Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 3
LiKlflBllOIO xi. árg. Reykjavík, i. október. 9.-10. blað. Um berklalækningar. eftir Sigurð Magnússon. Eins og kunnugt er, læknast berklaveiki alloft, jafnvel þótt um tals- verða berklaskemd sé að ræða, og jafnvel þótt læknar komi þar hvergi nærri. Hér er þó venjulega aS eins um klíniska lækningu að ræða. I gerla- fræðislegu tilliti verður þó annaS uppi á teningunum, því aS sjaldnast er um fullkomna dauShreinsun aS ræSa. Fullyrt er, aS þaS sé nærri undan- tekning, að ekki megi finna, einhversstaSar í líkama þeirra manna, sem einhverntíma hafa veriS berklaveikir, í bandvefsöri eSa kalkbletti, lifandi berklagerla. Reynslan hefir því veriS sú, aS venjulegast sé berklaveiki í strangasta skilningi ólæknandi til fullnustu, þó aS hún sé klíniskt lækn- anleg. ViS verSum því enn sem komiS er aS sætta okkur viS þessa klín- isku lækningu, enda reynist hún oft fullnægjandi. Líkaminn á öflugar varnir gegn berklagerlunum, og eflaust getur læknirinn meS ýmsum ráS- um og aSferSum stuSlaS aS þessum vörnum, en til þess aS geta þaS sem best, er nauSsynlegt að þekkja sem best rás viSburSanna í líkamanum, þ. e. þekkja gerlana og starfsemi þeirra, og hins vegar varnarstarfsemi líkam- ans. — En þvi miSur — þrátt fyrir ósleitilegt vísindastarf frægustu vís- indamanna í marga áratugi, þrátt fyrir óteljandi rannsóknir og tilraunir, má segja, aS þessi vísindi séu enn á bernskuskeiði, því aS margar gáturn- ar eru enn óráSnar, þótt hins vegar aukist þekkingin meS hverju ári. ÞaS vantar mikiS á aS þekkja berklagerilinn sjálfan nægilega. Eins og kunnugt er, greina menn gerlana, eftir starfsemi þeirra, i tvo aðalflokka, toxingerla og endotoxingerla. Líkaminn verst toxininu meS antitoxini, en endotoxingerlum meS lysin, opsonin, fagocytosis o. s. frv. MeS öSrum orSum: ÞaS myndast immunefni, immunitet. Nú er spurningin — mynd- ast verulegt, sérstakt immunitet viS berklaveiki? Menn eru ekki á eitt sáttir. Sumir neita því, aSrir játa. AS vísu hafa fundist præcipiterandi, agglutinerandi og komplementbindandi antiefni í blóSi sjúklinga og til- raunadýra, en hvort þessi efni standa í sambandi viS verulegt immunitet, er efasamt. Svo mikiS er víst, aS berklasmitun framkallar ástand í líkam- anum, sem lýsir sér í því, aS líkaminn „reagerar" öSruvísi á móti endur- nýjaSri smitun og er næmur fyrir dauSum gerlum og gerlaefnum. Þetta ástand kalla menn a 11 e r g i. AS hér er ekki um venjulegt immunitet aS ræSa, eins og t. d. viS barnaveiki og taugaveiki, virSist augljóst. Sá er meSal annars munurinn, aS immunitet viS þessa síSasttöldu sjúkdóma stendur lengur en sjukdómurinn. Þó aS líkaminn sé orSinn „steril“, held-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.