Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 155 Orsakanna til þessa munar á smitun karla og kvenna er því aS leita þegar starfshættir breytast. Veröa þá fyrst fyrir mjaltir í kvíum, og er víst fátt eins óskift ungra kvenna verk.* Jónas Kristj. tekur þvert fyrir, aS orsakanna sé þarna ai5 leita, en telur, aö auk venjulegra kvenverka (þaö hefi eg athugaö fyr) sé þaö sérstaklega skóbæting, sem muni valda muninum.** Það er síst fyrir þaö aö synja, aö ýms óþrif loöa á skónum, bæöi tæníu- t&gT °S annaö. En þá er aö gá aö því, að þaö er venjulega fttllþroskað kvenfólk, frernur en unglingar, sem fást við skóbætingu, og svo er ekki svo mikill munur á hvort meira handleikur skóna, stúlkan sem bætir þá eöa maðurinn, sem fer úr þeim og i, hagræðir í þeim íleppunum o. s. frv.; þvi ekki þarf að bæta þá í hvert skifti, sem farið er úr þeim eða í. Þessi tilgáta nægir því ekki til skýringar. En um það getum við Jónas Kristj. verið sammála, að hvar sem tæníu-berandi hundar rápa, hvort sem er í grænum haga eða for- ugum hlaðvarpa, þar er smitunarhætta á ferðum. Og ennfremur erum við sennilega sannnála um það, að nokkuð af þeim tæníueggjum, sem eru á grasinu sem kindurnar bíta, — hvar sem það nú er — muni ekki öll fara ofan í þær, heldur geta lika fest sig við ullina (kviðinn) og loðað í henni, og borist þá úr henni á þá sem handleika kindina. Enginn mun neita því, að þetta geti svona verið, en annað mál er, hvort menn fella sig við það. Eg hefi nú fyrstur bent á þetta atriði (ög 'fært rök fyrir, að það sé lík- lega höfuðatriði) ; eg hefi því ekki „brokkað gamla veginn“ og er þá J ó n a s a r K r i s t j. og annara að sýna ekki „íslenskt tómlæti", en hafa bendingar mínar að einhverju.*** Matth. Einarsson. Manndauði í Akureyrarhéraöi. Leiðrétting. í októberblaði Lbl. síðastliðið ár, ritaði eg grein um manndauða. Þar birti eg skýrslu um manndauða Akureyrarhéraðs á tímabilinu 1911—1920 með samanburði á manndauða í kaupstaðnum og sveitunum. ,Þegar eg nýlega var að ljúka við ársskýrslu mína, uppgötvaði eg að * Mér er næst að halda, að flestir sem sullaveiki taka, smitist innan við tvitugít eða þar um. Reynsla af sullum, er eg hefi skorið, bendir í þá átt, því að yfirleitt er það svo, að þvi eldri sem sjúklingurinn er, því eldri virðist sullurinn vera (eldri, en þar fyrir ekki stærri), fullur af sullungum eða kalkaður. Ungir sullir vatnstærir og sullungalausir finnast naumast í eldra fólki. Það er ekki ólíklegt, að fullþroska fólk sé ómóttækilegt fyrir sullsmitun (sbr. bandorma i lömbum en ekki fullorðnu fé). ** Magnús Einarson dýralæknir hefir haldið þvi sama fram við mig. *** Rétt er að geta þess, svo að menn álíti ekki að eg breiði út þessar kenningar mínar í ótima, að það var án mins vilja' og vitundar, að júlibl.-greinin var prent- uð upp í blaðinu „Vörður“.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.