Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 24
158 LÆKNABLAÐIÐ er frægastur þeirra, sem nú eru á lífi. Bar hann síöan fram tillögu um aS s t o f n a s k y 1 d i F é 1 a g n o r r æ n n a m a n n f r æ 6 i n g a. Hún var samþykt og næsti fundur ákveöinn í Osló 1927. Próf. Fúrst er nú gamall maöur, en lítt sér þaö á og er hann enn glæsimenni. Þá flutti docent S. de Geer erindi um útbreiöslu norræna k y n s i n s. Vildi hann ekki telja Dani norrænt kyn, en aörir mótmæltu þvi. Um kvöldiö var samkvæmi í stúdentahúsi Upplendinga. Vín var á borö- um en gætilega drukkið. Sænskir stúdentar sungu af mikilli snild. Fundur hófst næsta dag með erindi um a r f g e n g i k e m b d s augnalits (blending af mól. og bláum augum), sem Halfdan Bryn flutti. Hafði hann fundiö, að erfðir þessar voru mjög margbrotnar og að bláeygðir foreldrar geta átt börn með all-dökk kembd augu. Taldi hann orsökina vera þá, aö oft fælist dálítiö af brúnum lit í bláum augum, þó ekki sæist. Þá flutti próf. G. Backmann erindi um a 1 m e n n 1 ö g f y r- ir vexti unglinga og taldi auðið að reikna hæðina á öllum aldri ef meðalhæö fullorðinna væri þekt. Næsti ræðumaður var dr. Norden- streng: Hann talaði um : H v a ð e r n o r r æ n t k y n ? Kvað hann það ætíð hafa verið blandað, t. d. ekki eingöngu ljóst á hára og augnalit, heldur marga dökkleita — svo langt sem sögur ná. Færði hann ýms dæmi úr fornsögum vorum. Að lokum flutti próf. Lundborg erindi um r a n n- s ó k n i r s í n a r á L ö p p u m i Norður-Svíþjóð og sýndi fjölda ágætra mynda af þjóðflokki þessum. Þriðja daginn flutti eg erindi um n o r r æ n a r mælingartígl u r o g n o r r æ n mannf ræðisheiti. Sýndi eg fram á, að reglur þær, sem flestir hefðu fylgt, væru gallaðar og hætta á að sum mál yrðu mis- jafnlega mæld og stafaði mikil hætta af slíku. Sýndi eg tvö ný áhöld, sem eg hugði til bóta. Þá taldi eg nauðsynlegt að komið yrði á fót námsskeiði fyrir byrjendur hér á Norðurlöndum, þar sem þeir gætu lært að mæla og fengið aðra nauðsynlega fræðslu. Lagði eg til að 1) samdar yrðu nor- rænar mælingareglur, 2) að námsskeiði yrði komið á fót við mannfræði- stofnunina í Uppsölum, 3) að samin yrðu mannfræðisheiti á öllum Norð- urlandamálum í svo góðu samræmi sem unt væri. Var þessu tekið vel og tillögurnar samþyktar. Rak nú hver fyrirlesturinn annan. — Dr. Náser talaði um lýðmentun f r á s j ó n a r m i ð i mannfræðinna r og lagði meðal annars til, að takmarkaður væri aðgangur stúdenta á há- skólana, sem eru hvervetna offyltir í mörgum námsgreinum. Þá talaði dr. Ringbom um m a n n f r æ ð i o g þjóðaheilbrigði sem þátt í almennri menningu, Halfdan Bryn um m a n n f r æ ð i N o r e g s a u s t- a n t i 1, mjög fróðlegt erindi og síðast dr. Schött um litmyndir af mönn- um. Sýndi hann fjölda ljósmynda með litum, og voru margar svo glæsi- iegar að allir undruðust. Síðasti fundur var haldinn í Stokkhólmi í háskólanum þar. Hófst hann með fyrirlestri (í Hagstofu ríkisins) F. J. Linders um r e i k n i n g a á m an n a m æ 1 i n gu m með Hollerith vélum. Voru þessar vél- ar sýndar og þóttu mikið furðuverk, en henta best við stórfenglegar rann- SÓknir og eru ærið dýrar. Næsta erindi hélt eg um mannfræði í s- lendinga og var því vel tekið. Síðast átti próf. C. M. Fúrst að flytja erindi um bein Birgis jarls, en úr því varð ekki, því að hann varð skyndi-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.