Fréttatíminn - 01.06.2012, Page 46
14 STYRKTARFÉLAG LAMAÐR A OG FATLAÐR A − AFMÆLISRIT 60
ÁRA
SLF
1. júní 2012
Erla Þórisdóttir er brosmild ung kona
sem starfar hjá Actavis. Hún er móðir
þriggja ára hnátu og á að auki þrjú stjúp-
börn. Erla fæddist með klofinn hrygg og
nýtti því þjónustu Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra á yngri árum og gerir að
hluta til enn. Hún kemur í sjúkraþjálfun
tvisvar í viku á Æfingastöðina en kom
áður einnig í iðjuþjálfun og í Reykjadal til
sumardvalar og um helgar yfir veturnar.
„Ég hef aldrei litið á fötlun mina sem
einhverja hindrun. Enda hef ég alltaf
fengið mikinn stuðning frá þeim sem
eru í kringum mig. Ég geri í raun allt það
sem annað fólk gerir nema hvað að jú, ég
mæti í mínar æfingar hjá Æfingastöðinni
því ég á það til að stirðna fyrr en annað
fólk gerir og þarf því að passa vel upp á
mig. Að öðru leyti læt ég fötlunina ekki
trufla mig eða há mér.“
Líf og fjör í Reykjadal
Erla talar um að dvalirnar í Reykjadal
hafi verið sér algjörlega ómetanlegar.
Þar hafi alltaf verið mikið líf og fjör.
Erla segist ávallt hafa verið full tilhlökk-
unar að fara þangað enda hafi hún verið
þar í hópi margra sinna bestu vina. „Ég
kynntist einni af mínum bestu vinkonum
í Reykjadal og við erum í góðu sam-
bandi enn í dag,“ segir Erla en hún telur
Reykjadal vera nauðsynlegt úrræði fyrir
fötluð börn og ungmenni og afar mikil-
vægt fyrir þau að slíkt sé í boði.
Fer þangað sem hún ætlar sér
Það sést fljótt þegar rætt er við Erlu að
hún er mjög sjálfstæð og fer þangað sem
hún ætlar sér. Eftir nám í menntaskóla
fór hún ein síns liðs til spænskunáms í
Salamanca á Spáni og segir hún að sér
hafi líkað það einkar vel. „Ég ákvað að
þetta væri eitthvað sem mig langaði að
gera og safnaði mér því fyrir ferðinni
og tilkynnti foreldrum mínum að ég
ætlaði að fara til Spánar í spænskunám.
Ég lærði mjög mikið á þessum tíma og
miklu meira en ég hafði nokkuð tímann
gert í kennslustofunni hér heima. Þetta
var mjög skemmtilegt og eftirminnilegt.“
Meðgangan gekk eins og í sögu
Fyrir þremur árum fæddist Erlu og
Björgvini, manni hennar, dóttir en þar
til þá hafði verið óvíst hvort Erla gæti átt
og gengið með barn. „Meðgangan gekk
eins og í sögu, ég var mjög hress og vann
meira að segja þar til um tveir mánuðir
voru eftir af meðgöngunni. Ég var mjög
meðvituð á meðgöngunni að stunda æf-
ingar og passaði líka vel upp á mataræð-
ið. Ég hugsa að það hafi skipt sköpum
upp á það hversu vel þetta gekk.“
Vegna fötlunar Erlu var hún ef til vill
örlítið meðvitaðari en aðrar konur í sömu
sporum um að það væri ekki sjálfsagt
að barnið myndi fæðast heilbrigt. „Ég
var auðvitað búin að velta fyrir mér öllu
mögulegu en svo fæddist sú stutta stál-
heilbrigð og hraust. Það hefur svo geng-
ið virkilega vel með hana enda hefur
hún alltaf verið meðfærileg og góð.“ Og
með þessum orðum kveðjum við þessa
kraftmiklu konu og óskum henni og fjöl-
skyldu hennar alls hins besta.
Lítur ekki á fötlunina sem hindrun
Viðtal Erla Þórisdóttir starfsmaður aCtavis og móðir
Ég ...
safnaði
mér því
fyrir
ferðinni
og til
kynnti
for
eldrum
mínum
að ég
ætlaði að
fara til
Spánar í
spænsku
nám.
Vissir þú að ...
... iðjuþjálfun felur í sér að auka sjálfstæði barna og trú þeirra á eigin
áhrifamátt?
.... SLF stóð að stofnun fyrsta skóla og leikskóla fyrir fötluð börn á Íslandi?
... mikilvægt er að grípa strax inn í og fá ráðleggingar ef ungbarn snýr
höfði sínu alltaf í sömu átt?
... sumarbúðirnar Reykjadalur og Sumarland eru reknar af SLF?
... í Reykjadal koma árlega um 200 börn með fötlun allsstaðar að af land-
inu?
... kostnaður við dvöl eins barns í Reykjadal í tvær vikur er um 700.000 kr.
... í sumarbúðum félagsins starfa 68 starfsmenn, mestmegnis framhalds-
skóla- og háskólanemar?
... iðjuþjálfar efla fínhreyfiþroska barna í gegnum þjálfun og leik.
... SLF hefur gefið út Kærleikskúluna frá árinu 2003?
... Kærleikskúlur SLF eru prýddar listaverkum eftir marga af okkar þekkt-
ari listamönnum?
... SLF gefur út jólaóróa fyrir hver jól þar sem íslensku jólasveinarnir eru í
aðalhlutverki?
Erla Þórisdóttir með þriggja ára dóttur sína.