Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1925, Page 21

Læknablaðið - 01.02.1925, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ ■I* Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir. Dauöinn hefir höggvið marga stofna stéttar vorrar síðustu árin. Síð- astur er fallinn Halldór GUnnlaugsson, öllum héraðsbúum sínum harm- dauði. Embætti hans hér lagði honum þá skyldu á herðar, að fara marga svaðilförina út á sjóinn, og í þeirri síðustu — þeirri í dag — fórst hann við áttunda mann. Halldór heitinn var fæddur á Skeggjastöðum á Langanesi 25. ágúst 1S75. Hann útskrifaðist úr latinuskólanum 30. júní 1897 (I. eink.), og tók embættispróf við Hafnarháskóla vorið 1903 með I. einkunn. Sama sumar varð hann aðstoðarlæknir hjá Guðm. Hannessyni á Akureyri 1903—1905, varð héraðslæknir í Hornafirði 6. júlí 1905, en settur í Rangárhérað 4. ág. 1905 og fékk veitingu fyrir \restmannaeyjahéraði 17. mars 1906. Hann lætur eftir sig ekkju, — frú Önnu f. Therp — 3 stálpaða sonu og dóttur og fósturson i bernsku. Hann var hvers manns hugljúfi, þvi aö hann var hvorttveggja i senn, friðsamur og glaðlyndur, jáfnvel æringi í vinahóp. Hann var ágætur hag- yrðingur, sérlega sýnt utn aö gera smellnar kýmnisvísur og hagur „kar- rikatur“-teiknari, enda var rnörg fyndni hans svo aö segja þjóðkunn. Ol

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.