Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ •í43 albuminuria, sem Feldt fullyrðir að ekki sé gulleitrun, heldur komi af aukinni autolysis vegna focal-reaktionar. Hins vegar hyggur Feldt, að sá hörundsútsláttur og dermatitis, sem stundum sést, sé bein gull-áhrif. Þar á móti heldur H e u b n e r því fram, að gullið sjálft sé kapillæreitur, verki lamandi á háræðar. Flestir sem notaö hafa lyfið að mun, halda þvi fram, aS þaS bæti lungnaberkla í mörgum tilfellurii, sérstaklega væg fibrös tilfelli og larynxberkla. Sanocrysin, Nú kem eg loks aS sanocrysininu (auronatriumthiosulfat). M ö 11- g a a r d hyggur svo sem kunnugt er, aS lyfiS sé beint gerladrepandi, og aS eituráhrifin sem lyfiS veldur, komi af gerladrápinu, en ef þetta er rétt, ætti hiS sama aS einhverju leyti aS gilda um krysolgan, því aS verkunin er í höfuSatriSum lík, þó aS eiturverkanirnar séu meiri viS sanocrysiniS, máske sérstaklega fyrir þá sök, aS skamturinn hefir veriS hafSur stærri og biliS milli innspýtinganna styttra. Annars hafa heyrst raddir er efa þaS, aS sanocrysiniS sé verulega gerladrepandi. Má nefna, aS kollega Möll- gaards viS LandbúnaSarháskólann danska, prófessor O 1 u f B a n g hefir birt rannsóknir sínar í „Ugeskr. for Læger“, og virSast þær sýna, aS sanocr. i sterkri upplausn, i %, aftri ekki vexti berklagerla in vitro, og ennfremur, aS þaS hafi engin veruleg áhrif á kanínuberkla. Möllgaard, Secher og Wúrtzen halda því fram, aS þaS sé sönnun fyrir gerladráps- kenningunni, aS eiturverkanir sanocr. sé svo aS segja eins og tuberkulins- ins, en þetta er hæpin sönnun, og má skýra verkunina samkvæmt dialysa- tor-kenningunni, aS hér sé um einskonar autointoxicatio aS ræSa, en hitt munu nú flestir viSurkenna, aS bein gulleitrun komi einnig til greina aS einhverju leyti. ÞaS er þó væntanlega best aS fjölyröa ekki um þetta, og láta þaS liggja á milli hluta fyrst um sinn, aS hve miklu leyti lyfiS sé gerladrepandi, og halda sér viS hina klinisku hliS málsins, sem raunar fullerfitt er aS átta sig á enn sem komiö er. Svo mikiö er víst, aS Sano- crysiniS er ekki nein therapia sterilisans magna. Um hættuna þarf eg ekki aö tala, hún er læknum kunn. Eg vil geta þess, aS hinir dönsku læknar eru nú flestir varkárari en áSur og byrja yfirleitt meS smærri skömt- um, en stíga þó mjög fljótt til i grams, sumir þó aSeins til 0,5 grams, og nota serum minna en áSur. Undirtektir annara lækna en danskra, hafa hingaS til veriS fremur daufar yfirleitt, og á hinum nýafstaSa læknafundi í Stokkhólmi voru þaö aSallega Danirnir, sem lofuSu lyfiS; en vitaskuld höfSu þeir mesta reynsluna. ÞaS er í rauninni of snemt að segja frá minni eigin reynslu um lyf þetta, og þaö er aBeins til bráöabirgSa, aS eg minnist á hana hér, aS gefnu tilefni. Eg mun væntanlega síöar, annaShvort hér eöa annarsstaöar birta nánari greinargerS, þegar mér þykir tími til kominn. Eg byrjaöi á meSferSinni í febrúarbyrjun í vetur. Eg haföi þá satt aS segja enga tröllatrú á meöferSinni og allra síst trúði eg á þetta anti- toxiska serum, sem átti aS fyrirbyggja svo að segja allar hættur. Mér þótti þaS kynlegt, að þetta serum, sem framleitt var á þennan einfald'a

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.