Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 139 æ'ðalaus og einatt ostuð, þá verður blóðsóknin aðallega yst í focus og í bandvefnum umhverfis. Það er auðsætt að þessi aukning blóðs og lymfu g e t u r haft heillavænleg áhrif og aukið bandvefsmyndun í og umhverf- is focus, en hins vegar er ljóst, að þessi blóðsókn og aukna efnabreyting getur orðið tvíeggjað sverð. Upplausn hins sjúka vefs getur orðið of mikil, og þar með eiturframleiðslan vaxið um of og gerlarnir geta losn- að og færst til, enda er það þráföld reynsla, að tuberkulinmeðferð getur gert mein. Það er því um að gera, að focalreaktionin verði ekki of mögn- uð, en það er hægra sagt en gert, að halda henni í réttum skorðum. Við exsudativ aktiv berkla er þetta nærri ómögulegt, enda ráða flestir frá að nota tuberkulin í slíkum tilfellum. Þar er hættan mest og árangurinn varla góður. Helst er árangurs að vænta hjá hægfara, fibrösum berklum hjá hitalausum sjúklingum. Það er væntanlega ekki útilokað, að í sumum slíkum tilfellum geti tuberkulinið gert eitthvert gagn ef varlega er farið. Eg hefi nokkuð notað tuberkulin subcutant, bæði gamaltuberkulin og „bacilemulsion", sérstaklega fyrstu árin mín á Vífilsstöðum. Eg sá sumum sjúklingum batna allvel, en eg gat ekki sannfærst um, að batinn væri yfirleitt meiri hjá þessum sjúklingum en hinum, sem ekki fengu með- ferðina. Það er annars eftirtektarvert, hve margir berklalæknar, sérstak- lega þýskir, halda fast við tuberkulinið, en þó er ekki að sjá, að árangur- inn sé yfirleitt betri á þeim heilsuhælum sem nota það, en hinum, sem ekki nota meðferðina. Það yrði of langt mál að lýsa hinum afarmörgu tuberkulintegundum. Hver otar sínum tota, og engin tegundin virðist taka hinu upprunalega tul^erkulini Kochs fram. Það virðist alveg standa á sama, hvort tuberkulin- ið er búið til úr manna- eða nautgripagerlum. Verkunin er nákvæmlega eins. Það eru ekki að eins notuð margskonar tuberkulin, heldur er því komið inn í líkamann með ýmsu móti. Eins og kunnugt er, hefir áður innspýting undir hörundið verið venjulegust. Sú aðferð hefir þá kosti, að hægt er að skamta lyfið nákvæmlega. Sumir halda því fram, að best sé að núa lyfinu inn í hörundið. Þetta var fyrst reynt af C a r 1 S p e n g 1 e r, en síðan gerðist Petruschky talsmaður þess. Það er víst, að tuberkulin- ið getur resorberast gegnum hörundið, að vísu ódrýgist það mjög á þann liátt, og skömtúnin verður ónákvæm, en það getur máske verið hagur að resorptionin er hægfara og verkunin ekki eins snögg eins og við inn- spýtingu. Margir ætla, eins og E r i c h, Hoffmann, P o n n d o r f o. fl. að frumur hörundsins hafi sérstaka þýðingu við immúnefnamyndun, en aðrir, eins og N e u f e 1 d t, efast um þetta, og segja að þessi kenn- ing sje í lausu lofti bygð, segja að hinn góði árangur kúabólusetningar bendi ekki á þetta, enda hafi G i n s nýlega sannað, að það sé öldungis eins auðvelt að inunúnisera gegn bólusótt með því að láta dýrið anda að sér bóluefni, eins og með venjulegri aðferð. M o r 0 hefir endurbætt þessa aðferð Petruschkys að því leyti, að tú- berkújínsmyrsli hans (Ektebin) inniheldur kerolytisk efni, sem gerir re- sorption auðveldari. Loks er að minnast á Ponndorfs rispuaðferð, sem rnikið hefir verið notuð hin síðustu árin. Eg hefi notað hana í 35 tilfellum, og er ekki sannfærður um gagnsemi hennar. Eg hefi á öðrum stað sagt frá

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.