Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 4
i3§
LÆKNABLAÐIÐ
. . . ’ i . ■ 1] 1 !J; *! j!$;íS.i%i
ur ímmumtet afram. Viö berklaveiki má segja, aS allergi hverfi meS sjúk-
dómnum. Hjá berklasmituöum tilraunadýrum hverfur allergi jafnskjótt
sem berklaveikin og berklagerlarnir eru algerlega horfnir. Nú er þaS álit
margra, eins og t. d. Wassermanns, að allergi viö berklaveiki sé
íremur bundið viS hinn sérstaka berklavef en viS sjálfa .gerlana. Auð-
vitaS er gerillinn primus motor, en allergi kemur ekki fram fyr en hann
hefir myndaS focus. AS berklaallergi stafar af berklavef, virðist sannað
af B a i 1 og O n a k a. Bail stakk berklavef inn i lífhimnuhol á nag-
grísum, og dýrin uröu þegar í staö allergisk. Onaka sannaöi enn betur, að
allergi og túberkúlin-ónæmi stafaöi af sjálfum berklavefnum. Hann upp-
leysti berklavef meS antiformíni, og eftir aS antiformíniö var skilið frá,
dældi hann þessari frumuupplausn inn í tilraunadýr. Dýrin gáfu túberkú-
línreaktion þegar i staö. Þar á móti gaf vatnsupplausn af vefnum ekki
möguleika til reaktionar, en þessi vatnsupplausn hefSi átt aS innihalda
toxin frá gerlunum, ef nokkur væru.
F e 1 d t fullyröir, aö berklagerillinn framleiSi ekki toxin, og hann inni-
haldi heldur ekki endotoxin. Því til sönnunar bendir hann á, aS dauðir
berklagerlar og efni þeirra, þ. e. hin margvíslegu tuberkulin, hafi engin
eituráhrif á óberklasmitaðan likama, jafnvel þó aö þessi efni sé gefin í
afarstórum skömtum, jafnvel í mörg þúsund sinnum stærri skömtum en
berklaveikur líkami þolir. Eiturverkanirnar við berklaveiki og allergi er
eftir því einskonar autointoxicatio, er stafar af upplausn frumanna í eöa
kringum focus. Gerillinn verkar því aS eins sem dialysator. Hann
hefir fermentverkun, og hraöar efnisbreytingu, en efni hans ganga ekki
í endanlegt samband viö efnin sem myndast. ÞaS er því margt sem bend-
ir á, aS uppsprettulind eiturefnanna í berklaveikum líkama sé eggjahvíta,
kolloid- og lipoidefni sjálfs líkamans.
Möllgaard og hans áhangendur hafa auSsjáanlega aðra skoðun.
Þeir halda því fram, aö SanocrysiniS drepi gerlana og endotoxin þeirra
valdi eiturverkununum sem fram koma viö notkun lyfsins. Væntanlega
er ekki síöasta oröiS sagt í þessu máli.
TuberkulinmeSferð.
K o c h og margir aörir hafa haldið því fram, aS tuberkuliniö væri
reglulegt antigen, sem framkallaöi antiefni í líkamanum. Meiningin meS
þessari „aktiv immunisering“ var aS auka immunefnin. AS þessu sé þann-
ig fariö, er nú boriS brigSur á (S e 11 e r, C a 1 m e 11 e, F e 1 d t, S 1 o s s-
b e r ge r o. s. frv.). Eftir því sem áöur er sagt, er og ástæöa til að ætla,
aS tuberkulinreaktionin stafi frá destrueruðum frumum sjálfs líkamans,
og aS tuberkuliniS taki ekki beinlínis þátt í reaktioninni. ÞaS virSist því
sönnu næst, aS telja tuberkuliniS ertiefni (,,Reizkörper“) eSa
dialysator.
Eg hefi nú orSiS aS fara fljótt yfir sögu, og ekki nefnt nema nokkur
atriði, er snerta hina teoretisku hliö málsins. Eg skal nú lítiö eitt minn-
ast á praktisku hliðina. Við verSum því að láta okkur nægja, að tuberku-
linið sé ertiefni, sem hafi áhrif á focus. Flestum kemur nú saman um, aS
ef tuberkuliniö hafi gagnleg álirif á sjúklinginn, þá sé íocal-reaktio höfuð-
atriöiS. ÞaS kemur blóösókn til focus, og meö því aS miöjan á focus er