Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 145 fundust aöeins smáir, aö mestu fibrösir, peribronkitar. Ekkert athuga- vert við hjartað. Þegar hið uppblásna abdomen var opnað, sást h. u. b. 1 liter af mjög blóðblönduðum vökva í lífhimnuholinu. Colon var mjög útblásinn, en ekki mjógirnið. Lifurin var mjög stækkuð, afskaplega meyr, blóðfylt viðast hvar, en sumstaðar þó gráflekkótt. Nýrun lítið eitt stækk- uð, en mjög blóðfylt, með útþöndum æðum, sérstaklega á yfirborði. Að sjúklingurinn dó af eitrun, er varla efasamt. Að hér sé um losnuð endotoxin að ræða, er varla líklegt. Komið getur til mála háræðaTömun af völdum gullsins. Þetta tilfelli sýnir okkur, hve sumir geta verið afskaplega þollitlir gagnvart sanocrysininu; jafnvel þó að sjúkdómurinn sje á lágu stigi. Annar sjúklingur, kona 25 ára (stad. 3) fékk einnig aðeins 2 skamta, á 50 ctgrm. Hún var hitalaus og vel hress og á fótum. Hún fékk mjög sterka reaktion eftir seinni dæluna, meö exanthem og gastroenterikis og talsverð hitahækkun, er varaði í 4 vikur. Hósti og uppgangur jókst að miklum mun, og hún var lengi að ná sér, en má nú heita (eftir nærri 6 mánuði) við sömu heilsu eins og þegar byrjað var á gullinu. 3 aðrir sjúklingar (stad. 2—3) fengu engan bata af meðferðinni. Líðan þeirra er lík og áður. Þeir fengu 4J4—7/4 gram af sanocrysini hver. 6 sjúklingar fengu mikinn bata. Þeir fengu 4—7ý4 gram hver. 4 voru á 2. stigi, 2^3. Þessir 2 síðasttöldu fengu óvenjulega góðan bata. Þeir höfðu verið sjúkir svo árum skiftir, og síðasta misserið höfðu þeir ekki tekið neinum framförum. Þeir voru oftast hitalausir og á fótum, en höfðu mikinn hósta og uppgang. Annar hafði þar að auki larynx-berkla, sem virtust læknast á 2—3 vikum. Hinn hafði afarstóra cavernu efst í hægri lobus, er minkaði afarmikið. Hósti og Uppgangur minkaði stórum og öll líðan breyttist mjög til batnaðar, en gerlarnir hurfu ekki. Það er varla hægt að hugsa sjer annað en að gullið eigi þátt í þessum bata. Hinir 4 voru á 2. stigi. Þeim batnaði öllum talsvert, hryggluhljóðum fækkaði að miklum mun, og hó.sti og uppgangur hvarf að mestu leyti, en aðeins einn varð gerlalaus. Annar varð að vísu gerlalaus í bili (h. u. b. í 2 mánuði), en svo sáust gerlar aftur. Eg skal aðeins með fám orðum drepa á helstu „reaktionir" hjá .þess- um sjúklingum. Allir fengu meiri eða minni hitahækkanir einhvern tíma í meðferðinni, en aðeins 3 eggjahvítu í þvag. 5 fengu exanthem og 8 ' fengu gastrointestinal tilfelli. Hjá 7 komu reaktiónír i lungum, með því að hósti og uppgangur óx eftir sumar af dælunum. Hjá einum sjúklingi (á 3. stigi, með stórri cavernu) var það segin saga, að hrygluhljóð, hósti og uppgangur minkaði mjög eftir hverja dælu, samdægurs og daginn eftir („Abblassungsreaktion"?), en svo óvenjumikill uppgangur og aukin hrygluhljóð næstu 2 daga. Þessar fyrstu tilraunir sýndu, að meðferðin er að visu hættuleg, svo sem kunnugt er, en hinsvegar virtist ekki útilokað, að hún gerði gagn í sumum tilíellum, og í einstaka tilfelli varö ekki annað séð, en að hún væri til mikilla bóta, þó um fullkomna lækningu væri ekki að ræða, og ekki bar mikið á geríadrepandi áhrifum lyfsins! Mér fanst þó ástæða til að halda áfram tilraununum, — en með minni skömtum og lengra bili milli skamtanna. Við byrjum með 0,10 grm. og hækkum skamtinn smám saman upp í 0,5 grm., en ekki meir, og höfum viku á milli skamt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.