Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 16
LÆKNABLAÐIÐ iSo verSi í bráö. Eg hygg, aS smitunarvarnir veröi enn sem komiS er að vera höfuðþátturinn í berklavörnum, og aö fyrst og fremst ríöi á aö vernda börnin fyrir srnitun á heimilum sínum. MeS þessu „præterea censeo" vildi eg enda mál mitt. Hversvegna er sullaveikin á íslandi tiðari í konum en körlum? Eftir Jónas Kristjánsson. I júní—júlí-blaSi LæknablaSsins er einkar vel rituS og fróSleg grein eftir Matthias Einarsson lækni, meS fyrirsögninni: „H v e r n- ig fær fólk sullaveiki?" Grein þessi er næsta eftirtektarverS, bæSi vegna þess, aS Matthías Einarsson er sennilega fróðastur á sviSi sullaveikinnar allra núlifandi íslenskra lækna, og ekki síSur vegna hins, aS hann ber í grein þessari fram alveg nýja kenningu um þaS, á hvern hátt menn aSallega sýkist af sullaveiki hér á landi. Annars má þaS merkilegt heita, og tæplega vansalaust fyrir ísl. lækna- stétt, aS engin vísindaleg rannsókn skuli hafa fariS fram á því, hversu margir af ísl. hundum hafi tæniur i þörmum sínum, frá því H. K r a b b e dvaldi hér, 1863. ÁreiSanleg rannsókn á því atriSi mundi vafalaust verSa öflugasta lyftistöngin til þess, aS hundaeigendur færu aS átta sig betur á sullaveikismálinu, og gefa því meiri gaum, aS hundar þeirra sýktu hvorki menn né skepnur meS sullaveiki; en meSan svo er ekki, er engin von til þess, aS unt sje meS nokkru móti jafnvel aS takmarka sullaveik- ina, hvaS þá aS uppræta hana meS öllu. í umgetinni grein kemur Matthías Einarsson fram meS spán- nýja kenningu um þaS, á hvern hátt menn sýkist tíSast af sullaveiki, og sérstaklega hvað valdi því, aS á íslandi hafa næstum hálfu fleiri konur sullaveiki en karlar, og aS mest ber á þessu á aldursskeiSinu frá 20— 40 ára. Eftir kenningu hans eru fráfærurnar orsök í þessu. Gang- ur sýkingarinnar er talinn sá, aS þar sem setiS er yfir fé, fylgir smala- hundur fénu; hann mengar landiS, sem ærnar ganga á, meS tæniueggj- um, sem berast víSa, m. a. í ull ánna. Þær flytja eggin heim á kvíaból. Þar tekur mjaltakonan viS og sýkir sjálfa sig og mengar mjólkina meS tæníueggjum. Fólki hefir stafaS meiri hætta af þvi aS mjólka ær í kví- um en nokkrum öSrum starfa. M. E. sýnir fram á þaS meS tölum, aS meiri jöfnuSur er aS komast á sullaveiki í konum og körlum, og eignar hann þaS því, aS fráfærur eru víSast hvar niSurlagSar. Honum þykir sennilegt, aS innan 5—10 ára verSi þaS skýrt, aS niSurlagning fráfærn- anna verSi happadrýgsta sporiS til útrýmingar sullaveikinni. Mér veitir erfitt aS fallast á þessa kenningu M. E., og hygg jeg aS svo fari fleirum. ÞaS er svo sem auSvitaS, aS fé fær sullaveiki af því, aS bíta eSa éta gras, sem mengaS er saur bandormasjúkra hunda. Um þaS hefir aldrei

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.