Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 165 Mál þetta var til umræöu í Lf. Rvíkur 9. apríl 1923, sbr. Lbl. frá þeim tíma. Var þá samþykt áskorun til Læknadeildar Háskólans, um aö væntanlegur docent í pathol. anatomi kynni sér rækilega rannsókn á innýflaormum í mönnum og skepnum. Ekki er kunnugt, aö hve miklu leyti Læknadeildin hefir tekiö þetta til greina. En hér bíöur einmitt verk- efni hinum væntanlega docent, er nú dvelur ytra, til ])ess að búa sig undir starf sitt. G. Cl. Framhaldsnám ísl. lækna erlendis. Á fundi Læknafél. Rvíkur, þ. 11. maí s.l., var samþ. áskorun til ríkisstjórnarinnar um að fá því til vegar komið, að ísl. kandídatar öðlist réttindi í Danmörku til þess að fá veiting fyrir aðstoðarlæknaembættum á sjúkrahúsum þar í landi. Ríkisstjórnin hefir tekið þetta til greina, og var Lögjafnaðarnefndinni falið að semja um þetta við Dani á fundi íslenska og danska hluta nefndarinnar í sum- ar, í Kaupmannahöfn. Lögjafnaðarnefndin samþykti tilmæli til dóms- málaráðuneytisins danska um að umsóknir frá íslenskum kandidötum yrðu teknar til greina, ef fært þætti; ekki var farið fram á, að íslend- ingar hlytu beinlínis réttindi í þessu efni. G. Cl. Fáein orð um brunameðferð. Eg felli mig vel við þá kenningu Rovsings, að skoða nýbrent sár sem sæmilega aseptist eftir hitann eða eldinn, svo að síst sé ástæða til að bursta það úr heitu sápuvatni o. s. frv., eins og eg sá á mínum lærdómsárum (og eg man hve það særði tilfinningar mínar). Hinsvegar held eg öruggara að nota pikrinsýru (1%) til aö gegnumvæta umbúðirnar og bera þá upplausn á hörundið í kring, heldur en að nota Rovsings lapisgresjur (eg hefi aldrei séð hennar kosti og yfir- leitt er mér svo illa við lapis vegna blettanna í umbúðum og rekkjuvoð- um, að eg nota hann aldrei, þar sem eg veit annað álíka gott). Nú er það algengt að fólk komi með margra daga gömul, graftrarvess- andi sár, með bólgu í holdinu í kring. Eg notaði framan af bórvatnsbakst- ur eða þurrar umbúðir og sáldraði bórsýrumjöli á sárið, en eg er alveg hættur því síðan eg læröi að meta kosti sol. subacetat. álum. 1%, sem er eitthvert þarfasta þing hvers sáralæknis. Það var þó aðallega annað, sem eg ætlaði að skrifa um. Eg las ný- lega ritgerð eftir Willier próf. í Richmond (Journal of the Am. med. Ass., Febr. 28. 1925), um nýja aðferð á hættulegu 3. stigi bruna. Eins og kunnugt er, valda slík sár afarlangri vanheilsu fyrir langvinna suppura- tion og örmyndun með kreppu um liðamót, ef þau ekki, eins og stundum , vill til, koma til leiðar c h o c vegna eitrunar frá klofnum eggjahvítu- efnum í holdinu. Honum hugkvæmdist að exstirpera brenda vefinn eða ílá hann af, jafnvel þó hann væri allvíðtækur. Síðan lét hann sárið jafná sig um tíma undir hreinum umbúðum og græddi það með Thiersch-pjötl- um. Ekkert c h o c, engin contractu r. Eg hygg að þetta sé stundum góð aðferð. Stgr. Matth. Enuresis nocturna. Eg hugsa, að margir læknar hafi einhvern tíma orðið leiöir á sjúkl. með e. n. Eg hefi gefist upp við flesta mína. Lyf eru gagnslaus. Satc mun það vera, að venja megi sjúkl. af þessu, en til þess þarf sérstaká kostgæfni og alúð sjúkl. sjálfs og aðstandenda hans. En þetta er ein-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.