Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ ili ust brátt hugir lækna í aSra átt. K o c h fann tuberkúlíniS og B e h r- i 11 g antitoxíniö, og immúntherapían varö efst á dagskrá um langt skeiS. En menn urðu fyrir vonbrigSum. ÞaS tókst ekki aS finna immúnefni sem hefSu verulegt gildi gagnvart berklaveiki. Svo kemur E r li c h til sögunnar og þar meS kemotherapia á nýjum, vísindalegum grundvelli. Erlich gekk út frá þeirri staSreynd, aS sum efni hafa sérstaka affinitet t.il sérstakra fruma í líkamanum, og hann gerSi ráS fyrir, aS eins væri hægt aS finna efni, sem hefSu sérstaka verkun á sérstaka sýkla, efni, sem væru specifikt parasitotrop, en ekki organotrop. Um rannsóknir hans og árangur þeirra þarf eg ekki aS fjölyrSa. Nú urSu menn vonbetri um kemotherapíu viS berklaveiki. Eiginlega var a priori ástæSa til aS ætla, aS kemotherapia gengi betur viS bakteríusjúkdóma en viS protozoasjúk- dóma, því protozoar eru skyldari frumum likamans en bakteríur, sem eru jurtaeSlis. ÞaS mátti gera ráS fyrir, aS viS bakteríusjúkdóma væri hægra aS finna efni, sem ekki hefSi affinitet til fruma líkamans. En reynslan varS önnur. ÞaS reyndist miklu auSveldara aS drepa protozoa en bakteríur, og sérstaklega, aS því er berklasýklana snertir, er þetta skiljanlegt. Þeir hafa öfluga fitu- og vaxhúS, sem ver þá áhrifum, og ])aS er ekki auSvelt aS ná til þeirra. Þeir eru einatt geymdir í nekro- tiskum, æSalausum vef, þar sem blóSiS kemst ekki aS, en þar á móti eru protozoar aSallega í blóSinu eSa í blóSríkum vef, og þeir eru miklu veik- ari gagnvart utanaSkomandi áhrifum. ÞaS yrSi of langt mál aS skýra, þó ekki væri nema í aSaldráttum, frá öllum þeim efnum, organiskum og óorganiskum, sem reynd hafa veriS viS berklaveiki hin síSari árin. Eg skal nú fyrst sleppa sanocrysíninu. Ef því er slept (og væntanlega þó þaS sé taliS meS), þá er óhætt aS segja, aS ekki hefir tekist aS finna neitt efni, sem upprætt getur berkla- gerlana í mannlegum líkama. ÞaS hefir ekki fundist nein „therapia sterili- sans magna“. En þó aS ekki hafi fundist nein efni, sem eru nægilega æthiotrop eSa parasitotrop, hafa hins vegar fundist efni, sem eru þaS sem F e 1 d t kallar n o s o t r o p, sem hafa áhrif á varnarstarfsemi lík- amans, og sérstaklega á hinn sjúka focus. En aS focalreaktion getur ver- iS gagnleg er skiljanlegt og hefir áSur veriS minst á í sambandi viS tuberkúlínmeSferö. ViS varnarstarfsemi líkamans einangrast virus meS bandvefsgiröingu og sú lymfocytosis, sem kemur í eöa umhverfis focus ' getur á margan hátt veriS gagnleg. Menn hafa haldiS fram, aS lymfo- cytar hafi í sér lipolytiskt ferment, og geti þaS verkaS uppleysandi á fitulag gerlanna og matreitt þá („sensibiliseraS") fyrir fagocytana. Landerer fann, aS.hetól (kanelsurt natron), intravenöst, fram- kallar í kaninum hyperæmi og exsudatio í berklaskemdunum. Líkar at- huganir hefir G i m e r t gert meS kreosotolíur subcutant. S t i c k e r fann hjá berklaveikum sjúklingum, sem fengu joSkalíum per os, focal- reaktion og hitahækkun. Sömu athuganir geröu margir fleiri, viö notk- un joS-sambanda. Slíkar athuganir hafa síöan fjöldamargir gert á mönn- um og dýrum, sem sanna, aS margskonar efni gefa reaktion, sem sam- svarar túberkúlínreaktioninni, og eins og meS tuberkulin var reaktionin („focal“ og hita-reaktion) því meiri, sem skamturinn var stærri og stig sjúkdómsins hærra. Ef skamturinn var stór, gat reaktionin orSiS mjög áköf, valdiS blæSingu og útbreiSslu sjúkdóimsins. Sérstaklega sterka

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.