Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 28
102
LÆKNABLAÐIÐ
halda áfram fyrstu tvo dagana, aö minsta kosti, meöan á tíöum stendur.
Á seinni árum er töluvert fariö að nota atropin viö dysmenorrhoea, og
liggur sú hugsun til grundvallar, aö atropinið verkar mjög á autonoma
taugakerfið og slappar slétta vöðva, en dysmen. orsakast oft af krömpum
eöa of sterkum samdrætti í legvöövunum. Atropiniö er oftast gefiö í pill-
um sem teknar eru inn, en líka má gefa þaö í suppositoria eöa subcutant.
Pillurnar eru langþægilegastar og sennilega litill rnunur á áhrifunum, á
hvern hátt sem atropinið er gefið. í hverri pillu er venjulega haft 0,5 milli-
gram atropin og gefnar 3 pillur á dag. Best er að byrja á inntökunum
áöur en tiöirnar hefjast. Eg hefi reynt þetta nokkrum sinnum og stund-
um meö góðum árangri.
Sama hugsun liggur til grundvallar fyrir því aö nota benzoas Ijenzylicus,
sem sumir láta mikið af, en ekki get eg dæmt um það af eigin reynslu.
Lyfseðil set eg hér ef einhver vildi reyna:
Benz. benzyl. gram 10,
Mucilago acaciae gram 5,
Tinct. aromatic. eryodictyon gram 35.
d. s. —2 teskeiðar í einu.
Sennilega má nota ýmislegt annaö en eryodictyon til smekkbætis, og
óhætt þykir að gefa þetta nokkuö oft, eiturverkanir taldar litlar sem engar.
Stundum batnar af meðulum þessurn, er þau hafa verið notuð nokkr-
um sinnum um tíðir, en oft þarf aö nota þau við hverjar tíðir, og er von
aö konur verði leiðar á því, aö geta aldrei veriö öruggar meðalalausar.
Þess vegna hefir veriö reynt að gera viö dysmenorrhoea meö óperatíón-
um til þess að losna við hana í eitt skifti fyrir öll.
En hvernig á að óperera ef ekki þekkist orsökin til verkjanna? Þaö
er því varla nema ein óperatíón, sem komiö getur til greina: dilatatio
canalis cervicalis uteri, og veröur þó aldrei annað en tilraun. Það eru
miklar líkur til þess, aö dysmen. stafi oft af þrengslum í canalis cervi-
calis, því að mjög oft hverfur dysmen. algerlega eftir 1. fæðingu og
óperativ dilatatio gefur oft ágætan árangur. Eg hefi gert hana þó nokkr-
um sinnum og oftast með ágætum árangri, aö minsta kosti um langan
tíma, en stundum vill sækja i sama horfiö eftir 1—2 ár, ef konan hefir
ekki oröiö barnshafandi og fætt. Nauösynlegt er að svæfa konuna meöan
dilatationin er gerö ad modum Hegar, og best er aö dilatera eins mikiö
og hægt er, bera sterila feiti á dilatatorana þegar stirt fer aö ganga.
Aðgerðir viö secundær dysmenorrhoea fer eingöngu eftir því hver or-
sök'in er, en oft getur verið eríitt aö finna orsökina. Chlorosis getur gefiö
tilefni til dysmen., sem batnar þá ef chlorosan liatnar. Annars er oftast
um local sjúkdóma aö ræöa í genitalia eða nágrenni þeirra, salpingita
og aörar bólgur, og verður þá aö gera viö þá ef dysmen. á að batna. Stund-
um er retrodeviatio uteri orsökin og getur neytt til aðgerðar. Oft stafar
dysmen. af fibromyomum í uterus, og þurfa þau ekki aö vera stór til þess
að valda tíðaverkjum. Reyna mætti þá lyfjameðferö eins og viö primær
dysmen., en best mundi vera að gera enucleatio á æxlunum, sem venju-
legast eiga fyrir sér að stækka og valda þá meiri óþægindum síöarmeir
en fárra daga tíöaverkjum á mánuöi. Guðm. Thoroddsen.