Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 6
140 LÆKNABLAÐIÐ einu tilfelli í sambandi viö herpes zoster. Sjúklingurinn fékk langvinnan hita, en aö því búnu batnaöi honum mjög vel, án þess aö eg geti meö nokkurri vissu þakkatS meöferöinni þaö. Annars hefi eg ekki séö meö- feröina neinn skaöa gera, og heldur ekki gagn, en i nokkrum tilfellum hefi eg haft not af henni diagnostiskt. Hún hefir bæöi gefiö hitahækkun og greinilega focal reaktion, hrygluhljóð heyrst, þar sem ekki heyrðust áður. I vafasömum tilfellum getur hún því verið allgott diagnosticum og handhægari en subcutan túberculindæling. En varast skal aö nota hana, þegar sjúklingurinn hefir hita eöa yfirleitt ekki við progressiv og ex- sudativ berklaveiki. Hér aö framan hefir aðeins veriö rætt um lækningatilraunir meö dauð- um gerlum og gerlaefnum, en lifandi gerlar hafa einnig verið notaöir. Jeg vil minna á F r i e d m a n n s skjaldbökugerla, sem varla er ástæöa til að fjölyrða um. Lifandi nautgripagerlar hafa einnig veriö notaöir til lækninga. N e u f e 1 d t segir frá því, aö þegar hann og K 1 e i n e voru aðstoðarmenn hjá Koch, fyrir rúmum 20 árum, þá hafi þeir báðir haft tröllatrú á því, að hægt væri að lækna berklaveiki manna með lif- andi nautgripagerlum, og hafi þeir stööugt verið aö ala á því, að Koch gerði þessa tilraun, en Koch hafi færst undan. Einn dag hafi svo Koch fært þeim þær fréttir, aö nú hafi þessi tilraun veriö gerö af K 1 e m p- e r e r. Hann byrjaði með því aö dæla lifandi nautgripagerlum inn í sjálfan sig, til þess að vita hvort þaö væri nokkuð skaðlegt. Þegar þetta vitnaðist, þótti þetta mjög glæfralegt tiltæki, og B e h r i n g, sem trúði því, aö nautgripagerlar væru hættulegir mönnum, spáöi Klemperer því, aö hann myndi veröa berklaveikur áöur mörg ár væru liðin. En jretta rættist ekki. Klemperer notaöi svo þessa aðferð viö sjúklinga sína, án jæss að gera þeim mein, — og án J)ess aö bæta j)á. Allar þessar tilraunir, sem getið hefir veriö um, eru tilraunir til aktiv immuniseringar, en hin aðferðin, passiv immúnisering, hefir einnig veriö reynd. Ýmiskonar sera hafa verö búin til. Þektust eru Maraglianos og M a r m o r‘e‘k‘s sera. Þau eiga þaö sammerkt, aö árangurinn hefir veriö vafasamur eöa enginn. Eins og áöur er um getið, halda margir j)ví fram, aö túberkúlín og öll hin mörgu gerlaefni, sé ekki eiginlegt antigen, heldur ertiefni. Það er því nokkur ástæöa til, í Jjessu sambandi, aö minnast á p r o t e i n- t h e r a p i, sem nú er í tísku. Hún hefir vitanlega einnig veriö reynd viö berklaveiki. Af eigin reynslu get eg ekkert um hana sagt, en J)aö sem eg hefi lesið um ])essa aðferö við berklaveiki, hefir ekki vakið hjá mér sérstaka löngun til þess að reyna hana. Aö minsta kosti virðist hún ekki hafa neina yfirburði yfir túberkúlín-meðferö. • Kemotherapia. Það er vitanlega mjög langt síöan aö læknar reyndu aö lækna berkla- veiki með kemiskum efnum. Menn hugsuöu sem svo, að eins og oft tæk- ist að lækna malaria og syfilis meö kíníni og kvikasilfri, ætti að takast að lækna berklaveiki. Sérstaklega voru arsen og málmsambönd reynd. Þessar tilraunir fengu byr undir báöa vængi, þegar berldagerillinn fanst. Þá var hægra að reyna lyfin in vitro og meö dýratilraunum. En nú beind-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.