenni og foreldra þeirra. Yfir þúsund einstaklingar sækja þjónustu Æfingastöðvarinn- ar á ári hverju. Heildarfjöldi starfs- manna er um 35 þar af 10 iðjuþjálf- ar og 16 sjúkraþjálfarar. Þjónustan fer ýmist fram í húsnæði Æfinga- stöðvarinnar að Háaleitisbraut 13 eða í nánasta umhverfi barnsins svo sem í leikskólum/skólum eða á heimili. Auk þess starfar iðjuþjálfi í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Fjölskyldumiðuð þjónusta Í takt við breyttar áherslur og aukna þekkingu hefur starfsemi Æfinga- stöðvarinnar tekið meira mið af þörfum fjölskyldna barna með sér- þarfir. Stjórn Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra ákvað fyrir nokkru að endurskipuleggja þjónustu Æf- ingastöðvarinnar með hugmynda- fræði fjölskyldumiðaðrar þjónustu að leiðarljósi. Þjónustan byggir á ákvarðanatöku og áhrifum skjól- stæðingsins sjálfs í eigin íhlutun sem fellur vel að fjölskyldumiðaðri þjónustu. Skjólstæðingur og þjálfari komast í sameiningu að samkomu- lagi um markmið og leiðir í þjálfun. Æfingastöðin hefur þannig styrkt stöðu sína enn frekar sem miðstöð þekkingar og þjónustu við börn og ungmenni með skerta færni. Fjölbreytt úrræði Úrræði á Æfingastöðinni eru marg- þætt og sveigjanleg allt eftir þörf- um hvers og eins. Reynt er að mæta þörfum allra skjólstæðinga með einum eða öðrum hætti. Úrræðin geta verið í formi beinnar þjálfun- ar, útvegun stoð- og hjálpartækja auk fræðslu og ráðgjafar til skjól- stæðings, foreldra eða annarra sem annast hann. Algengasta form þjálf- unar hefur verið einstaklingsþjálf- Æfingastöðin Breyttar áherslur – Nýjar leiðir Æfingastöðin Á undanförnum árum hefur Æfingastöðin farið í gegnum breytingar á innra skipulagi með það að markmiði að bæta þjónustu við skjólstæðinga sína. Liður í því er að auka samvinnu við foreldra og þátt þeirra í þjónustuferlinu. Áslaug Guðmundsdóttir yfirsjúkraþjálfari Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi Sjúkraþjálfun á hestbaki er meðal nýrri þjálfunarforma sem nýtist vel börnum með hreyfihömlun. Boðið er upp á námskeið til eflingar félagsfærni barna. Í sundlauginni fer fram sjúkraþjálfun en auk þess er boðið upp á sundnámskeið fyrir börn sem hafa ekki náð tökum á sundi. Yfir þúsund einstak- lingar sækja þjónustu Æfinga- stöðvar- innar á ári hverju. Heildar- fjöldi starfs- manna er um 35 þar af 10 iðju- þjálfar og 16 sjúkra- þjálfarar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.