Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1925, Side 28

Læknablaðið - 01.02.1925, Side 28
22 LÆKNABLAÐIÐ Fyrsta spurningin veröur æfinlega þessi: Hefir sjúkl. hægSaleysi, i raun og veru? — Margir sjúkl. hafa, aS gefnu tilefni, vaniö sig á aö taka hægöalyf aö óþörfu. Verkunin veröur óeölilega mikil, svo aö hægöir koma ekki sjálfkrafa næstu daga. Þetta misskilja sjúkl. og þora ekki aö bíöa, heldur taka inn aftur hægöalyf, og svo koll af kolli, uns ristill- inn sljófgast, skamtarnir stækka og sjúkl. leita læknis. Oft viröist einnig „colon-mystik“, hræöslan viö þarma-sjálfseitrunina, eiga sinn þátt í óhóf- legri notkun hægðalyfja. Læknirinn verður að koma vitinu fyrir slíka sjúkl., fyrirskipa vægar mataræöisreglur, og láta þá smáhætta lyfja- notkuninni, uns hægöir koma sjálfkrafa. Þessum sjúkl., er gera sér mikl- ar áhyggjur út af því, aö hægöirnar séu of litlar, án þess aö þeir finni aö hægðir séu eftir p. defæcationem, mætti benda á ráð Goodhart’s: ,,Do as the dogs do, and never look behind!“ — Leiki samt sem áður vafi á því, hvort hér sé alt meö feldu, er unt aö aðgæta „passage" hægö- anna meö Röntgens-geislun, þar sem því veröur viö komiö. Hafi hins vegar verið gengiö úr skugga um þetta, og standi læknirinn andspænis raunverulegu hægöaleysi, veröur hann aö greina á milli tveggja aöalflokka hægðaleysis, eftir mætti: 1. Hægöaleysi, er stafar af atonia eöa of góðri nýtingu fæðunnar i þörmunum, og 2. hægöaleysi vegna innervations-truflunar í ristlinum (reflex-sljóleiki, sphincter spasmi, hyperfunction, hy])ofunction etc.). Þótt ekki sé unt aö draga skörp takmörk á milli þessara tveggja flokka, né aö þekkja þá aö i fljótri svipan, ])á má þó yfirleitt gera ráð fyrir því, aö í fyrra flokknum sé: Eldra fólk, kyrsetumanneskjur, feitlagiö fólk og menn meö slappan kvið. En þaö, sem sérstaklega einkennir Jieiyian flokk hægöaleysingja, er þaö, aö s j ú k 1. e r u o f t a s t v e 1 f r í s k i r a ö cVð r u 1 e y t i. Það gefur auga leið, hvaöa ráð þessu fólki best henta. Aukin hreyfing og áreynsla (göngur, reiö, æfingar), úrgangsmikil fæöa (rúglu-., grahams- l)rauð, hveitihrat, ávextir, grænmeti o. s. frv.), nuddlækning (evt. meö kúlu), böð o. s. frv. Af meðölum er hyggilegt aö nota cascar-agar og hör- fræ, er auka volumen hægöanna og eru ósaknæm, en í sumum tilfellum reynist vel thyreoidin eða hypophysin. En að ööru leyti má, meö góöum árangri, nota hvers konar hægöalvf, ef rétt er á haldið. í síðari flokknum er venjulega yngra fólk, eöa fólk, er haft hefir hægöa- leysi frá æsku. Hægöaleysið byrjar i eöa upp úr langvarandi hitaveiki eöa þ. u. 1. Sjúkl. þessir eru oftast v e i k 1 a öi r á ý m s a 1 u n d. Van- þrif, blóðskortur, ólyst, „taugaveiklun“, höfuöveiki og brjóstveiki eru algengar umkvartanir, auk þess, sem einkennin frá meltingarfærunum eru margbrotnari. HægÖirnar eru óreglulegar, þ. e. þunnlífi á milli, kveis- ur, meteorismus og slím í hægöum. Oftast fylgir dyspepsia; mjólk, kjöt og kaffi þolist oft einkar illa. Hægöaleysi þessa fólks er oft mjög hamramt, ekkert hefir dugaö, sem ]jeir hafa reynt, eöa þá aö lyfjaverkunin hefir ávalt veriö of eöa van ; grófgerð fæöa hefir engin eða Jjveröfug áhrif haft, eöa alls ekki þolast, vegna dyspepsia. Hægöaleysi, samfara magasári, gallsteinum, botnlangabólgu og öðrum kvalafullum sjúkd. í kviöarholinu telst einnig til þessa flokks.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.