Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 30
164 LÆKNABLAÐIÐ
gen" smitun, og viröist mér sem viö Steingr. Matth. séum sammála
í þessu efni. 17. sept. 1925. Sig. Magnússon.
Ný mannfræði. — Kraitschek-Krauss: Raskunskap. Uppsala
J925;
Bók þessi er stutt og auöskiliö yfirlit yfir mannfræði (um 170 bls.)
en hefir meðal annars J)ann kost, aö annar höfundurinn, dr. Wilh. W.
Krauss, er nauðakunnugur Norðurlandabúum og skrifar um þá af eigin
reynd. Er hann aðstoðarmaður í sænsku mannfræðisstofnuninni í Uppsala
og hefír haft þar á hendi mannamælingar. Bókin er að öðru leyti skýrt
og skipulega rituð, og efnismikil þó ekki sé hún stærri. Efnið skiftist
aðallega í tvennt: upphaf almenns efnis og skiftingu kynflokka bæði utan
Evrópu og innan, en sérstök áhersla er þó lögð á lýsingu Evrópuþjóða á
vorum dögum. Að svo miklu leyti sem eg get séð, eru lýsingarnar vel
og samviskusamlega samdar, og er þó ekki auövelt að gefa rétta lýsingu
af Evrópuþjóðunum, sem allar eru mjög blandað kyn.
Eg held að bók þessi henti ágætlega lækrium, sem vilja fá dálitla hug-
mynd um mannfræði. Góöar myndir af ölltun helstu kynflokkum fylgja, og
fyrir þá, sem vilja læra nteira, er ágæt bókaskrá, sérstaklega yfir rit um
Norðurlandabúa. G. H.
ísafjarðarspítalinn. Reglugerð hefir verið samin fyrir spítalann og sam-
þykt af bæjarstjórn ísafjarðar. Þriggja manna nefnd á að stjórna spítal-
anurn og er héraðslæknir sjálfkjörinn í hana og formaður hennar. Hinir
tveir eru kosnir af bæjarstjórninni og á annar þeirra að vera bæjarfull-
trúi. 5. gr. reglugerðarinnar hefir valdið töluverðum ágreiningi þar vestra
og setjum vér hér ágreiningsatriðið: „Sjúkrahúslæknir veitir öllum sjúk-
lirigum sjúkrahússins læknishjálp og ber einn ábyrgð á öllu þar að lútandi.
Feli hann öðrum lækni læknisstörfin nteð sér, að einhverju leyti, ber hann
einnig ábyrgð á störfum þessa læknis.“ — Gjaldataxtar verða 3 fyrir
sjúklinga, lægstur fyrir bæjarbúa, annar fyrir aðr^ íslendinga og hinn
þriðji hæstur fyrir menn búsetta erlendis.
Vísindaleg rannsókn á sullaveiki. Læknarnir Jónas Kristjánsson og
Matth. Einarsson gera þá eðlilegu kröfu, að fram fari vísindaleg athug-
un á því, hver áhrif hreinsunarlyfin hafi á tænia echinococcus í þörm-
um hundsins. Próf. Guðm. Magnússon benti á það sama (sbr. Lbl. apríl
'23). Væntanlega munu allir læknar fallast á, að hið núverandi ástand
sé til lítils sóma. Stórfé er varið í hundahreinsunina, en enginn veit að
hverju gagni hún kemur, eða hvert ógagn hún vinfiur. Læknar eru ósáttir
um, hvort hreinsuninni skuli haldið áfram eða hún lögð niður. Niður-
staða fæst auðvitað ekki í þessu máli fyr en áhrif lyfjanna á hundana
verða prófuð með vísindalegri vandvirkni og nákvæmni. Þetta verk þarf
að vinna hér á landi; verður ekki séð af tímaritum sull-landanna, að
slíkar rannsóknir hafi verið gerðar þar.
En hver á að vinna þetta verk hér á landi? Auðséð er af bók H.
K r a b b e: „R e c h e r c h e s h e 1 m i n t h o 1 o g i q u e s“, að læknar
þurfa eigi litla sérþekkingu á rannsóknum innýflaorma, til þess að kom-
ast að ábyggilegri niðurstöðu um þessi efni.