Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 8
J42
LÆKNABLAÐIÐ
reaktion gefa ýms málmsambönd, nikkelsölt og sölt ýmsra sjaldgæfra
jarSmálma (neodyn o. s. frv.). Samskonar reaktion gefa einnig atoxyl,
salvarsan o. fl., og eins proteinefni, eins og áöur er tekið fram.
Þó að áhrif þessara efna á berklaveikan líkama sé næsta lík áhrifum
túberkulínsins, þá er þó um mikinn kvantitativ mun aö ræöa. Líkaminn
er miklu næmari gagnvart túberkulíninu. En viö önnur efni þarf skamt-
urinn að vera miklu stærri.
Því er ekki aö leyna, aö sumir álíta, að þessi efni séu að einhverju
leyti bakteríotrop, og aö losnuð endotoxin gerlanna taki þátt í reaktión-
inni, en svo mikið er víst, að ekki verður betur séð, en að höfuðþátt-
urinn í verkun þessara kemisku efna, eins og túberkulinsins, sé bein erti-
áhrif á hinn sjúkja vef.
Gullsambönd.
Notkun gulls við berklaveiki studdist við athuganir Iv o c h ’ s. Hann
fann, að g u 11 c y a n í þynningu i : 200.000 hindraði vöxt berklagerla
in vitro, en in vivo (hjá naggrísum) varð enginn árangur. Árið 1913
reyndu B r u c k og G1 u c k aurocyankalium intravenöst við útvortis
berklaveiki hjá mönnum, og þóttust sjá góð áhrif, sérstaklega við lúpus-
■sár. Um sama leyti reyndu Feldt og Spies nýtt gulllyf, a u r o-
cantan (samband Kantaridins og aurocyanid). Eftir að þeim hafði
reynst þetta lyf vel við tilraunir á kanínum, reyndu þeir það á berkla-
veikum niönnum og þóttust sjá bata. Sérstaklega var árangurinn góður
við larynx-berkla, en með því að lyfið hafði í sumurn tilfellum talsverðar
eiturverkanir, sem þeir kendu cyan-hluta þess um, þá batt Feldt gullið
við benzol-kjarnann. Samband þetta nefndi hann K r y s o 1 g a n, og
hefir það lyf talsvert verið notað hin síðustu árin, og þolist betur en
hin fyrri lyfin. Ef það er gefið í 1 ctgrm. til 40 centigramma skamti
intravenöst, þá gefur það, eins og önnur gulllyf, alreaktion og focal-
reaktion (hyperæmi, aukin hrygluhljóð o. s. frv.). Einstaka sinnum kem-
ur þó fyrst í stað (eftir fáar klukkustundir) mótsett verkun, hin svo-
kallaða ,,abblassungsreaktion“. Þetta iskæmiska ástand er stundum sjáan-
legt við augna- og larynxberkla, og við lungnaberkla fækkar hryglu-
hljóðum um stund, en brátt kemur aftur æðaútvíkkun og exsudatio.
Þessi „abblassungsreaktion" kvað einnig sjást einstaka sinnum við tú-
berkúlín-meðferð.
Það hefir nú ekki sannast að þetta gulllyf sé eiginlega gerladrepandi.
F e 1 d t, S c h r ö d e r og margir fleiri halda því fram að focal-reaktion
sé höfuðatriðið, og lyfið verki sem katalysator, og því sé enginn hagur í
því, að gefa lyfið í stórum skömtum. Venjulega er byrjað með smáum
skömtum, jafnvel stundum að eins 1 milligr., en svo er skamturinn auk-
inn upp í 10—20—30 ctgrm., og millibil innspýtinganna ein vika eða meir.
Menn sem ekki eru berklaveikir, þola y2 grm. af Iyfinu óþægindalaust,
samkvæmt reynslu Spies. Hann notaði þennan skamt við cancer-sjúklinga,
er jafnframt fengu Röntgengeisla, í því skyni, að gullið gæfi sekundær-
geisla, sem hefðu áhrif á cancervefinn.
Eins og áður er sagt, eru berklaveikir sjúkl. næmir fyrir lyfinu, og fyr-
ir utan hitahækkun og focal-reaktion, kemur stundum gastroenteritis og