Fréttatíminn


Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 52

Fréttatíminn - 01.06.2012, Síða 52
Snæhéri í sólarlandi Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL É Te ik ni ng /H ar i Ég minnist bjartra, en tiltölulega kaldra, maídaga frá próflestri á yngri árum. Leita þurfti skjóls til að njóta sólarinnar enda vindur oftar en ekki norðanstæður þegar léttir til á höfuð- borgarsvæðinu. Hann getur því ver- ið fremur svalur, ekki síst á þessum árstíma. Því kom sumarið okkur nokkuð á óvart þegar það brast á síðastliðinn sunnudag með miklu sólfari og hita, þótt enn væri maí. Enn óvæntara var að hitinn hélst á okkar norðlægu slóðum og er áfram í veðurkortum, miðað við veðurspár, þegar þessi orð eru sett á blað á fyrsta vinnudegi eftir hvítasunnu. Þann dag var gert ráð fyrir að hitinn færi í 22 stig og að hlýjast yrði inn til landsins norðvest- an- og vestan til. Á miðvikudeginum var gert ráð fyrir að hitinn færi í 20 stig á svipuðum slóðum. Fimmtu- dagsspáin gerði enn fremur ráð fyrir léttskýjuðu veðri víðast hvar á landinu og að hitinn færi í 20 stig á Vesturlandi. Föstudagurinn, það er að segja dagurinn í dag, var á sömu nótum. Spáð var allt að 23 stiga hita á Suðurlandi. Ekki voru horfur verri fyrir morgundaginn, laugardag. Þá sagði veðurspámaðurinn Siggi Stormur að hlýjast yrði á Vestur- landi, 23 stiga hiti. Á sunnudaginn reiknar sá góði maður með því að hlýjast verði á Suður- og Vesturlandi, hitinn enn 23 stig. Svo vel þekki ég veðurfar hér á landi að þetta sætir tíðindum. Veð- ur breytist ekki aðeins milli daga heldur verulega á degi hverjum. Þótt sól skíni vitum við að yfirleitt má reikna með dumbungi ef ekki rigningu strax næsta dag. Þá skipt- ist verðurfar mjög eftir landshlutum. Gott veður nyrðra er yfirleitt ávísun á eitthvað síðra syðra og öfugt. Því er blíðuspáin núna svo sérstök. Það er hægviðri og sól um land allt þótt hafgolan geti að sönnu læðst inn og ýft upp gæsahúð á sólbrenndum handlegg. Sólfarið á sér nefnilega leiðan fylgifisk. Það er bannsettur sól- bruninn. Fölir Íslendingar, eða jafn- vel þeir sem koma blágrænir undan vetri, fagna svo mjög þessum dögum að húðliturinn breytist skjótt yfir í bleikt og síðan dökkrautt. Karlar og konur henda af sér klæðum og hjörðin leggst flöt á bekki og palla strax á fyrsta sólardegi, sérstaklega ef hittist á helgi eins og var um hvíta- sunnuna. Óviðbúnir eiga oft ekki sólarvörn en l á t a sig samt hafa það, taka örlögum sínum í sól- baðinu, finna ekki fyrir brunanum fyrr en inn er skriðið síðdegis. Húð manna er að sönnu misjafn- lega undir sólbaðið búin. Sumir eru tiltölulega dökkir að eðlisfari, svartir á brún og brá, jafnvel svo að hugsanlegt er að formóðir hafi ein- hvern tímann ornað frönskum skútu- sjómanni. Aðrir eru hánorrænir eða keltneskir og alls ekki gerðir til sól- böðunar. Þeir eru eins og snæhérar sem hafa fyrir misgáning villst til suðurlanda, alhvítir. Það vill samt snæhérum og hvítabjörnum, sem fangaðir eru á norðurslóðum til sýn- inga í heitum löndum, til happs að vera loðnir. Feldurinn ver þá fyrir bruna. Það á ekki við afkomendur Kelta norður á Íslandi, þá daga sem blessuð sólin sýnir sig. Þeir brún- kast ekki heldur roðna og brenna. Dugar þá ekkert annað en klæða af sér sólina eða bera á sig sólarvörn og hana af skárri sortinni. Það er enginn Frakki í forættum pistilskrifarans og því engin nátt- úruleg vörn gegn sólarljósi. Kelt- neska blóðið er ómengað. Því breyt- ist húðliturinn í sól frá grænu yfir í bleikt og þaðan í rautt, ef eng- ar varn- i r er u viðhafðar. Sólbruni er óþægilegur og því hefur mér á langri ævi lærst að forðast hann. Svo var einnig um liðna helgi þar sem þrjá kynslóðir dvöldust saman utan borgarmarkanna. Þegar aðrir rifu sig úr og lögðust flatir, hafandi þó borið sólarvörn á yngstu kyn- slóðina, fór afinn í síðbuxur og skyrtu. Það varði belg og leggi en haus og hendur stóðu út úr gall- anum. Þeir líkamshlutar roðnuðu, einkum enni og nef, með tilheyr- andi sviðatilfinningu. Sú tilfinning er óþolandi. Því settist ég upp í bíl síðla dags og ók í nálæga verslun. Alúðleg kona leiðbeindi rauðhöfða- num og benti á brúsa með sólvarn- arstuðlinum 8, 15 og 20, allt eftir þörfum. „Áttu ekkert öflugra,“ spurði ég konuna, „eitthvað sem ver mann almennilega?“ „Jú,“ svaraði hún og dró fram túpu með varnarstuðl- inum 30. „Þetta ver vel en fólk nær samt lit með tímanum,“ svaraði konan sem augljóslega taldi að sá keltneski fyrir framan hana ætti sér þann draum æðstan að dökkna á hörund. Líklega mat hún þessa meintu þrá út frá rauðu nefi og sjálf- lýsandi enni viðmælandans. „Ég vil hvorki roðna né brún- kast,“ sagði ég, „enda kann ég vel við minn grænleita húðlit. Áttu ekki eitthvað sem stuðlað getur að því að sá litur haldi sér þótt ég fari út undir bert loft á sólardegi?“ „Ja, ég er hérna með 50 blokk,“ sagði afgreiðslukonan og dró fram bláan brúsa með því undraefni. Á henni mátti skilja að svo öflug sólarvörn væri helst fyrir kríthvít kornabörn en væri ella nánast sem gegnheill kafarabúningur fyrir full- orðna. „Þetta er málið,“ sagði ég og festi þegar kaup á þessu dásamlega glundri og sá fram á frelsi kom- andi sólardaga – og ekki síður nokkra sumarleyfisdaga sem í vændum eru í suðrænu landi. Þar get ég loksins, þökk sé bláu túpunni, sprangað um hálfber, rétt eins og aðrir. Að vísu hvítur eins og snæ- héri – en hverjum er ekki sama? Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Vald ar v örur á allt að %50afslætti Stakir sófar Tungusófar Hornsófar Leður sófasett Borðstofustólar Hægindastólar Rúmgaflar Heilsukoddar Púðar frá 86.450kr. frá 85.450kr. frá 142.950kr. frá 199.900kr. frá 12.900kr. frá 59.900kr. frá 5.900kr. frá 3.000kr. frá 2.900kr. TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ H Ú S G Ö G N Róma Tungusófi 85.450kr. Hægindastóll 59.900kr. Leður bogasófi 299.900kr. 36 viðhorf Helgin 1.-3. júní 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.