Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 151 veriS efast, síöan kunnugt varS um orsök sullaveikinnar. Á sama hátt er orsökin til sullaveikinnar i mönnum sú, aS tæníuegg úr hundasaur berst ofan í meltingarfæri manna. En um hitt má deila, á hvern hátt þetta eigi sér oftast staS. ÞaS virSist liggja í augum uppi, aS hættan viS sýkingu sullaveik- innar, hvort sem um fé eSa menn er aS ræSa, sé mest þar, sem band- ormasjúkir hundar hafast mest viS. Hvai- halda hundar á sveitabæjum sig mest, — hvort heldur langt úti á víSavangi, úti í haganum, eSa heima viS bæina? Þessu er líklega óhætt aS svara: Heima í bæjunum eSa heima viS bæina og kringum þá. Sýkingarhættan stafar af saur þeirra hunda, sem bandorma hafa í þörmum sínum. Hvar ganga hundar aS jafn- aSi erinda sinna? Nálægt þeim staS, þar sem þeir eru fóSraSir, en þaS er heima á bæjunum. ÞaS er fysiologiskt lögmál, aS skepnur, eins og menn, hægja sér helst á eftir máltíSum; þess vegna lendir mest af saur hundanna heima viS bæina eSa nærri þeim. ÞaS virSist því rökrétt, aS þar sé, aS öSru jöfnu, meiri hætta á sýkingu af sullaveiki, heldur en langt úti í víSlendum haga, þar sem ær eru setnar nokkrar víkur aS sumrinu, jafnvel þó smalahundur fylgi smalanum. Nú eru víSast hvar fleiri en 1 hundur á bæ. Hvers vegna skyldi stafa svo miklu meiri hætta af þeim eina hundi, sem fylgir smalanum, en hinum, sem heima dvelja, því sennilega er ekki ástæSa til aS ætla, aS hann gangi frernur meS tæní- ur í þörmum sínum en hinir, sem heima dvelja eSa fylgja fólkinu á engiS og liggja í heyinu. Eg hefi sjálfur veriS smali og setiS yfir kvíaám, og á eg bágt meS aS skilja í þeirri sýkingarhættu, sem M. E. hyggur aS stafi af mjöltum kvíaánna. Smalinn heldur sig aS jafnaSi, eSa þegar bjart er, mest á hæS, holti eSa mel, þar sem hann sér til ánna, og rakki hans fylgir honum. ÞangaS koma ærnar alls ekki. í víSlendu beitilandi er litiS um hundaþúfur. Þær eru helst meSfram fjölförnum vegum, og þar eru ær sjaldnast setnar. Hundaþúfur bítast litiS, sennilega vegna þess, aS skepnur finna leggja frá þeim fúlan þef. Mér þykir því mjög hæpin sú kenning, aS ærnar smali tæníueggjum heim á kvíaból, og sé ekkert, sem getur stutt hana, annaS en þaS, aS konur hafa tekiS oftar sullaveiki en karlar, og sérstaklega á aldrinum 20—40 ára; en þaS get- ur stafaö af öSrum starfsháttum en mjöltun kví ánna, og vík eg aS þvi siSar. En á hvern hátt sýkist þá fé oftast af sullaveiki ? Á tvennan hátt. Fyrst og fremst á þann hátt, aS vera á beit heima fyrir, nærri bænum eSa öSrum stöSum, þar sem hundar dvelja langvistum og leggja frá sér saurindi sin iSulega. Þeir, sem dvaliS hafa i sveit, vita þaS, aS á köldum vorum, þegar seint grær, kemur fyrr nál í vel ræktuS tún en úthaga. Fénu, eSa sérstaklega ánum, er þá ekki variS túniS. Þær eru á beit í kringum fjárhús og bæjarhús, alla leiS heim á varpa, þar sem gróSurinn er mestur. Hvort eru nú meiri likur til þess, aS féS fái band- ormaegg í meltingarfæri sin þarna, sem hundarnir hafa dvaliS mest alt áriS og gengiS daglega örna sinna, ellegar úti um hagann, þar sem þeir koma tiltölulega sjaldan. Þessu virSist auSvelt aS svara, öllum þeim, sem dvaliS hafa á sveitabæjum. Eg hefi lika veitt því eftirtekt, aS haust- dilkar eru fleiri sollnir, þegar vor eru köld, svo féS er mikiS heima, nærri bæ, heldur en þegar snemma grær og fé gengur fjarri bæ. Enn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.