Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
167
uö af ágætum sérfræöingum, handa starfandi læknum, sem oft hafa ekki
tíma til að lesa stærri handbækur, vegna annríkis. Bókin inniheldur glögt
yfirlit um meöferð berklaveikinnar, eftir nýjustu heimildum. — Þá lækna,
sem ekki hafa þegar fengið sér kver þetta, mun aldrei iðra þess að
eignast það og lesa. — 25.75. 1925. Ól. Ó. Lárusson.
L. W. Sauer: Neonatal pyelitis. (Journal of the Am. med. Ass., 1. ág. '25)
Pyelitis hjá ungbörnum hefir verið minni gaumur gefinn en skyldi, og
er tíðari en læknar alment halda. Svo er að sjá, sem drengir sýkist oft-
ar en stúlkur. Sjúkdómseinkennin benda sjaldan á þvagfærasjúkdóm, nema
þvagið sé skoðað. Oftast byrjar veikin snögglega með hitasótt og gastro-
intestinal einkennum, anorexi, niðurgangi og uppsölu. Við þvagskoðun
íinst fjöldi hvitra blóðkorna, í smásjá, í nýju, ócentrifugeruðu þvagi,
epithelfrumur og rauð blóðkorn sjást líka stundum. Þvagið var alt af
mjög súrt, og oftast fundust bac. coli í þvi.
Meðferðin var aðallega vatnsgjöf með citras natricus og bicarb. natri-
cus, til þess að gera þvagið alkaliskt. Milli ])ess, sem barnið fékk brjóst
eða pela, var því gefið 30—120 ccm. af vatni, með 30—65 centigr. af
áðurnefndum söltum í. Héldi barnið ekki vatninu niðri, vegna uppsölu,
var það gefið pr. recturn eða subcutant. Á þennan hátt batnaði börnunum
vanalega alveg á 6 vikna tíma. Haldið var áfram sönni meðferð í nokk-
urar vikur eftir að þvagið var orðið tært og laust við bakteríur.
Alkalisku söltin má lika gefa í pelablöndunni, en um að gera, að barnið
íái nægilegan vökva, svo að diuresis verði mikil. G. Th.
Voelker: Die Behandlung der Bakteriurie bei jungen Mádchen.
(Deutsche med. Wochenschr. nr. 8, 1925). V. hefir tekið eftir því, að
smátelpur með colibakteriuri hafa stundum fluor pr. vaginam. Hægt var
að sjúga upp með katheter vökva úr vagina, og var þvaglykt af honum,
svo sennilega rennur þvag inn í vagina við þvaglátin og elur þar upp
colibakteríur, sem svo komast upp í blöðru. Þvagið varð vanalega tært
eftir nokkra daga, ef vagina var skoluð með 1 % sol. subacetatis aluminici.
G. Th. <•
Luminal við epilepsi (The Lancet 3. okt. '25). Þýskir, amerískir og
frakkneskir læknar hafa reynt luminal við slagaveiki. Nýlega liefir og
birst skýrsla um luminal-lækning við 200 epilepsi-sjúklinga í Lunclúnum.
Dosis er 1—4 gr. á dag. Flogunum fækkar og andlegt ástand sjúkl. skán-
ar; árangur talinn bestur við „grand mal“, sem er í byrjun. Gagnslaust
við hysteriska krampa. Mestur bati fyrstu 3 mánuðina. Skamtinn verð-
ur að minka smám saman, þegar læknirinn vill hætta að nota lyfið; ann-
ars má búast við svæsnum flogurn. Stundum fá sjúkl. útslátt sem Við
mislinga eða skarlatssótt.
Próf. Richet segir af sér. (The Lancet 3. okt. '25). Próf. Richet lætur
nú af störfum. Hann hefir í 47 ár verið kennari í lifeðlisfræði við háskól-
ann í París, og vísindamaður í þeirri grein. Kennarar hans og fyrirrenn-
arar voru m. a. Claude Bernard og M'arey. Ýmsar merkileg-
ar lífeðlisfræðilegar staðreyndir hefir próf. R. leitt í ljós, m. a. anaphylaxis
og áhrif anæsthetica á öndunina. Árið 1884 birti hann merkar athuganir
um líkamshita og skýrði þá hver orsök er til þess, að hundar láta lafa
út úr sér tunguna á heitum sólskinsdegi, og eru afar „mæðnir“, jafnvel