Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 157 kunde Europas, og Kraitschek-Krauss: Raskunskap. Uppsala 1925. Báöar þessar bækur eru vel viö hæfi lækna og fróölegar. Annar þáttur mannfræöinnar er um upplag manna og a n d 1 e g a e i g i n 1 e i k a. Þeir eru eins breytilegir og ytra gerfiö, og varða ekki minnu. Þeir fara og eftir kynflokkum manna. Mikið vantar á, aö þessi þáttur sé svo rannsakaður sem skyldi. Þriðji þáttur mannfræðinnar er um arfgengi líkamlegra og and- legra eiginlegleika. Er erfðafræðin orðin að flókinni vísindagrein. Þó er hún líklega enn í barnæsku. Menn hafa fundið, að bæði góðir og illir eiginleikar erfast á lögbundinn hátt, að möguleiki er fyrir hverja þjóð bæði að bæta kyn sitt og spilla þvi. Þannig eru sumir sjúkdómar arfgeng- ir og hugsanlegt að útrýma þeim með því, að gera sjúkl. óhæfa til að auka kyn sitt. Nú er öll heill og velgengni þjóða aðallega undir því kom- in, að kynið sé gott og heilbrigt, og er því auðsætt, að mannfræðin hefir mikið verkefni að leysa af höndum. Svo miklu þykir alt þetta varða, að Svíar hafa sett á fót sérstaka ríkisstofnun (Statens rasbiologiska Institut) til þess að vinna að mannfræðirannsóknum þar i landi, en Bandaríkin hafa breytt innflytjendalöggjöf sinni til þess að komast hjá þvi, að alls- konar óþjóðalýður flytjist inn í landið. Norðurlönd liafa staðið mjög framarlega í öllum þessum rannsóknum, einkum Svíþjóö og Noregur, en hver fræðimaður hefir baukað fyrir sig, og samræmi ekki verið sem best í rannsóknunum, svo að erfitt er að bera saman niðurstöðu fræðimanna. Þá hefir það ekki bætt til, að á Norður- landaháskólunum er mannfræði ekki kend eða mælingaaðferðir, svo að byrjendur hafa orðið að kenna sér flest sjálfir. Ofan á þetta bætist, að málið vill verða blendið, þegar farið er að skrifa á Norðurlandamálum, aðallega misjafnlega góðar þýðingar á þýskum eða frakkneskum heitum. Til þess að bæta úr þessu sýndist mér nauðsynlegt að stofnað væri til fundar meðal helstu mannfræðinga á Norðurlöndum, og skrifaði um það próf. Hermann Lundborg í Uppsala, Halfdan Bryn í Þrándheimi og dr. Sören Hansen í Khöfn. Var vel í þetta tekið, og leiddi það til þess að fundurinn komst á, en forgöngu alla hafði próf. H. Lundborg, og án hans fylgis hefði alt að engu orðið. Fundurinn stóð í 4 daga og sóttu hann menn frá Finnlandi (próf. Hildén, dr. Ringbom), Svíþjóð (próf. Lundborg, próf. Fúrst, próf. Ram- ström, próf. Gaston, Louis Backmann, próf. Hággkvist, dr. Nordenstreng, sem margir íslendingar þekkja, o. fl.), Noregi (dr. Halfdan Bryn, dr. A. Mjöen), Danmörku (dr. Náser) og íslandi (G. H.). Fundinn setti próf. H. Lundborg með snjallri ræðu. Gat hann þess, að forfeður vorir hefðu gert mikinn greinarmun manna, góðra kynstofna og illra, en nú vildu nienn gera alla jafna, þó algerlega kæmi þetta í bága við vísindi vorrar aldar. Þau hefðu sýnt, að mestu varðaði sjálft kynið og upplagið, en skólar, uppeldi og ytri lífskjör miklu minna. Þá mintist hann á að þetta væri fyrsti norræni mannfræðingafundurinn og yrði vænt- anlega ekki sá síðasti. Iiefði hann komist á fyrir hvatningu frá íslandi. Voru síðan starfsmenn kosnir: próf. Fúrst heiðursforseti, en fundar- stjórar Halfdan Bryn og G. H., aðalritari próf. Lundborg og ritari dr. Linders. Próf. Fúrst flutti síðan ræðu um störf norrænna mannfræðinga, en hann

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.