Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 49

Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 49
Helgin 1.-3. júní 2012 viðhorf 33 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. F Flug gerbreytti samgöngum hér á landi. Í nánast veglausu landi varð skyndilega fært milli landshluta á örskammri stundu og síðar milli landa. Margra alda einangrun Ís- lands var í raun rofin með flugsamgöngum. Um síðustu helgi var minnst 75 ára afmælis Icelandair á glæsilegum flugdegi Flugmála- félags Íslands á Reykjavíkurflugvelli. Upphaf félagsins er rakið til stofnunar Flugfélags Akureyrar árið 1937 en upp úr því var Flug- félag Íslands stofnað árið 1940. Margir áfangar eru síðan á leið þess félags sem nú heitir Icelandair. Stofnun Loftleiða árið 1944 og innan- landsflug þess um hríð og síðar millilandaflug sem varð að hreinu ævintýri á sjötta tug liðinnar aldar þegar félagið bauð stórum alþjóðlegum flugfélögum í Atlantshafsflugi birginn með góðum árangri. Flugleiðir urðu síðan til árið 1973 með sameiningu Loftleiða og Flug- félags Íslands. Icelandair og forverar þess hafa undan- gengna þrjá aldarfjórðunga verið burðarás í íslenskum flugsamgöngum en undirstaða þessara samgangna var lögð þegar Reykja- víkurflugvöllur var tekinn í notkun árið 1941 og Keflavíkurflugvöllur ári síðar. Breska hernámsliðið byggði Reykjavíkurflugvöll og Bandaríkjamenn flugvöllinn á Miðnesheiði en Íslendingar tóku við rekstri beggja árið 1946. Þessara upphafsdaga var minnst á fyrr- nefndri flugsýningu þegar saman flugu vél- ar frá raunverulegum árdögum íslenskrar flugsögu, hin stórmerka DC-3 vél sem enn er í eigu Íslendinga og erlend Catalina, sjó- og landflugvél, en vélar þessarar gerðar áttu drýgstan þátt í uppbyggingu innanlands- flugs frá stríðsárunum og fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Þá voru flugvellir fáir, samgöngur á landi erfiðar og sjóferðir tímafrekar. Nokkrir frumkvöðlar þessa flugs eru enn á lífi. Þeir afreksmenn náðu að endurnýja kynni sín við hina gömlu gæðinga loftveganna. Staðan samgangna er önnur í dag með mjög bættu vegakerfi og aflögðum sjóferð- um en innanlandsflug gegnir enn mikil- vægu hlutverki með tengingu landshlutanna við höfuðborgina. Því sætir furðu að það sé á stefnuskrá borgaryfirvalda í Reykjavík að leggja flugvöllinn af, tengingu við helsta stjórnkerfi landsins og fullkomnasta sjúkra- húsið, auk hins almenna flugs. Flug milli landa er forsenda og undirstaða ferðamannaiðnaðarins hérlendis, þeirrar burðaratvinnugreinar sem vaxið hefur hrað- ast undangengin ár. Auk Icelandair hefur Iceland Express veitt viðamikla þjónustu í millilandaflugi undanfarin ár auk þess sem nýtt íslenskt flugfélag, WOWair, fór jómfrú- arflug sitt í gær, fimmtudag. Þá er saga flugfélagsins Atlanta, sem stofnað var árið 1986, merk en rekstur félagsins er í megin- dráttum ytra. Íslensku flugfélögin keppa við fjölmörg erlend flugfélög um hylli farþega sem hingað koma með dýrmætan gjaldeyri og kaupa þjónustu af fjölda fyrirtækja; hvort heldur eru hótel, veitingastaðir, bílaleigur, hópferðafyrirtækið eða afþreyingarfyrir- tæki hvers konar. Ótalin eru þá smærri flugfélög sem þjóna öðrum áætlunarleiðum innanlands en Flug- félag Íslands og margháttuðu leiguflugi, þyrluþjónustur og síðast en ekki síst flug- deild Landhelgisgæslunnar. Þyrlur hennar eru björgunartæki sjómanna á hafi úti og þeirra sem koma þarf skjótt undir læknis- hendur af landi, auk leitar og annarrar þjón- ustu. Ný og fullkomin landhelgisgæsluflug- vél sinnir síðan mikilvægu flugi til gæslu á hinni víðfeðmu fiskveiðilögsögu okkar. Kraftur einkennir íslensk flugmál, nú sem löngum fyrr, á tíma sem nær bráðum öld aftur í tímann, frá fyrsta fluginu í Vatnsmýr- inni í haustbyrjun árið 1919. Frumkvöðlar flugs hérlendis Merkrar sögu og tímamóta minnst Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Þ að getur verið flókið að vera kominn með hvíta kollinn á höfuðið, fagna langþráðu takmarki og vera á því augnabliki spurður í sífellu: „Hvað tekur svo við; hvað ætlar þú að læra?“ „Hvað ætlar þú að verða, væni, þegar þú ert orðinn stór?“ Á tímamótum þarf oft að taka ákvarðanir. Einstaklingar geta átt misauð- velt með að taka ákvarðanir og nálgast ákvarðanatökuna með mismunandi hætti. Sumir eru hvatvísir, aðrir örlagatrúar, undirgefnir, geta ekki ákveðið sig, fresta ákvörðun; sumir beita rökum, aðrir innsæi og enn aðrir ögra. Eitt er víst að námsval getur verið flókið ferli. Þú ert ekki bara að velja nám, þú ert á vissan hátt að velja þér farveg sem á sinn þátt í að skapa þér fram- tíð. Það getur verið mjög misjafnt hvort einstaklingar hafi vítt áhugasvið, það er hafi áhuga á mörgu eða þröngt áhugasvið sem einskorðast jafnvel bara við eitthvað eitt. Komið hafa fram hugmyndir um að starfsáhugi liggi aðallega á pólum tveggja vídda og fólk hafi annað hvort áhuga á að vinna með hluti eða fólk og hugmyndir eða gögn. Ákvarðanir um nám byggja aðallega á reynsluheimi einstaklinga, alhæfingum og umhverfisskilyrðum. Þegar velja á nám eða starf við hæfi þarf að taka þrjú skref; öðlast skýran skilning á sjálfum sér, áhuga, hæfni, gildum og metnaði; afla þekkingar á því hvers nám eða störf krefjast og hvað þau hafa upp á að bjóða og loks para saman þessar tvær tegundir af upplýs- ingum, annars vegar um eigin persónueinkenni og hins vegar um starfsumhverfið. Ungt fólk tekur oft ákvarðanir byggðar á áliti ann- arra, virðingu náms og starfa, og hvað er „smart“ eða í tísku. Oft hafa foreldar og vinir mikil áhrif á námsval. Góð sjálfs- mynd og sjálfstraust skipta máli þegar einstaklingar standa frammi fyrir vali. Það skiptir mjög miklu máli að val á námi sé vel ígrundað og upplýst. Einstak- lingurinn þarf að hlusta á sína innri rödd og nýta sér innsæi sitt, horfa á gildi sín, áhuga og færni. Hann verður jafnframt að þora að standa með sér og velja það sem hann langar til, en forðast að velja eftir óskum eða viðhorfum annarra. Staðalí- mynd kynjanna kemur oft sterkt fram í náms- og starfsvali. Það getur verið gott að ræða við hlutlausan fagaðila, eins og náms- og starfsráðgjafa, um námsval sitt. Þó getur enginn sagt öðrum hvað velja skal. Ákvörðunin verður að koma frá þeim sem ætlar að stunda námið. Farsælt námsval er mikill ávinningur fyrir einstaklinginn og samfélagið allt. Mennt er máttur bæði fyrir þann sem menntunina hlýtur og þann sem les bók listaskáldsins, fer í klippingu eða leitar sér læknis. Megi hver sá sem stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að velja sér nám, velja samkvæmt áhuga, styrkleikum og standa með gildum sínum. þarf hug- rekki til þess velja, breyta út af vana, ögra sér eða stíga stór skref. Hugrekki gengur ekki út það að óttast ekki – það gengur út á að óttast og halda áfram með forvitnina að leiðarljósi. Valið er þitt. Hvað ætlar þú að verða? Læknir eða listaskáld? Gréta Matthíasdóttir Höfundur er náms- og starfsráðgjafi við Há- skólann í Reykjavík Kraftur einkennir íslensk flugmál, nú sem löngum fyrr. 00000 Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ 1 1 -0 5 6 8 / H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA www.ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur H E LGA R BL A Ð

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.