Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 01.10.1925, Blaðsíða 29
LÆICNABLAÐIÐ 163 Læknatélag1 Reykjavíkur. Mánudaginn þ. 12. október, ki. 8)4 síðd., var aöalfundur haldinn í Læknafélagi Rvíkur, í kennarastofu Háskólans. Þetta gerðist: I. Formaður bauð velkominn nýjan félaga, F r i ð r i k lækni B jö r nsso n. II. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar fyrir síðastl. félagsár, og voru samkv. þeim rúmlega 1 þúsund krónur í sjóði. III. Kosin stjórn : Formaður endurkosinn Ó 1 a f u r Þ o r s t e i n s- s o n, með 11 atkv. Ritari kosinn G u ð m. G u ð f i n n s o n, með 16 atkv. Gjaldkeri endurkosinn Magnús Pétursson, m. 13 atkv. Endurskoðendur Sæm. Bjarnhéðinsson og Guðm. Thor. voru endur- kosnir. Árstillag fyrir næsta ár ákveðið kr 15.00. IV. Halldór Hansen sýndi præparat af tumor í coecum og colon ascendens, sem tekinn hafði verið úr 64 ára gamalli konu. H. H. taldi líklegt, að hér væri um colitis gravis infiltratfva að ræða, en ekki cancer. Ekki hafði unnist tími til að gera microscopi á Rannsóknastofunni. G. Cl. sýndi röntgenmynd, sem tekin var af colon áður en sjúkl. var skorinn upp. V. Kjör læknaekkna. G u n n 1. C 1 a e s s e n hóf máls á því, að ýms- ar læknaekkjur ættu við þröng kjör að búa, enda eftirlaun smánarlega lág. Flutti till. um, að kosin væri þriggja manna nefnd til að íhuga hvort ekki væri tiltækilegt að stofna styrktarsjóð, sem ekkjur íslenskra lækna nytu góðs af. Nefndarskipun samþ., og voru kosnir í nefndina: G. Cl., 12 atkv., Matth. Ein., 11 atkv. og Þ. Thoroddsen, 10 atkv. Fleira ekki tekið fyrir. Smágreinar og athug’asemdir. Berklasmitun. Litla athugasemd verð eg að gera við grein S t e i n g r. kollega Matthíass. í síðasta tbl. Læknabl. Á bls. 123 neðst, kveður 1 hann mig halda því fram, að a 11 i r þeir, sem ekki vita um smitunar- tækifæri eða ekki eru þess vitandi, að hafa nokkurn tíma umgengist berkla- veika, séu sennilega smitaðir fyrir sitt minni. Þessu hefi eg aldrei haldið fram. Eg geri hins vegar ráð fyrir („ITvenær smitast menn“ o. s. frv.), að sennilegt sé „aö liernskusmitun hafi verið svipuð hjá þeim, sem ekki vissu um smitun, sem hinum“ (bls. 11). í fyrirlestri mínum í Osló 1923 (Nord. Tidskr. f. Therapi) kemst eg svo að orði: „I Island som andre Steder synes Tuberkulosen i Regelen at være Fölge af Infektion i Barnealderen, skönt Infektion i modnere Alder ogsaa forekommer i et Mindretal af Tilfældene." Þetta vildi eg taka fram, því aö mér hefir aldrei dottið í hug að halda því fram, að fullorðnir geti ekki orðið fyrir ,,exogen“ smitun, Jiótt hitt sé algengara, að berklaveiki á fullorðinsárunum sé afleiðing af „endo-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.