Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 18
152 LÆKNABLAÐIÐ fremur hafa bændur sagt mér þa8, aö þær ær séu miklu fremur sollnar, sem mjög eru túnsæknar en hinar, sem halda sig fjarri túni og bæjum. Þaö er talsvert algengt, aö heima á bæjum eru aldir einn eða fleiri heimagangar, þau lömb, sem annaðhvort missa snemma mæöur sínar eða mæðurnar fæddu ekki. Þeir elta vanalega fólkið út og inn, og bíta gras næst bænum. Þessir heimagangar verða sjaldan gamlir, og þykja mestu kvillakindur. Dæmi eru til, að þeir hafa drepist úr sullaveiki, áður en þeir urðu misseris gamlir. Hitt mun dæmafátt, að þeir séu ekki meir og minna sollnir, þó að þeim sé lógað sumargömlum. Þetta bendir ótví- rætt til þess, að sýkingarhætta af sullaveiki sé meiri heima við bæi eða inni i þeim, heldur en úti á víðlendu, grösugu haglendi. Hinn mátinn til þess að fé sýkist af sullaveiki er sá, að bandormaveikir hundar fylgja fólki á engið, liggja í heyinu og menga það með saur sínum. — Þessi síðari sýkingarháttur er að minsta kosti margsannað- ur, að því er snertir höfuðsótt í fé. Dr. J. Jó n a s s e n hélt því fram, að hættast sé við því, að fólkið taki sullaveikina í heimahúsum. Það er líka langsamlega sennilegast af því, sem að framan er sagt. Þá kem eg að aðalatriði þessarar greinar. Hvernig stendur á því, að kvenfólk hér á landi er í svo miklum meiri hluta með sullaveikina, sér- staklega á aldrinum frá 20—40 ára? Það er ekki nema allskostar eðli- legt, að leita að orsökum þess í starfsháttum karla og kvenna á sveita- bæjum, og hefir M. E i n. bent á fráfærur og mjaltir kvíaánna. En fátt eða ekkert virðist mæla með þvi, að hann hafi þar rétt fyrir sér. Benda má á aðra starfa kvenna, sem gera það sennilegra en fráfærur og mjaltir kvíaánna, að konur sýkjast hér oftar af sullaveiki en karlar, í mótsetningu við það, sem á sér staö í Argentínu og Ástralíu. Mér virð- ist ekki nema eðlilegt, að karlar séu þar í meiri hluta. Að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt, fer fjárgæsla i Argentínu og Ástralíu fram alllangt frá heimilinu eða bæjarhúsum. Fjárhirðar dvelja lengstaf hjá fénu og fjárhundarnir hjá þeim. Þetta kemur heim við það, sem áöur er sagt, að sýkingarhætta af sullaveiki er þar mest, sem hundarnir dvelja lengstaf og eru fóðraðir. Dr. J ó n a s s e n hélt því fram, svo sem áður er sagt, að fólk mundi að líkindum sýkjast mest af sullaveiki í heimahúsum. Eg efast ekki um, að það sé rétt, og einmitt þess vegna sýkist fleira kvenfólk en karl- menn. Ennþá er algengt á sveitabæjum, að enginn sérstakur hundakofi sé til handa hundunum; þeir eru lengst af inni í bæ, jafnvel oft inni í baðstofum. Hundar eru fremur þrifin dýr að náttúrufari, og venjast á það, að ganga örna sinna úti. Á nóttum og í illum veðrum eru þeir þó oftast lokaðir inni, og má nærri geta, hvort þeim verður ekki stund- um svo brátt, að þeir leggi frá sér innan bæjar. Eg hefi oft séð þess vott í bæjum, að það hefir átt sér stað. Jafnvel þó svo væri ekki, mundi umhverfi bæjarins og bærinn sjálfur verða mengaður tæníueggjum, ef hundarnir hafa egg í þörmum sínum. Ef tæníuegg geta borist víða úti í högunum, þá á hið sama sér stað, ekki síður, heima við bæina. Hlöð, varpi og graslendi kring um bæinn hlýtur því miklu fremur að meng- ast af saur hundanna, en bithaginn. Þegar for er á bæjarhlaðinu, eins og oft á sér staö, i rigningatíð og votviðrum, berast ýms óhreinindi á

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.